Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 28
 10. MARS 2010 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● fermingar Ef til stendur að gefa lærdómsríka upplifun í fermingargjöf er ekki úr vegi að bjóða ungmennunum í tungumálaskóla erlendis, en slík- ar ferðir hafa notið vinsælda mörg undanfarin ár. Enskuskóli Erlu Ara hefur meðal annars staðið fyrir námsferðum fyrir unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára undanfarinn ára- tug eða svo, í samvinnu við Kent School of English. Sá skóli hefur starfað síðan árið 1972 og leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytta kennslu sérmenntaðra kennara og sérhæfir sig í að taka á móti hópum nemenda frá hinum ýmsu löndum á sumrin. Skólinn er staðsettur í Broadstairs, 25.000 manna sjávar- bæ og sumarleyfisstað á suðaustur- strönd Englands. Broadstairs er skammt frá Canterbury og Dover, í tæplega tveggja tíma akstursfjar- lægð frá London. Ekki er einungis um að ræða enskukennslu í skólanum, því nemendur taka þar einnig þátt í dagskrá þar sem alls kyns íþrótt- ir, baðstrandarferðir og fleira er meðal þess sem boðið er upp á. Enskuskólinn í sumar stendur yfir frá 20. júní til 3. júlí. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíð- unni enskafyriralla.is. Vesturheimur SF býður ódýrar ferðir til Winnipeg í Kanada í sumar. Nánari upplýsingar á www.vesturheimur.com eða í síma 861-1046 Kemur út laugardaginn 13. mars 2010 Fjölskyldan Auglýsendur vinsamlegast hafið samband: Benedikt Freyr • benediktj@365.is • sími 512 5411 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Jón Hrólfur Baldursson, eig- andi rakarastofunnar Rebel í Kópavogi, veit hvaða klipping- ar eru í tísku meðal fermingar- drengja. „Kamburinnn sem hefur verið í tísku virðist ætla að vera langlíf- ur og strákarnir eru farnir að fá sér ýktari útgáfu af honum. Nú er kominn ákveðinn stallur í hann og svo síður toppur sem hægt er að greiða á ýmsa vegu,“ tekur Hrólf- ur sem dæmi um vinsæla klipp- ingu meðal drengja á fermingar- aldri og segir fótboltakappa á við Becham og Ronalda vera helstu áhrifavalda. Hrólfur segir kambinn þó ekki endilega hentuga fermingarklipp- ingu heldur mælir frekar með hlutlausari klippingum. „Rosa- lega ýktar klippingar eru kannski ekki alveg málið á sjálfan ferm- ingardaginn þótt þær henti vel við önnur tækifæri. Eins getur verið leiðinlegt að vera á fermingar- myndinni með klippingu sem er af- gerandi fyrir eitthvað tímabil og getur orðið hallærisleg með tíman- um,“ bendir Hrólfur á og talar þar af reynslu þar sem hann fermdist sjálfur með hárið skipt í miðju og stall. En strípur eða litir, koma þeir ekki til greina? „Einu sinni voru strípurnar allsráðandi, en það er orðið svolítið síðan. Það er mjög sjaldgæft að mínir kúnnar vilji einhverja liti í hárið, þeir halda sig nú yfirleitt frekar við sinn náttúru- lega lit,“ segir Hrólfur og bætir við að fyrir sitt leyti þyki honum það miklu flottara. Á myndunum sýnir hann vinsælar klippingar sem for- eldrar og fermingarbörn geta orðið ásátt um. - rve Stutt, loðið og allt í gangi Stutt með síðari útlínum. Bartar ná fram, stutt yfir eyrum, millisíður toppur og sítt að aftan. Módel: Óliver Þór Davíðsson. Þessari klippingu svipar til þeirrar sem Brynjar skartar, nema hárið er örlítið síð- ara að aftan og efst uppi á kollinum, sem legst meira fram með síðari toppi. Síðari bartar og annar bartinn hafður síðari en hinn. Módel: Gunnar Páll Gíslason. Frekar stutt klipping. Hár er klippt stutt í hliðum og að aftan; stutt að ofan en haldið í toppinn, sem er annars vel þynntur. Toppur svo greiddur til hliðar, hliðar greiddar fram og hári lyft upp á kolli. Módel: Brynjar Magnús Friðriksson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Góð og lærdómsrík upplifun Þessi hópur tók þátt í enskuskólanum fyrir nokkrum árum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.