Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG FIMMTUDAGUR 11. mars 2010 — 59. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég er mikið fyrir að vera í skyrt-um og þykir það þægilegt og töff,“ segir Ingibjörg Ragnheiður Egils-dóttir fegurðardrottning og bætir við að með þröngu belti sé hægtað búa til mjö k legum fylgihlutum. „Flottasti fylgi-hluturinn í dag er til dæmis nagla-lakk,“ segir hún og bætir við aðhún hafi góðan aðl svolítinn tíma reynt að fá hana til samstarfs við sig í þáttum íNýtt ú li Lakkið besta skrautiðIngibjörgu Ragnheiði Egilsdóttur þykir þægilegt að ganga í skyrtum. Þær henta vel í vinnunni en hún hefur tekið við sem aðstoðarkona Karls Berndsen við gerð sjónvarpsþáttarins Nýtt útlit á Skjá einum. Ingibjörg segir háa hæla vera „algjört möst,“ en hún heldur þessa dagana annars mikið upp á fallegar skyrtur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL, eða RFF, verður haldið í fyrsta skipti um næstu helgi, 18.-21. mars í tengslum við Hönnunarmars. Til þátttöku eru skráðir fremstu fatahönnuðir landsins, rúmlega tuttugu talsins, en sýnt verður í O.J. Kaaber húsinu, Sætúni 8. Miða er hægt að nálgast á midi.is. Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Betra loft betri líðan Airfree lofthreinsitækiðByggir á nýrri tækni sem eyðir• Frjókornum, ryki og myglusveppi• Vírusum og bakteríum• Gæludýra ösu og ólykt• Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt• Tilvalið á heimilið og á skrifstofuna Hæð aðeins 27 cm GólfefniSérblað • fimmtudagur 11. mars Spilar um milljónir Auðunn Blöndal er á leið á eitt stærsta pókermót heims. FÓLK 46 INGIBJÖRG EGILSDÓTTIR Kvenleg í köflóttri skyrtu og hælaskóm • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS Sjálfstætt líf fatlaðra Mannréttindi verða til umræðu á ráð- stefnu um fötlun- arrannsóknir. TÍMAMÓT 26 Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Bæklingur fylgir með inni í blaðinu í dag. Fermingar Opið til 21 Engar rafl ínu- framkvæmdir yfi r Heiðmörkina Borgarmálafélag F-lista SVEITARFÉLÖG 1.660 foreldrar grunnskólabarna í Reykjavík fengu bréf frá milliinnheimtu- fyrirtækjum vegna vangoldinna skólamáltíða á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá borginni voru skólamáltíðir seld- ar 11.074 greiðendum fyrir sam- tals 767 milljónir króna. 1.660 manns, eða um 15,5 prósent af hópnum, stóðu ekki í skilum á réttum tíma með um 4% af heildarupphæðinni, samtals 30 milljónir króna. Fyrir milligöngu innheimtu- fyrirtækis innheimtust tæplega 15 milljónir af vanskilunum en aðrar 15 milljónir voru enn úti- standandi um áramót hjá 916 for- eldrum. - pg / sjá síðu 6 Grunnskólar í Reykjavík: 1.660 foreldrar í vanskilum með skólamáltíðir GÓLFEFNI Máluð gólf, parket og persneskar mottur Sérblað um gólfefni FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FJÖLMIÐLAR Forseti Íslands afhendir í dag Samfélags- verðlaun Fréttablaðsins. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna. Flokkarnir eru: Hvunndagshetjan, Frá kynslóð til kynslóðar, Til atlögu gegn fordómum og Samfélags- verðlaunin en í þeim flokki verða veitt peningaverð- laun sem nema einni milljón króna. Grunnurinn að Samfélagsverðlaununum kemur frá lesendum blaðs- ins sem í janúarmánuði sendu inn fjölda tilnefninga. Þá tók við starf dómnefndar sem nú hefur útnefnt fimm í hverjum hinna fjögurra flokka og eru þessar tuttugu tilnefningar kynntar í blaðinu í dag. Þetta er í fimmta sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Tilgangur þeirra er að beina sjónum að fjölbreytilegum góðverkum og grasrótar- starfi sem unnið er víða í samfélaginu. -st / sjá síður 16 Forseti Íslands afhendir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í dag: Sjónum beint að góðverkum HEILBRIGÐISMÁL „Við erum komin í gjaldþrot hvað varðar tækja- kaup og erum nær algjörlega háð líknarfélögum hvað þetta varðar. Það er ekki eðlilegt og er óþekkt annars staðar,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. „Hafa verður hugfast að tækjabúnað- ur spítalans, sem er gríðarmikill, úreldist hratt og það verður að vera nokkuð hröð endurnýjun á honum meðal annars vegna tæknifram- fara“, segir Björn. Þörfin endurspeglast í þeirri staðreynd að líftími lækningatækja er almennt talinn um sex ár en hér eru tæki nýtt í áratug eða lengur. „Við þurfum að neita okkur um að fá hingað nýjustu tækni. Það er nýlunda því spítalinn var vel tækj- um búinn lengi vel,“ segir Björn Fé sem Landspítalinn hefur feng- ið úthlutað á fjárlögum til tækja- kaupa á undanförnum árum er þrisvar til fjórum sinnum minna sem hlutfall af veltu en hjá sam- bærilegum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum. Á fjárlögum ársins 2010 er 237 milljónum, auk framlaga til við- halds og nýframkvæmda, veitt til tækjakaupa en þyrfti að vera millj- arður á ári til eðlilegrar endur- nýjunar. Um sömu krónutölu er að ræða og undanfarin ár. Öll tæki eru keypt erlendis frá og því hefur gengisþróun séð til þess að upp- hæðin hrekkur varla til kaupa á bráðanauðsynjum. Ólafur Baldursson, fram- kvæmdastjóri lækninga, segir þörfina mikla en gæðaeftirlit spít- alans sé strangt. Því séu tæki tekin úr umferð þegar þau nýtast ekki lengur. „Þetta er mikið áhyggjumál. Það er orðin veruleg þörf á venju- legum lækningatækjum. Þar má nefna öndunarvélar, ómtæki og línuhraðal sem kostar til dæmis um 300 milljónir í stofnkostnað. Með hverju árinu sem líður verður þessi þörf sífellt meiri og þá erum við ekki að tala um neinar nýj- ungar.“ Ólafur segir að samfélag- ið verði að gera upp við sig hvort kaupa á nýjustu tækni til landsins eða hvort senda eigi einstaklinga til rannsókna til útlanda. „Fjár- þörfin er því aðkallandi í tvennum skilningi.“ Minningarsjóður Landspítalans færði LSH rúmlega áttatíu millj- óna króna gjöf í vikunni. Tíma- setning gjafarinnar er engin til- viljun segja stjórnendur á LSH. Hún var svar við brýnni þörf. Gjöfin verður nýtt til kaupa á allmörgum tækjum sem flest hafa verið á svokölluðum bráðakaupa- lista, að sögn Björns. svavar@frettabladid.is Landspítali treystir á gjafir líknarfélaga til tækjakaupa Forstjóri LSH segir tækjabúnað úreldast hratt vegna fjárskorts. Tæki notuð mun lengur en á sambærileg- um sjúkrahúsum. Fjárþörf til eðlilegrar endurnýjunar er milljarður á ári. Ríkisframlag er 237 milljónir. GÓÐVIÐRI Í dag verða víðast vestan 3-8 m/s. Yfirleitt þurrt en dálítil væta N- og NA-til. Léttskýjað SA-til. Hiti á bilinu 2-8 stig. VEÐUR 4 3 4 3 5 4 TVÆR BIRNUR Inga Birna Ísdal Gunnarsdóttir úr Foldaskóla tók í gær við verðlaunum úr hendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra fyrir tillögu sína að merki fyrir Barnamenningarhátíð. Inga Birna situr í fangi móður sinnar fyrir miðri mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rooney rústaði AC Milan Wayne Rooney var enn og aftur í aðalhlutverki í gær þegar Manchester United komst áfram í Meistaradeildinni. ÍÞRÓTTIR 42 Dýrkeyptur sveigjanleiki „Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vístölutengingu lána að við köstum krónunni,“ skrifar Jón Steinsson. UMRÆÐAN 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.