Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 4
4 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða föður og tveimur börn- um samtals þrjár milljónir króna í miskabætur vegna læknamistaka á Landspítala sem leiddu til dauða eiginkonu mannsins og móður barnanna. Áður höfðu faðirinn og börnin fengið 3,6 milljónir í miska- bætur vegna málsins, en þau kröfð- ust frekari bóta. Málsatvik voru þau að hjónin leituðu til tæknifrjóvgunardeild- ar Landspítala þar sem fóstur- vísir var settur upp hjá konunni. Hún var þá 47 ára. Hjónin fengu ekki upplýsingar um áhættu sem væri samhliða aðgerðinni, þar sem konan var komin á þennan aldur. Þegar konan var gengin rúm- lega 26 vikur með var hún flutt veik á spítalann. Hún var greind með meltingaróþægindi, og með- höndluð við þeim, en var með með- göngueitrun. Barnið var tekið með keisaraskurði en konan lést sama dag af miklum heilablæðingum. Barnið, sem nú er átta ára, býr við mikla fötlun í dag, meðal ann- ars af völdum heilablæðingar sem það varð fyrir í fæðingunni. Það hefur verið greint með heilalöm- un og flogaveiki. Eldra barnið, sem greint hefur verið með einhverfu var mjög háð móður sinni, að því er fram kemur í gögnum dómsins. Eftir að hún dó lokaði það sig inni, hætti að borða með öðrum fjöl- skyldumeðlimum og fékk reiðiköst. Dómurinn féllst á kröfu fjöl- skyldunnar um frekari bætur, en íslenska ríkið hafði viðurkennt bótaskyldu á grundvelli stórfellds gáleysis. - jss Rangt var farið með stærð línubátsins Lukku ÍS-357 frá Suðureyri sem fékk hákarl á línuna á mánudag, í frétt blaðsins á síðu 2 í gær. Báturinn er 14 brúttótonn samkvæmt skráningu Fiskistofu og 11 metrar að lengd. LEIÐRÉTTING Ól fjölfatlað barn og lést eftir ítrekuð læknamistök Læknamistök árið 2001 leiddu til þess að kona lést í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Barninu var bjargað með keisaraskurði en er mikið fatlað. Eiginmanni konunnar og börnum hafa verið dæmdar bætur. „Viðbrögð spítalans gagnvart aðstandendum í tilvikum sem þessu eru í höndum yfirmanna. Ég veit að þessu máli var vel sinnt gagnvart eiginmanni konunnar.“ Þetta segir Hildur Harðardóttir yfirlæknir á með- göngu,- fæðingar,- og fósturgreiningardeild Landspít- alans. Sérstakar verklagsreglur gilda á Landspítala um meðferð sjúklinga með of háan blóðþrýsting sem eru endurskoðaðar milli ára og eru nú nýyfirfarnar, að sögn Hildar. Tæknifrjóvgun er hins vegar ekki framkvæmd á spítalanum lengur heldur hjá einkastofu, Art Medica. „Í þessu tilviki er um að ræða einstakan atburð,“ segir Hildur. „Hér dó kona í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Það gerist á tíu til fimmtán ára fresti á landinu. Ég veit að þeir sem önnuðust konuna á umræddum tíma töldu sig vera að vinna vinnuna sína á réttan hátt. En hlutirnir geta gerst mjög hratt eins og í þessu tilviki.“ Hildur segir að í þeim tilvikum sem sjúkingar séu hætt komnir kalli yfirmenn fyrir þá starfsmenn sem komið hafi að málinu og farið sé yfir það eins oft og þurfa þyki. Einstaka starfsmenn geti þurft meiri stuðning sem aðrir, sem þeir fá þá á einstaklings- grundvelli. VIÐBRÖGÐ GAGNVART AÐSTANDENDUM KVENNADEILD Konan var meðhöndluð á með- göngudeild kvennadeildar Landspítalans. Apríl 2001 ■ Fósturvísir settur upp hjá konunni. Október 2001 ■ Konan gengin 26 vikur og 5 daga með. Greindist með meðgöngueitrun og var flutt á kvennadeild LSH Aðfaranótt 20 október ■ Konan kvartaði undan óþægindum frá magaopi. Blóð- þrýstingur snarhækkaði. ■ Konan greind með meltingaróþægindi og henni ítrekað gefin meltingar- og verkjalyf. Að morgni 20. október ■ Konunni fyrst þá gefin lyf við lækkunar blóðþrýstings. ■ Konan komin með heilablæðingar og missti fljótlega alla meðvitund. ■ Bráðakeisaraskurður gerður og barninu bjargað. ■ Skurðlæknir mat að ekki væri unnt að gera skurðaðgerð á konunni vegna þess hversu alvarleg heilablæðingin væri. ■ Konan lést samdægurs. ATBURÐARÁS LÆKNAMISTAKA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° 3° 7° 4° 7° -2° 3° 3° 21° 9° 15° 13° 26° 2° 8° 15° 1°Á MORGUN 3-8 m/s, væta N- og V-til um kvöldið. LAUGARDAGUR Hægviðri, víða úrkoma og kólnandi veður. 5 6 7 4 4 4 4 2 3 3 1 6 5 4 6 4 4 2 2 4 4 6 6 6 5 5 4 22 0 6 6 RÓLEGT VEÐUR Það verður úr- komulítið á landinu fram á annað kvöld en þá fer að rigna um norðan- og vestanvert landið. Um helgina verð- ur víða einhver úrkoma en vindur verður í lágmarki og því víða ágætis veður. Á sunnudag fer heldur kólnandi norðantil. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Þingfest verður í dag ákæra á hendur níu einstakling- um sem ruddust inn í Alþingis- húsið 8. desember 2008. Fólkið er ákært fyrir brot gegn valdstjórn- inni, almannafriði og allsherjar- reglu, auk húsbrots. Þetta er önnur ákæran sem gefin er út í þessu máli. Í desember á síðasta ári gaf embætti Ríkis- saksóknara út ákæru. Í ljós kom að Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn- ari var vanhæfur í málinu vegna fjölskyldutengsla við þingvörð sem sækir bætur vegna meiðsla eftir atburðinn. Ragna Árnadótt- ir dómsmálaráðherra setti þá Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttar- lögmann saksóknara í málinu og er það hún sem gefur út ákæruna að þessu sinni. Ákæran er sam- hljóða hinni fyrri að öðru leyti en því að umræddur þingvörður hefur hækkað bótakröfuna. Í fyrri ákærunni gerði viðkomandi kröfu um rúmlega 577 þúsund krónur í skaðabætur. Í síðari ákærunni er bótakrafan komin upp í rúm 877 þúsund. Þá krefst þingvörðurinn í fyrri ákæru bóta úr hendi þeirra sem ákærðir eru en einstaklings í hópnum í síðari ákæru. Þeim manni er meðal annars gefið að sök að hafa veist að þingverðinum aftan frá, ýtt honum út úr húsinu og haldið föstum með aðstoð ann- ars manns. - jss ALÞINGISHÚSIÐ Fólkið er ákært fyrir að ryðjast inn í bygginguna í heimildarleysi. Níu einstaklingar ákærðir aftur fyrir að ryðjast inn í Alþingishúsið: Þingvörður hækkar bótakröfu VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi jókst um 2,2 prósent milli mán- aða og var 9,3 prósent í febrúar. Það þýðir að 15.026 voru að jafn- aði án vinnu. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysi 8,2 prósent. Mest atvinnuleysi er á Suður- nesjum, 15 prósent, en minnst á Vestfjörðum, 3,6 prósent. Meira atvinnuleysi er á höfuðborgar- svæðinu en á landsbyggðinni, 9,9 prósent á móti 8,2 prósentum. Þá eru fleiri karlar atvinnulausir en konur, 10,2 prósent á móti 8,1 prósenti. - kóp Atvinnuleysi eykst: Um 15 þúsund eru atvinnulaus Miliband vill ljúka stríði David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, hvetur nú afgönsk stjórn- völd til þess að semja sem fyrst við talibana og aðra uppreisnarhópa svo ljúka megi stríðinu í Afganistan. Hann telur skilyrði til þess hagstæð nú. BRETLAND STJÓRNMÁL Fulltrúaráð Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík samþykkti í gær framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningar í maí. Efsta sæti skipar Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Síðan koma borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjart- an Magnússon, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson, Í sjötta sæti er Geir Sveinsson framkvæmdastjóri. Áslaug Friðriksdóttir fram- kvæmdastjóri er í sjöunda og Jór- unn Fríannsdóttir borgarfulltrúi í áttunda sæti. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, forseti borgarstjórnar, skipar heiðurssæti listans. Steingrímur Sigurgeirsson var kjörinn formaður fulltrúaráðsins. - gar Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Framboðslisti samþykktur Berlusconi kaupir sér frest Ítalska þingið samþykkti endanlega í gær umdeild lög sem heimila ráðherrum að fresta um hálft ár dómsmálum sem þeir sjálfir tengjast. Silvio Berlusconi á í tveimur slíkum vegna spillingarásakana. ÍTALÍA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 10.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 229,1865 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,77 128,37 190,24 191,16 173,43 174,41 23,305 23,441 21,592 21,720 17,840 17,944 1,4117 1,4199 194,94 196,10 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR af rúðuþurrkum og rúðuvökva í dag! Við höldum með þér! 25% AFSLÁTTUR Og að sjálfsögðu færðu aðstoð hjá starfsmönnum á plani. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 00 60 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.