Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 11. mars 2010 39 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 11. mars 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Karlakórinn Stefnir í Mosfells- bæ heldur tónleika í tilefni af 70 ára starfsafmæli sínu. Tónleikarnir fara fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti og sér- stakir gestir verða Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Þórunn Lárusdóttir. 20.00 Á Fimmtudagsforleik Hins Húss- ins koma fram Jóhannes Trúbador og hljómsveitin Narfur. Allir allsgáðir 16 ára og eldri velkomnir. Ath. gengið inn í kjallarann Austurstrætismegin. 20.30 DJ Shorty George spilar Rock og Swing musik á Gallery - Bar 46 við Hverfisgötu 46. 21.00 Hljómsveitin Línuveiðimennirn- ir kemur fram á tónleikum í jazzkjallara Café Cultura við Hverfisgötu 18. Á efn- isskránni verða bop-lög frá 6. áratugn- um eftir m.a. Tadd Dameron og George Shearing. 21.00 Fjölþjóða heimstónlistarsveitin Narodna Muzika flytur fjörug þjóðlög frá Búlgaríu, Grikklandi o.fl. á tónleik- um í Deiglunni við Kaupvangsstræti á Akureyri. 21.00 Endless Dark, Nögl og Reason To Believe koma fram á tónleikum á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Heimildarmyndir 20.00 Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir sýningu á tveimur heimildarmynd- um. Sýningin fer fram í húsakynnum samtakanna að Þingholtsstræti 27 (3. hæð). Allir vel- komnir og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.amnesty.is. ➜ Bókmenntir 17.15 Ásdís Egilsdóttir dósent flyt- ur erindi um orðaskipti Steinunnar Refsdóttur og Þangbrands biskups í Kristniþætti bókmenntaverksins Njálu. Erindið verður flutt hjá Bókasafni Kópavogs við Hamraborg 6. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir og enginn aðgangseyrir. ➜ Pub Quiz 20.00 Fótbolta Pub Quiz fer fram á Enska barnum við Austurstræti. Þema kvöldsins er Fótbolti og poppmenn- ing. Vegleg verðlaun í boði og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar á www.sammarinn.com. ➜ Leikrit 20.00 Verðandi, leikfélag Fjölbrauta- skólans í Garðabæ sýnir verkið Déjà Vu eftir Bjarna Snæbjörnsson. Sýningar fara fram í Urðabrunni, hátíðarsal FG við Skólabraut í Garðabæ. ➜ Ráðstefna 16.30 Lionshreyfingin á Íslandi stend- ur fyrir opinni ráðstefnu þar sem fjallað verður um áhrif kreppunnar á börn og ungmenni. Ráðstefnan fer fram í Nor- ræna húsinu við Sturlugötu. ➜ Sýningar Í sal Íslenskrar Grafíkur við Tryggvagötu 17 (hafnarmegin), hefur verið opnuð sýning á verkum Andrew Burgess. Opið fim.-sun. kl. 14-18. María Kristín Steinsson hefur opnað ljós- myndasýningu á Thorvaldsen við Austurstræti 8. Opið alla daga kl. 11-23. Í Gallerý nútímalist við Skóla- vörðustíg 3a stendur yfir sýn- ing á nýjum og eldri verk- um eftir Hugleik Dagsson. Opið mán.-fös. kl. 11-18 og lau. kl. 12-16. Upplýsingar um við- burði sendist á hvar@ frettabladid.is. Skagahljómsveitin Cosmic Call, sem gaf út sína fyrstu EP-plötu í fyrra, semur stóran hluta tónlist- arinnar í leikverkinu Karíókí sem var frumsýnt í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á dögun- um. Allir meðlimir hljómsveitar- innar eru eða hafa verið nemend- ur í skólanum og fannst leikstjór- um verksins, þeim Gunnari Sturlu Hervarssyni og Einari Viðarssyni, tilvalið að fá þau til liðs við leik- hópinn. „Okkur fannst það mjög skemmtilegt og krefjandi verk- efni,“ segir söngvarinn Sigurmon Sigurðsson. „Við vorum ekki alveg viss í byrjun hvernig þetta gengi fyrir sig þar sem við höfðum aldrei gert neitt þessu líkt áður. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli. Það er alltaf gott fyrir hljóm- sveitir og bara alla tónlistarmenn að takast á við fjölbreytileg verk- efni,“ segir hann. - fb Sömdu fyrir leikrit COSMIC CALL Reynir fyrir sér í leikhúsi. „Þetta verður vonandi besta og flottasta gigg sem við höfum spil- að, ef allt gengur eftir,“ segir Addi, gítarleikari Sign. Hljómsveitin spilar á Íslandi í fyrsta sinn í langan tíma á tónleik- um á Nasa 9. apríl. Þar koma einn- ig fram Cliff Clavin, For a Minor Reflection, Noise, Ten Steps Away og Nevolution og er miðasala hafin á Midi.is. Allar sveitirnar eiga það sameiginlegt að vera að undirbúa nýja plötu. Plata Sign verður öll sungin á Íslandi og er væntanleg fyrir jól. Nýr trommari, hinn sænski Jon Skäre, er genginn til liðs við Sign í staðinn fyrir Egil Rafnsson og verða þetta fyrstu tónleikar hans með sveitinni. Hann hefur þó enn sem komið er aðeins æft með söngvaranum Ragnari Sólberg, sem er búsettur í Svíþjóð. „Hann er ruddalegur,“ segir Addi um nýja trommarann. „Þeir æfa bara tveir úti í Svíþjóð. Ég og restin af bandinu æfum hérna heima. Við fáum einn dag saman áður en tónleikarnir eru,“ segir hann pollrólegur. Að minnsta kosti tvö ný lög á íslensku verða frumflutt á tónleikunum og eitt á ensku. „Ég og Ragnar erum búnir að vera að semja á Skype, helvíti flottir. Það gengur bara mjög vel.“ Sign ætlar að spila í Víðistaða- skóla í heimabæ sínum Hafnar- firði 12. apríl fyrir þá sem kom- ast ekki inn á tónleikana á Nasa. -fb Semja tónlist í gegnum Skype SIGN Hljómsveitin Sign spilar á sínum fyrstu tónleikum á Íslandi í langan tíma 9. apríl. Útsölulok Menn + Konur, Laugavegi 7 P.S...ef þú ert forvitin þá geturðu séð vor 2010 á www.andersenlauth.com... 60% Afsláttur af öllum vörum S í ð a s t a h e l g i n . . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.