Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 20
20 11. mars 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Tveir stjórnmálamenn áttu mestan þátt í að ryðja Íslandi braut inn í nútímann, og fór þó hvorugur þeirra með fram- kvæmdarvald. Báðir sátu þeir lengi á Alþingi, en þingið var samt ekki helzti vettvangur þeirra, heldur tímaritin, sem þeir rit- stýrðu, enda bjuggu þeir báðir í Kaupmannahöfn. Annar brýndi Íslendinga til dáða í Nýjum félags- ritum, það var Jón Sigurðsson. Hinn beitti fyrir sig Eimreiðinni í sama skyni og fjallaði þar einn- ig um bókmenntir, listir, tækni og vísindi. Það var dr. Valtýr Guð- mundsson, sem fæddist á þessum degi fyrir 150 árum og andaðist 1928. Segja má, að Valtý hafi að ýmsu leyti orðið betur ágengt en Jóni forseta, en Jón hafði undirbúið jarðveginn. Jóni tókst að leggja grunninn að frjálsum viðskipt- um við útlönd 1855 með því að sannfæra hikandi fylgismenn sína um kosti frjálsra viðskipta, en hann gat þó ekki hróflað við þrúgandi viðskiptahömlum innan lands og vistarbandinu. Árangur- inn af þrotlausu starfi Jóns birtist smám saman í upplýstara viðhorfi lesenda hans og fylgismanna til ýmissa framfaramála, sem kom- ust í höfn eftir daga Jóns. Fram- lag hans fólst í að stappa stálinu í landsmenn og plægja og sá í jarð- veginn fyrir framtíðina. Þetta hlutverk rækti Jón forseti með glæstum brag. Upphafsmaður heimastjórnarinnar Valtýr tók við kyndlinum af Jóni og náði skjótum árangri. Þegar Valtýr tók sæti á Alþingi 1894 og hóf síðan útgáfu Eimreiðarinnar, hafði sjálfstæðisbaráttan hjakkað árum saman í hjólförum ófrjós og innantóms þrefs um stjórnskipu- leg formsatriði. Valtýr einsetti sér að finna nýjan flöt á sjálfstæðis- málinu með því að móta raun- hæfar kröfur á hendur dönsku stjórninni í stað þeirra einstreng- ingslegu ályktana og frumvarpa, sem Alþingi hafði sent frá sér árin á undan og danska stjórnin hafði jafnharðan hafnað. Málamiðlun Valtýs fólst í að slá af ströngustu kröfum um stjórnskipuleg forms- atriði til að rjúfa kyrrstöðuna í efnahagslífi landsins. Þetta var kjarni Valtýskunnar, sem meiri hluti Alþingis gerði að sinni stefnu 1901 eftir sex ára þóf. Eimreiðin seldist í 1500 eintök- um á móti 400 eintökum Nýrra félagsrita á tímum Jóns forseta. Valtýr fylkti um sig frjálslyndum menntamönnum innan þings og utan. Barátta hans hratt af stað þeirri atburðarás, sem endaði með heimastjórn 1904. Hannes Haf- stein átti lítinn hlut að því máli, þótt hann veldist til ráðherra- dóms, þegar til átti að taka. Valtý grunaði, að Magnús Stephensen landshöfðingi og menn hans hefðu tekið Hannes fram yfir sig meðal annars vegna þess, að þeir töldu Hannes mundu verða þeim auð- sveipan á ráðherrastóli. Hannes Hafstein rækti ráð- herradóminn vel. Þó var það Val- týr, sem lagði grunninn að báðum höfuðmálum Hannesar í fyrri stjórnartíð hans 1904-1909, síma- málinu og bankamálinu. Síma- málið snerist um að leggja síma til landsins frekar en að taka upp loftskeytasamband við útlönd og láta símann nema land á Aust- fjörðum og teygja sig þaðan til Reykjavíkur frekar en að taka símann á land í Reykjavík og láta þá landsbyggðina ef til vill þurfa að bíða. Valtýr lagði samn- ingana um símann upp í hendur Hannesar og einnig bankamálið, sem snerist um að laða hingað heim erlent starfsfé til að stofna Íslandsbanka til að keppa við Landsbankann, en honum stýrði Tryggvi Gunnarsson, móðurbróð- ur Hannesar og náinn samherji landshöfðingja, og þótti íhalds- samur og hlutdrægur í lánveiting- um. Tryggvi, Magnús og Hannes voru ,,afturhaldslið” í augum Valtýinga. Hannes skipaði sér í sveit með andstæðingum Valtýs á Alþingi, þar á meðal voru kon- ungkjörnir þingmenn, sem drógu taum dönsku stjórnarinnar í sjálf- stæðisdeilunni. Íhaldið, sem Val- týr barðist gegn, minnir um sumt á þá, sem mestum skaða hafa valdið að undanförnu með því að hjakka í sömu hjólförum eftir hrun í von um eigin ábata. Sundrung og siðferði Valtýr var sískrifandi líkt og Jón forseti. Hann skrifaði móður sinni 1896: „Þeir sem nú um undanfarin ár (síðan Jón Sigurðsson dó) hafa verið foringjar í íslenzkri pólitík hafa anað áfram í blindni, jafnt út í fen og foræði sem annað, og þá er ekki von að vel fari.“ Hann skrifaði stjúpa sínum 1910 og 1911: „Sundrungin og eigingirni einstaklinganna er svo mikil, að þjóðinni er stórhætta af búin. … Hið andlega siðferði þjóðarinn- ar er spillt og lamað, þjóðarsálin sjúk. … Og einmitt þess vegna blöskrar mér svo barnaskapurinn í pólitíkinni heima, auk allrar spillingarinnar, varmennskunnar og fjárgræðginnar.“ Ævisaga Valtýs eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing er nú aftur komin út, í kilju, fín bók, mæli með henni. Í minningu Valtýs Í DAG | Valtýr Guðmundsson ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Jens Fjalar Skaptason skrifar um málefni stúdenta Á undanförnum misserum hefur atvinnuleysi á Íslandi aukist hröðum skrefum. Alþýðu- samband Íslands spáir 10,7% atvinnuleysi á landsvísu. Í árferði sem þessu hvílir sú skylda á herðum stjórnvalda að huga að aðgerðum sem tryggja öryggi þeirra sem enga vinnu fá. Á síðasta ári öxluðu stjórnvöld þessa ábyrgð gagnvart námsmönnum m.a. með því að koma á fót sumarönn við Háskóla Íslands. Mik- illar ánægju gætti meðal nemenda með þetta og leiddi það til þess að fjöldi nemenda gat lagt stund á lánshæft nám hjá LÍN síðastliðið sumar. Ýmsir vankantar voru þó á þessari frumraun, til dæmis var námsframboð af skornum skammti og sá fjöldi nemenda sér því ekki fært að nýta sér sumarönn. Þrátt fyrir ítrekaðan þrýsting hefur Stúdenta- ráði hvorki borist afdráttarlaust svar frá háskóla- yfirvöldum né menntamálaráðuneyti hvort til standi að halda sumarönn í ár. Sú staðreynd að það skuli vera vafamál þykir Stúdentaráði undar- legt. Ekki aðeins hefur atvinnuleysi aukist frá því í fyrra heldur hafa atvinnuleysisbætur til atvinnu- lausra námsmanna verið afnumdar með öllu. Í þessari stöðu verður að gera þá kröfu til stjórn- valda að sýna a.m.k. viðleitni til þess að bæta úr vanköntum sumarannar síðasta árs. Ef stjórnvöld hafna sumarönn við HÍ er ljóst að álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna mun aukast til muna, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og tryggingamálaráðherra, eiga stúdentar rétt á félagslegum bótum í sumar ef þeir eru stunda ekki nám. Að mati Stúdentaráðs getur það vart talist þjóðhagslega hagkvæmt að velta kostnaðinum með slíkum hætti frá ríki til sveitarfélaga. Þegar valið stendur á milli óafturkræfra félagslegra bóta eða námslána sem verða að fullu endurgreidd, með vöxtum, telur Stúdentaráð svarið augljóst. Á erfiðum tímum og í harðnandi samkeppnis- umhverfi íslenskra háskóla telur Stúdentaráð það óskoraða skyldu ríkisins gagnvart nemendum hins ríkisrekna Háskóla Íslands að svara neyðarkalli þeirra, koma til móts við þá á tímum atvinnuleysis og veita þeim kost á sumarönn í ár. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Stúdentar í óvissu JENS FJALAR SKAPTASON Á tök verða styrkist krónan ekki um fjórðung til fimmt- ung. Þetta voru skilaboð Alþýðusambandsins þegar nýverið var kynnt fremur dökk hagspá. Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, sagði að stjórnvöld og Seðlabanki þyrftu að skilja að án slíkrar styrkingar yrðu horfur á atvinnumarkaði ekki bjartar. Seðlabankinn hefur spáð veikri krónu í höftum um næstu fram- tíð og því virðist fremur stefna í átök. Meðan óvissa er enn um afdrif Icesave-samninga stjórnvalda við Breta og Hollendinga stendur efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS í stað og gjaldeyris- höftum verður viðhaldið. Kostnaðinn bera almenningur og fyrir- tæki landsins. Og þótt menn kunni að fagna veikri stöðu krónunnar í sjávarútvegi og öðrum útflutningsiðnaði þá bera aðrir skarðan hlut frá borði. Samdóma álit flestra virðist þó að krónan sé of veik og langt frá jafnvægisgildi. Skiptar skoðanir um kjörstöðu krónunnar sýna hins vegar í hnotskurn mikilvægi þess að vita hvert er stefnt, en áköll um endurskoðun peningastefnunnar hafa enn sem komið er lítinn ávöxt borið. Vert er að rifja upp að margir hafa orðið til þess að benda á krónuna sem orsakavald efnahagssveiflna í hagkerfinu fremur en tæki til að bregðast við þeim. Má þar nefna rannsókn Þórarins G. Péturssonar, nú aðalhagfræðings Seðlabankans, og breska hagfræðingsins Francis Breedon í árslok 2004. Á þessu var einnig haft orð í niðurstöðum nefndar forsætisráð- herra um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi í október 2006. Þar var „efnahagslegur óstöðugleiki vegna sveiflna í gengi íslensku krónunnar“ nefndur sem ein þeirra ógna sem grófu undan mögu- leikum þess að koma hér upp alþjóðlegri fjármálamiðstöð. Kannski er skýrslan um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð samt ekki gott dæmi, svona í ljósi þess hvernig fyrir íslenskum fjármálafyrirtækjum er komið. Hefðu þau átt að eiga von um að halda lífi í lausafjárkreppunni sem lagðist á alþjóðlega fjármála- markaði þá hefði sú leiðarlýsing líkast til þurft að hafa verið komin fram fyrir löngu og búið að fara eftir þeim tilmælum sem í henni voru. Og er þá ekki litið til þess vanda sem í því var falinn að hverfa frá faglegu einkavæðingarferli og handvelja eigendur að Búnaðarbankanum og Landsbankanum. Hafi reynslan eitthvað kennt okkur ætti það að vera að það borg- ar sig að vanda til áætlanagerðar og reyna svo að halda kúrsinum. Núna virðist sem velkst sé um í stormi án þess að stefnan sé skýr. Framtíðarskipan peningamála er þó lykilatriði í endurreisn efna- hagslífsins. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra hafði á nýafstöðnu Iðn- þingi orð á mikilvægi góðra áætlana. Hún benti með réttu á að í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands væri að finna ábendingar um úrbætur sem vinna ætti að, hvort sem til aðildar kæmi eður ei. „Skortur á heildarstefnu hefur oft komið okkur í koll og er vafalítið helsti Akkilesarhæll okkar þjóðfélags. Hugsanlega hefði okkur gengið betur að hemja útrás íslenskra fjármálafyrirtækja, sem endaði með ósköpum, ef við hefðum fylgt skýrari stefnu með geirnegldum heildarmarkmiðum,“ sagði hún. Hvers virði eru góðar áætlanir? Óvissuferð ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands verður haldinn laugardaginn 20. mars næstkomandi, að Hátúni 10, jarðhæð og hefst kl. 14. Að loknum aðalfundarstörfum skv. lögum félagsins mun Páll Ma híasson, geðlæknir, fl ytja erindið „Stefnumótun í geðheilbrigðisþjónustu“ . Kaffi vei ngar. Félagar eru hva r l að mæta. Stjórn Geðverndarfélags Íslands Samræði við safneign Á dögunum barst tilkynning frá Nýlistasafninu um nýja sýningu á verkum úr eign safnsins, sem valin hafa verið af stjórnarmönnum þess. Sýningin ber hið eðla heiti: Samræði við sameign. Í fyrstu var talið að um bagalega misritun væri að ræða, en engin leiðrétting hefur borist og verður því að gera ráð fyrir að titillinn sé réttur. Ekki fylgdi sögunni hvaða verk fá atlotanna notið, en hitt er ljóst að hér er á ferð sköruleg atrenna gegn bábiljunni um að myndlist sé tómt rúnk. Á einn inni Athygli hefur verið vakin á því að Steingrímur Sævarr Ólafsson, fréttastjóri á Pressunni, talar inn á myndband sem Samtök iðnaðarins létu gera fyrir Iðnþing á dögun- um. Í samtali við vef DV í gær kvaðst Steingrímur ekki líta á þetta sem hagsmunaárekstur, hann hafi bara verið að gera Samtökum iðnaðarins greiða. Eins og fréttamenn gera. Bara sýnt á Netinu Steingrímur segist enn fremur hafa fengið samþykki yfirmanna sinna á Pressunni. Sá vefur myndi því væntanlega ekki telja það til tíðinda ef Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, læsi inn á áróðursmyndbönd frá LÍÚ eða Náttúruverndarsamtökum Íslands? Þá bætir Steingrímur við að myndbandið hafi ekki verið ætlað til sýninga og flutnings í sjónvarpi og útvarpi. Það er rétt. Myndbandið var sýnt á Netinu – því þrönga og afmarkaða skoti upplýsinga- miðlunar. Sem vill svo til að er starfsvettvangur Steingríms Sævars. bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.