Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 32
 11. MARS 2010 FIMMTUDAGUR Plankaparket Verð frá 8.790,- pr m2 Eik Sauvage plankar, lakkað, smellt, burstað og micro fasað, Framleiðsluland: Þýskaland Viðarparket Verð frá 4.990.- pr m2 Eik Naturmatt 3-stafa, lakkað og smellt, Framleiðsluland: Þýskaland Harðparket verð frá 3.990.- pr m2 Dökk Eik, smellt, fasað, Framleiðsluland: Belgía Plastparket Verð frá 1.690,- pr m2 Hlynur Classic, smellt, Framleiðsluland: Þýskaland Í verslun Harðviðarvals að Krókhálsi 4 fást vönduð gólf- efni í miklu úrvali. Harðviðarval hefur frá stofnun lagt áherslu á að bjóða upp á allt það nýjasta og besta í gólfefnum. Að sögn Björns Matthíassonar, sölu- og markaðsstjóra verslunar- innar, er harðparket meðal eftir- sóttustu gólfefna um þessar mund- ir. „Fólk er að sækjast eftir slit- sterku og nútímalegu gólfefni, sem er praktískt og á viðráðanlegu verði. Harðparket stenst allar þær kröfur,“ segir Björn, en í verslun Harðviðarvals að Krókhálsi 4 fást ýmis afbrigði af þessu plastpark- eti frá evrópskum framleiðendum á borð við Quick Step í Belgíu og Haro í Þýskalandi, og er það selt frá 3.990 krónum á fermetrann. Björn segir þetta plastpark- et mjög sterkt. Til marks um það sé parketið eyrnamerkt hótel- um, veitingastöðum og verslunar- húsnæði þar sem mikil örtröð er. Sökum styrkleika og eins vegna þess hversu flott og eðlilegt gólf- efnið er sé það líka vinsælt á heim- ili. „Það þolir alveg að vera inni á öllum svæðum heimilisins, hvort sem það er forstofan eða stofan. Fólk er þó yfirleitt vanafast þegar kemur að baðherbergjum og velur þá frekar flísar. Þar er enn vinsælt að fá sér svart, hvítt eða grátt og jafnvel kaffibrúnt á gólfið,“ segir hann en í versluninni fást flís- ar frá Edil Chogi, sem er ítalskur framleiðandi, þekktur fyrir vönd- uð gólfefni. Að sögn Björns aðstoðar starfs- fólk Harðviðarvals viðskiptavini við val á gólfefnum, auk þess sem tilboð eru í gangi þar sem öll þjón- usta er innifalin. „Við getum til dæmis mælt fyrir gólfefninu, af- hent það, lagt á gólf og þrifið að lagningu lokinni. Við tökum meira að segja alla afganga til baka og endurgreiðum ósagað efni,“ út- skýrir hann. Þess má geta að harðparket og flísar eru aðeins hluti þess sem er á boðstólum í Harðviðarvali. Þar fást líka í góðu úrvali vínylgólf- dúkar, viðarparket, línóleumdúk- ar, sem eru mikið notaðir í iðnað- arhúsnæði og hurðir. „Verðbilið er breitt og þannig reynum við að koma til móts við þær ólíku kröf- ur og þarfir sem viðskiptavinirn- ir gera. Allir ættu því að finna eitt- hvað við sitt hæfi,“ segir Björn. Harðviðarval er opið virka daga frá klukkan 9 til 18 og á laugardög- um frá klukkan 10 til 14. Gólfefni við allra hæfi Vel er tekið á móti viðskiptavinum Harðviðarvals að sögn Björns. Hægt er að sjá sýnishorn af öllum gólfefnum sem eru í boði þar sem verslunin státar meðal annars af stærsta parketsýningarsal landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● GÓÐ RÁÐ UM VIÐARGÓLF Forðist að nota gólfsápur sem ekki eru ætlaðar á viðargólf þar sem þær gætu innihaldið fægilög eða sýrur sem skemma yfirborð gólfsins. Notið eingöngu hreinsiefni sem fram- leidd eru sérstaklega til hreinsunar gólfefna úr náttúrulegum viði. Notið hlífðarmottur á svæði þar sem mikið er gengið um svo forðast megi að grófur sandsteinn rífi upp slétta áferð gólfsins. Bleytið gólfið sem minnst þegar skúrað er því vatn gerir viðargólf mött og þenur út viðinn þar sem vatn smýgur í samskeyti. Þerrið strax upp sull og bleytu sem lendir á gólfinu og setjið strax hlífðarpúða undir stól- og borðfætur svo gólfið rispist ekki. ● DYRAMOTTAN DÝRMÆT Um gildi góðrar úti- dyramottu þarf ekki að fara mörgum orðum. Hún forðar því að salt, tjara, slabb og bleyta berist inn á gólfin með skótauinu. Hún þarf að vera stöðug á sínum stað en ekki einhver bleðill sem vöðlast upp og er kominn út í horn þegar á reynir. Auk þess að sinna því hlutverki vel sem henni er ætlað er dyramottan það fyrsta sem mætir augum bæði heimafólks og gesta þegar stigið er inn fyrir þröskuldinn. Því er gaman að hafa hana þokkalega útlits, þannig að hún veki góð og glaðleg hughrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.