Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2010 7fermingar ● fréttablaðið ● María Nicole Baldelovar ferm- ist í Landakotskirkju að kaþólsk- um sið. Hún byrjaði í fermingar- fræðslu í október og fer í hana að lokinni sunnudagsmessu í hverri viku. María Nicole þekkir vel til starfsins í Landakotskirkju enda hefur hún farið í messu með for- eldrum sínum á hverjum sunnu- degi um margra ára skeið. Það var því lítið sem breyttist þegar ferm- ingarfræðslan hófst. „Mér finnst mjög skemmtilegt að fara í messu. Þar er mikið sung- ið og svo hittist fólk á eftir, fær sér kaffi og spjallar.“ Rúmlega tuttugu börn eru með Maríu Nicole í fermingarfræðsl- unni og segist hún ekki halda að fræðslan sé mjög frábrugðin þeirri sem börn í Þjóðkirkjunni frá. „Við lærum og tölum um Biblíuna.“ Fermingarsakramentið er þó að- eins frábrugðið, að sögn Séra Patr- iks í Landakotskirkju. „Einungis biskup getur veitt fermingarsakramentið auk þess sem það er ekki aðeins endurnýjun á skírnarheitinu heldur meðtaka börnin einnig heilagan anda til að styrkja trúna enn frekar. Þá eru þau ekki að meðtaka altarissakramentið í fyrsta sinn eins og í Þjóðkirkjunni því börnin hjá okkur ganga til altar- is frá átta til níu ára aldri.“ María Nicole hlakkar mikið til fermingarinnar og er þegar farin að velta fyrir sér kjól og greiðslu. Hún mun síðan halda áfram að rækja trúna eins og hún er vön. - ve Finnst gaman í messu María Nicole fermist í Landakotskirkju að kaþólskum sið. Hún fer í messu alla sunnu- daga og því lítið sem breyttist þegar hún byrjaði í fermingarfræðslu í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ýmis trúfélög eins og hvíta- sunnumenn, mormónar og baptistar eru ekki með ferm- ingar heldur svokallaða trú- aðraskírn. Þau hafna þá barna- skírninni en skíra í staðinn þá sem taldir eru nægilega gamlir til að skilja inntak athafnarinn- ar. Er því nokkuð misjafnt eftir trúfélögum við hvaða aldur er miðað. Þá finnast annars konar vígsluathafnir, manndóms- vígslur, hjá öðrum trúarhópum. Þannig tíðkast að ungir menn úr röðum ástralskra frum- byggja verji einni viku í eyðimörkinni til að teljast fullorðnir karlmenn og sums staðar gerast pilt- ar sem aðhyllast búddatrú tíma- bundið munkar. E N N E M M / S ÍA / N M 41 15 3 ð ð ð ð ð ð ð ð ðððáð ð ðð ðð íðð ððð ð ð ð ðþð íð ððáð ð ð ð ð ð ðð ð ð ð ð ðð ðð ð ð ðð ðþúðð ðð ððððððð ð ðð ðð ðð ð ð ð ððð ðáðð ð ðíððð ðð ðð ð ð ð ð ðð ðð ðð ð ð ðæð ðð ðð ð ð ðöð ð ððáðð ðð ð ð ð ðð ððð ðð ðöð ð ð ð ð ðð ð ðþáðð ð ðð ð ððð ð ððð ð ð ðð ð Þúððæð ðð ð ð ð ð Til að verða karlmaður meðal frumbyggja þurfa piltar að undi- gangast vígslu. Sumir drengir gerast tíma- bundið búdda- munkar. Aðrar helgiathafnir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.