Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 2
2 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR Össur, ætlarðu að básúna þessa viðurkenningu um allt? „Ég verð allavega að reyna blása þetta eitthvað upp.“ Básúnuleikarinn Össur Geirsson, stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs, var útnefndur Eldhugi bæjarins 2010 af Rótarýklúbbi Kópavogs. STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson segir ótímabært að ræða um hvaða ráðuneyti hann tæki að sér, færi hann í ríkisstjórn. Hann hafi hins vegar verið bærilega sáttur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann segist óttast að stjórnar- andstaðan sé að rjúfa þá samstöðu sem hafi náðst í Icesave-málinu. Hann segist ekki munu taka þátt í því að misnota þá samstöðu í þröngum flokkspólitískum til- gangi, en hann vonist til þess að allir flokkar muni verða samferða í málinu til enda. - kóp / sjá síðu 12 Ögmundur Jónasson: Sáttur í heil- brigðismálum FJÖLMIÐLAR „Það eru forréttindi fyrir mann í mínu fagi að fá að teikna þessa miklu viðburði sem hafa dunið á okkur,“ segir Halldór Baldursson, mynd- listarmaður sem frá næstu mánaðamótum mun teikna skopmyndir í Fréttablaðið. Halldór hóf feril sinn sem blaðateiknari í Við- skiptablaðinu árið 1994. Þegar komið var fram á árið 2005 bætti hann við daglegum teikningum í Blaðið sem síðan varð að 24 Stundum. Frá haustinu 2008 hefur Halldór verið á Morgun- blaðinu. Og nú fær Fréttablaðið að njóta hæfileika hans. „Mér fannst ég þurfa þessa breytingu. Það hefur dálítið með það að gera hvert Morgunblaðið stefnir. Ég held að ég passi einfaldlega betur inn á Frétta- blaðið,“ segir Halldór sem telur komandi tíma verða ekki síður góða uppsprettu efnis fyrir skop- myndateiknara en verið hafi síðustu misseri. „Næstu ár verða líka mjög pólitísk og ótrúlega miklir atburðir sem munu gerast. Til dæmis er rannsóknarskýrslan að koma og debatt um Evrópu- sambandið er fram undan. Þetta verða spennandi tímar,“ segir Halldór Baldursson. - gar Halldór Baldursson skopmyndateiknari hefur verið ráðinn til Fréttablaðsins: Forréttindi að teikna mikla viðburði HALLDÓR BALDURSSON Skopmyndateiknarinn vinsæli segir marga stóratburði fram undan sem spennandi verði að fást við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL „Við erum ekki að reyna að hagnast á þessu,“ sagði Jann Kees de Jager, fjármálaráð- herra í bráðabirgðastjórn Hol- lands, um samningaviðræður við Íslendinga um Icesave-deiluna. „Við erum núna aðeins að skoða fjármögnunarkostnaðinn.“ Fjármálanefnd hollenska þings- ins yfirheyrði hann í tvo og hálfan tíma um málið í gær. Hann vildi ekki fara út í smá- atriði um fjármögnunarkostnað, en virtist greinilega orðinn pirr- aður á stöðu mála. „Það er ekki erfitt að reikna út fjármagnskostnaðinn, en þeir voru með miklu lægri tölu en við. Ég held að okkar fólk viti miklu meira um það en nokkrir amer- ískir bankamenn sem Íslending- ar hafa ráðið til sín,“ sagði hann, og á þar væntanlega við Banda- ríkjamanninn Lee Buchheit, formann nefnd- a r i n na r, og Kanadamann- inn Don John- ston sem hefur verið nefndinni til ráðgjafar. Hann sagð- ist þó hafa rætt við Steingrím J. Sigfússon fjár- málaráðherra í vikunni. „Enginn er að hnykla vöðvana eða sýna hörku. Við skilj- um afstöðu hvor annars. Þeir við- urkenna að peningana þurfi að endurgreiða.“ Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið að menn hafi notað tímann frá þjóðaratkvæðagreiðslu til að fara aftur yfir stöðuna. Fyrirfram hafi menn ekki talið raunhæft að funda í þessari viku, en vonast sé til að af fundum geti orðið eftir helgi. Í yfirheyrslunum kom fram að mikill ágreiningur er meðal hol- lenskra stjórnmálaflokka um það hvort beita eigi Íslendinga þrýst- ingi á vettvangi Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins eða Evrópusambands- ins. De Jager tók illa í kröfur frá Frelsisflokknum, hægri flokki hins umdeilda þingmanns Geerts Wilder, um slíkan þrýsting: „Það virðist ekki vera vænleg leið til að ná góðum samningi við Ísland.“ Reiknað er með hægrisveiflu í þingkosningunum í júní, en þá komast til valda flokkar sem vilja síður gefa eftir í samningum við Íslendinga. Fram kom í yfirheyrslum þing- nefndarinnar að samningatækni Íslendinga hefur harðnað með aðkomu bandarískra lögfræð- inga. „Íslendingar þurfa nú að koma aftur með tillögu,“ sagði de Jager um framhald viðræðnanna. „Ég get ekki séð hvernig við getum gert mikið betur en að minnka þetta niður í fjármagnskostnað- inn einan.“ gudsteinn@frettabladid.is Segir aukna hörku í íslensku nefndinni Fjármálaráðherra Hollands gerir lítið úr „amerískum bankamönnum“ sem ís- lenska Icesave-samninganefndin hefur fengið sér til liðsinnis. Hann segist ekki sjá hvernig hann geti komið með betra boð en fjármagnskostnaðinn einan. FRÁ HOLLENSKA ÞINGINU Jan Peter Balkanende í ræðustól. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Guðbjarna Traustasyni strokufanga leiddi til þess að hún fann á annað kíló af fíkniefnum, sumum mjög sterkum, hundruð þúsunda króna og vopn. Lögreglan leitaði Guðbjarna á tæplega þrjátíu stöðum. Á marga þeirra var farið tvisvar og á suma ítrekað, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Fíkniefnadeild og lög- reglumenn frá öllum hverfastöðv- um sáu um leitina. Flestir þessir staðir voru afgreiddir á þann máta að leyfi húsráðanda fékkst til að leita eftir Guðbjarna. Lögregla afl- aði tveggja dómsúrskurða til hús- leita. Fíkniefnaleit var gerð þar sem grunur var um vörslu efna eða ummerki um efni á staðnum. Fyrsta leitin, þar sem fíkniefni fundust, var í fjölbýli í Hafnarfirði hjá þekktum brotamanni. Þar var lagt hald á kókaín og nokkuð magn stera. Þá var lagt hald á skamm- byssu á staðnum og fjármuni. Hús- leit í fjölbýli í Kópavogi hjá öðrum þekktum brotamanni skilaði mari- júana og kókaíni. Í þriðju leitinni, í fjölbýli í Holta- hverfinu í Reykjavík, fannst kanna- bisræktun, mjög sterkt amfetamín og lítilræði af hassolíu. Málin eru öll í rannsókn. - jss Leit lögreglu að Guðbjarna Traustasyni leiddi til þriggja fíkniefnamála : Fundu seðlabúnt og skotvopn FÍKNIEFNI OG VOPN - sem lögregla fann við fangaleit 1 kannabisræktun,(40 plöntur) 30 grömm af kókaíni 800 grömm af marijúana 300 grömm af amfetamíni 200 millilítrar sterar 500 töflur, sterar Hassolía 250.000 krónur Skammbyssa Stunguhnífur DÓMSMÁL Krafa SP Fjármögn- unar á hendur manni sem leigt hafði bíl með samnningi við fyrirtækið var svo illa reifuð og ruglingsleg að sögn Héraðs- dóms Reykjavíkur að ekki var um annað að ræða en vísa henni frá. Maðurinn tók á leigu þriggja ára gamlan Porche-jeppa á árinu 2007. Hann greiddi þá 2,4 millj- ónir og gerði leigusamning við SP um afganginn sem var 8,7 milljónir króna. Vanskil urðu á greiðslum og stefndi SP mann- inum til að greiða 6,3 milljónir. Dómarinn sagðist fallast á það með manninum að sundurliðun kröfu væri svo ruglingsleg og óljós að með engu móti væri unnt að reikna út hvernig fjárhæðir í henni væru fundnar út. - gar Ruglingsleg stefna frá SP: Bílalánskröfu vísað frá dómi PORCHE CAYENNE Vanskil vegna lúxus- jeppa enduðu fyrir dómi. DÓMSMÁL Karlmaður var í gær sakfelldur í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir húsbrot og kynferðis- brot. Maðurinn ruddist í heimildar- leysi inn í íbúðarhús, fór þar inn í svefnherbergi þar sem stúlka svaf og káfaði á henni innanklæða. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur. - jss Dæmdur fyrir kynferðisbrot: Káfaði á sof- andi stúlku UMFERÐ Vegfarendur í miðborg- inni ráku upp stór augu um tvö- leytið í gær þegar bíl var ekið frá Laugavegi upp Skólavörðustíg gegn einstefnuumferð sem þar er. Ungur ökumaður bílsins þurfti öðru hvoru að víkja fyrir þeim sem komu akandi niður götuna. Hann lét það ekki slá sig út af laginu heldur hélt ótrauður áfram veginn, meðborgurum sínum til nokkurrar furðu. Ekkert óhapp varð við þetta háttalag mannsins sem slapp fyrir horn ofar á Skólavörðustíg. - gar Áttavilltur í umferðinni: Ók í öfuga átt á Skólavörðustíg HÉR KEM ÉG Ökumaður þessa bíls lét ekki einstefnumerki hindra för sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JAN KEES DE JAGER Fjármálaráðherra í bráðabirgðastjórn Hollands. Ofurpotturinn óhreyfður Ríflega 205 milljóna króna fyrsti vinn- ingur í Víkingalottóinu í gær kom á miða sem seldur var í Noregi. Enginn náði í ofurpottinn svokallaða sem flyst því yfir í næstu viku. Potturinn stóð í gær í 1.750 milljónum króna. VÍKINGALOTTÓ SPURNING DAGSINS ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / leikhusid.is „Besta leiksýning ársins 2009“ Mbl., IÞ BRENNU VARGARNIR Síðasta sýning 16. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.