Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.03.2010, Blaðsíða 36
16 10. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Lokað vegna útfarar Vegna útfarar Þorsteins Geirssonar ráðuneytisstjóra verða skrifstofur dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins lokaðar eftir hádegi miðvikudaginn 10. mars. Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, 9. mars 2010. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, Kristínar Guðlaugar Bárðardóttur Stífluseli 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans í Fossvogi fyrir kærleik og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Símon V. Gunnarsson Eygló Andrésdóttir Jóna Guðrún Gunnarsdóttir Jón Sveinn Friðriksson Matthías Gunnarsson Katrín Eiríksdóttir Dagný D. Gunnarsdóttir Halldór D. Guðbergsson Kristín Gunný Gunnar Magnús barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigríður Hildur Þórðardóttir, vélritunarkennari, áður til heimilis Sporðagrunni 3, Reykjavík andaðist á Hjúkrunardeild Hrafnistu laugardaginn 6. mars. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 15. mars kl. 15. Guðlaug Ingunn Jóhannsdóttir, Mats Hjelte, Johan Petter, Elin Ingunn, Emma Mathilda, Jóhann G. Jóhannsson, Bryndís Pálsdóttir, Jóhann Páll, Hildur Margrét, Ragnheiður Ingunn. AFMÆLI SHARON STONE leikkona er 52 ára. CHUCK NORRIS, leikari er sjötugur. Söfn á Suðurnesjum bjóða upp á sameiginlega dagskrá í annað sinn helgina 13. til 14. mars undir yfirskriftinni Safnahelgi á Suðurnesjum. Ókeypis verður á öll söfn sem eru mörg og fjölbreytt. Menningarráð Suðurnesja, Sparisjóður Keflavíkur og Ferðamálasamtök Suðurnesja styrkja verkefnið sem unnið er af fulltrúum sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum. Ýmislegt verður í boði um helgina. Tónleikar, sýningar, leiðsagnir og margs konar uppákomur. Humarsúpa, salt- fiskur og annað góðgæti verður í boði auk þess sem haldin verður keppni um besta saltfiskréttinn. Sjómannavalsar, draumráðningar, rokk og ról og harmónikutónlist. Skessan í hellinum, Heimskautin heilla og Sköpun alheimsins svo fátt eitt sé nefnt. Nánari dagskrá má kynna sér á síðunni www.safnahelgi. is Safnahelgi á Suðurnesjum DUUSHÚS Mikið verður um að vera á Suðurnesjum um helgina. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ER 33 ÁRA Í DAG. „Allt er skárra en Bush-árin, sem skilja eftir sig sviðna jörð.“ Ágúst Ólafur er fyrrverandi vara- formaður Samfylkingarinnar. Þetta sagði hann þegar Barack Omaba var kosinn forseti Bandaríkjanna. MERKISATBURÐIR 1804 Bandaríkin kaupa Louisi- ana af Frökkum. 1934 Dregið er í Happdrætti Háskóla Íslands í fyrsta sinn í Iðnó í Reykjavík að viðstöddu fjölmenni. Hæsti vinningur var 10 þúsund krónur. 1944 Flugfélagið Loftleiðir er stofnað. 1964 Fyrsti Ford Mustang-bíll- inn er framleiddur. 1991 Davíð Oddsson er kjör- inn formaður Sjálfstæðis- flokksins. 2005 FL Group er stofnað utan um fjárfestingarhluta Ice- landair Group. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hélt sína fyrstu tónleika þennan dag árið 1988 sem telst vera stofndagur hljómsveitarinnar. Tónleikarnir fóru fram í Bíókjallaranum við Lækjargötu. Stefán Hilmarsson, Guðmundur Jónsson og Jón Ólafsson stofnuðu hljómsveitina og fengu þá Rafn Jónsson trommuleikara og Harald Þorsteinsson bassaleikara til liðs við sig. Fyrsti smellur hljómsveitarinnar var Á tjá og tundri. Töluverðar mannabreytingar hafa orðið í sveitinni en árið 1989 gengu þeir Jens Hansson, saxó- fón- og hljómborðsleikari, og Friðrik Sturluson bassaleikari til liðs við sveitina. Þeir hafa verið í henni síðan. Hljómsveitin hefur sent frá sér fjöldann allan af smellum meðal annars Auður, Hvar er draumur- inn, Krókurinn og Hjá þér. Aðdáendaklúbbur Sálarinnar hans Jóns míns, Gullna liðið, var stofnaður árið 2003 og þegar sveitin fagnaði tuttugu ára afmæli sínu voru um fjórtán hundruð manns skráðir í hann. ÞETTA GERÐIST: 10. MARS ÁRIÐ 1988 Sálin hans Jóns míns 22 ára SÁLIN HANS JÓNS MÍNS Ein vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar. Össur Geirsson, stjórnandi Skólahljóm- sveitar Kópavogs, var útnefndur Eld- hugi Kópavogs 2010 af Rótarýklúbbi Kópavogs í gær en þann heiður hlýt- ur sá Kópavogsbúi sem er talinn hafa skarað fram úr á einhverju sviði eða sýnt samfélagi sínu eftirtektarverða ræktarsemi eða þjónustu. Össur er vel að heiðrinum kominn. Hann byrjaði í hljómsveitinni árið 1972 og hefur ýmist spilað með henni eða starfað við hana nær óslitið síðan. Hann hóf kennslu við sveitina þó nokkrum árum áður en hann hætti að spila með henni, eða árið 1986 og tók við sem stjórnandi árið 1993 þegar Björn Guðjónsson,stofn- andi hennar, lét af störfum. Össur, sem er básúnuleikari, hefur lengi haft áhuga á tónlistarmenntun og er umhugað um að börn læri á hljóð- færi. „Þetta er mitt helsta áhugamál sem kemur sér vel því ekki eru það launin sem trekkja,“ segir Össur. Hann hefur að sögn unun af því að fylgjast með börnunum ná tökum á hljóðfærum sínum. Um 170 börn eru í Skólahljóm- sveit Kópavogs sem er starfrækt sem tónlistarskóli. Þar starfa auk Össurar þrettán kennarar sem kenna nemend- unum á hljóðfæri í einkatímum. Nem- endurnir, sem eru á grunnskólaaldri eru 150 talsins en auk þess sækja 15 til 20 nemendur, sem stunda framhalds- skólanám eða nám í öðrum tónlistar- skólum, hljómsveitarstarfið til skóla- hljómsveitarinnar. Nemendur fá síðan tvær samæfingar á viku. Hljómsveitin heldur upp undir níu- tíu tónleika á ári en sérstakir vor- og hausttónleikar eru sérlega veglegir. Vortónleikarnir, sem jafnan eru haldn- ir í Háskóabíói, eru nýafstaðnir. Þá er reglulega farið í æfingabúðir auk þess sem hljómsveitin fer í tónleikaferð- ir jafnt innanlands sem utan. Vinna Össurar er því ekki hefðbundin níu til fimm vinna heldur þarf hann að inna af hendi bæði kvöld- og helgarvinnu. Þá er uppeldisstarfið ekki síður mikil- vægt en tónlistarkennslan. „Ég segi það hikstalaust að starfið hefur mikið forvarnagildi. Á ferða- lögum okkar þykir svo sjálfgefið að þetta sé vímulaus starfsemi að það þarf ekki einu sinni að nefna það. Þá leggjum við mikið upp úr samvinnu og tillitsemi og gera nemendur sér grein fyrir því að það sem einn gerir hefur áhrif á allan hópinn og þurfa þeir að hugsa um hvernig þeir koma fyrir á okkar vegum.“ Í rökstuðningi Rótarýklúbbs Kópa- vogs segir að Kópavogsbúar séu þeirr- ar gæfu aðnjótandi að hafa við stjórn- völinn á þessu sviði duglegan og áhugasaman mann sem leiðir ungvið- ið til árangurs við tómstundaiðju sína. „Alls staðar þar sem spurst er fyrir um starfsemi hljómsveitarinnar fær hún góða dóma og þykir Össur vinna frábært starf.“ vera@fettabladid.is ÖSSUR GEIRSSON: ÚTNEFNDUR FJÓRTÁNDI ELDHUGI KÓPAVOGS Leiðir ungviðið til árangurs HEFUR SÝNT SAMFÉLAGI SÍNU RÆKTARSEMI Össur byrjaði sjálfur í Skólahljómsveit Kópavogs tíu ára og hefur starfað nær óslitið með henni síðan, eða á fjórða áratug. MYND/GEIR A. GUÐSTEINSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.