Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 18
18 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS 2010 ADRENALÍN GEGN RASISMA Í Adrenalíni gegn rasisma koma saman unglingar úr 9. og 10. bekk Laugalækjar- skóla og frá nýbúadeild Austurbæjarskóla. Ungl- ingarnir efla vináttu sína og draga um leið úr fordómum milli ólíkra menningarheima. Adrenal- ínið fagnar tíu ára afmæli á þessu ári og hafa hundruð unglinga tekið þátt í starfinu um árin. TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM ANDRÉ BACHMANN Gleðigjafinn og tónlistar- maðurinn André Bachmann er einn þeirra sem vinnur ötullega að því að láta gott af sér leiða. Til dæmis hefur hann gengist fyrir jóla- skemmtunum fyrir fatlaða í hátt á þriðja áratug, auk þess sem hann hefur gefið út geisladiska til styrktar góðum málefnum sem oftast tengjast þeim sem minna mega sín í samfé- laginu. Að auki er André gleðigjafi hvar sem hægt hefur verið að hitta hann fyrir gegnum árin, svo sem undir stýri strætisvagns. HVUNNDAGSHETJA Framhald af síðu 16 HUGARAFL Í Hugarafli starfa saman not- endur geðheilbrigðisþjón- ustunnar sem eru í bata og fagfólk. Öll vinna í Hugarafli fer fram á jafningjagrundvelli og leitast hópurinn við að hafa áhrif á þá þjónustu sem stendur til boða. Eitt af verkefnum Hugarafls er fræðsluverkefnið Geðfræðsl- an en helsta markmið henn- ar er að draga úr fordómum gagnvart geðröskunum og notendum geðheilbrigðis- þjónustunnar. Geðfræðslan er miðuð við nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR/ BORGARBÓKASAFN Á Borgarbókasafni er lagður metnaður í að þjóna innflytjendum sem best. Fyrir tveimur árum var Kristín Vilhjálmsdóttir ráðin til starfa sem verkefnastjóri fjölmenningarlegra verkefna safnsins. Markmið starfsins er meðal annars að stuðla að félagslegri aðlög- un og skilningi og virðingu sem er nauð- synleg í fjölmenningarlegu samfélagi, rjúfa einangrun og auka færni í íslensku. Kristín hefur unnið frumkvöðlastarf í safninu af smitandi elju og meðal annars efnt til sam- vinnu við ýmis félagasamtök og stofnanir. PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Páll Óskar Hjálmtýsson var afar hugrakkur þegar hann kom út úr skápnum strax á unglingsaldri og ruddi með því brautina fyrir fjölda samkynhneigðra unglinga. Hann hefur með hispursleysi sínu og sterkri útgeislun án efa átt veru- legan þátt í því að hér á landi er líkast til minna lagt upp úr kynhneigð fólks en víðast hvar. ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR Þórdís Elva Þorvaldsdóttir ákvað sumarið 2008 að skrifa blaðagrein vegna þess að henni misbauð sýknudómur sem féll í nauðg- unarmáli. Greinin breyttist í bók sem hún vann að sleitulaust í eitt ár. Í bókinni Á mannamáli eru dregnar saman miklar upplýsingar um kynbundið ofbeldi á Íslandi. Þessar upplýsingar eru settar í margvíslegt og á stundum óvænt samhengi. Bókinni hefur Þórdís fylgt úr hlaði með fyrirlestrahaldi og fræðslu margs konar. Á bónda- daginn síðasta ýtti hún úr vör Öðlingnum sem er samstöðuátak gegn kynbundnu ofbeldi. EMBLA ÁGÚSTSDÓTTIR Embla Ágústsdóttir er tæplega tvítug bar- áttukona. Hún hefur áhuga á jafnréttis- málum og ber hagsmuni hreyfihamlaðra barna sérstaklega fyrir brjósti. Embla er hreyfihömluð en lætur það ekki hindra sig í að lifa lífinu og ná metnaðarfullum markmiðum í námi og starfi. Hún leggur mikið upp úr því að miðla reynslu sinni og lífssýn og hefur í því skyni gengist fyrir námskeiðum og haldið fjölda fyrirlestra í skólum og víðar. JAKOB EINAR JAKOBSSON Jakob Einar Jakobsson lagði baráttunni gegn einelti lið með því að hjóla hringinn í kringum landið á einni viku síðastliðið haust. Jakobi tókst hvort tveggja, að vekja athygli á málefninu og vekja upp umræðu um það og hitt að safna áheitum fyrir Liðsmenn Jerico sem eru samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda. JÓNA BERTA JÓNSDÓTTIR Jóna Berta Jónsdóttir hefur í meira en 20 ár helgað líf sitt því verkefni að hjálpa öðrum. Hún er formaður Mæðrastyrks- nefndar Akureyrar og er ævinlega boðin og búin að veita liðsinni þegar hjálparbeiðni berst. Mæðrastyrksnefnd Akur- eyrar aðstoðar fólk um Eyjafjörð allan, frá Siglu- firði í vestri að Grenivík í austri. Starfsemin fer fram allan ársins hring. LOVÍSA CHRISTIANSEN Lovísa Christiansen hefur helgað sig starfi í þágu Krýsuvíkursamtakanna á annan áratug. Hún er ósérhlífin baráttukona sem er til þjónustu reiðubúin fyrir unga fíkla og fjölskyldur þeirra hvenær sem er. Hún ber hag skjólstæðinga Krýsuvíkurheimilisins fyrir brjósti, einnig eftir að meðferð þeirra lýkur. Á Krýsuvíkurheimilinu er rekin langtímameðferð fyrir unga fíkla og hefur árangur meðferðar verið afar góður. FJÖRUFERÐ Útivist og hreyfing skipar verðugan sess í öllu starfi Adrenalínsins. Á FUNDI HUGARAFLS Fræðsla skipar ríkan sess í starfi Hugarafls. TÖLUM SAMAN Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti, afhjúpaði tölulistaverkið Tölum saman á ársafmæli Söguhrings kvenna sem er liður í fjölmenningarstarfi Borgarbókasafns. PÁLL ÓSKAR Páll Óskar hefur sem vinsæll tónlistarmaður í tvo áratugi verið mikilvæg fyrirmynd. ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR Þórdís Elva hefur helgað líf sitt baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi frá miðju sumri 2008. ANDRÉ BACHMANN André er bæði gleðigjafi og dugnaðarforkur. Hann hefur meðal annars haft veg og vanda af jólaskemmtun fyrir fatlaða í nærri 30 ár. EMBLA ÁGÚSTSDÓTTIR Embla lætur hreyfi- hömlun ekki hindra sig við að uppfylla metnaðarfull markmið. JAKOB EINAR JAKOBSSON Hjólaði hringinn í kringum landið í fyrrahaust til að safna fé og vekja athygli á baráttunni gegn einelti. JÓNA BERTA JÓNSDÓTTIR Jóna Berta hefur starfað í meira en 20 ár fyrir Mæðrastyrksnefnd á Akureyri. LOVÍSA CHRISTIANSEN Lovísa starfar fyrir Krýsuvíkursamtökin sem reka meðferðar- heimilið í Krýsuvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.