Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 8
8 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Mexíkóski fjarskiptajöfurinn Carlos Slim Helo er ríkasti maður heims, samkvæmt nýjum lista tímaritsins Forbes, sem birtur var á miðvikudags- kvöld. Næstir á eftir honum koma Bandaríkjamennirnir Bill Gates og Warren Buffet. Viðbrögð í Mexíkó við þessum tíðindum voru tví- skipt. Sumir fylltust stolti fyrir hönd landsins en aðrir reiddust, enda líta margir Mexíkóar svo á að gífurleg auðæfi þessa manns meðan gríðarleg fátækt hrjáir stóran hluta landsmanna sé ein- mitt skýrt dæmi um þær meinsemdir sem helst hrjá samfélagið þar í landi. Ástæðan fyrir því að hann er kominn upp fyrir Bandaríkjamenn og Evrópumenn, sem undanfarin ár hafa raðað sér í mörg efstu sætin, er þó ekki síst sú að kreppan hefur bitnað á auðæfum Vesturlandabúa. Tíðindi þykja einnig að næst Banda- ríkjamönnum, sem eru 403 á listanum, eru nú flestir á listanum Kínverjar, eða alls 46 manns. 1 Hvað heitir skopmynda- teiknarinn sem tekur til starfa á Fréttablaðinu um næstu mánaðamót? 2 Hvað heitir barnastjarnan fyrrverandi sem lést á miðviku- dag? 3 Hvaða lið varð Íslandsmeist- ari í íshokkí? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 sumarferdir.is SUMARLEIKUR SUMARFERÐA Í KRINGLUNNI Á MORGUN! MÆTTU Á SVÆÐIÐ OG TAKTU ÞÁTT! GLÆSILEGIR VINNINGAR! ...eru betri en aðrar Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi, Holtum, föstudaginn 26. mars 2010 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 9. mars 2010. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að heimildarmaður fréttastofu Stöðvar 2 fái ekki að gefa skýrslu einslega fyrir dóm- ara í meiðyrðamáli nokkurra útrásarvíkinga gegn þeim. Í dómi Hæstaréttar segir að þótt lög geri ráð fyrir því að vitni geti í undantekningartilvikum notið nafnleyndar sé sú heim- ild háð því að lífi, heilbrigði eða frelsi þess yrði ella stefnt í voða. Því hafi ekki verið borið við í þessu máli. Þá myndi fyrirkomu- lagið leiða til þess að lögmönnum sækjenda væri ekki gert kleift að bera fram þær spurningar sem þeir vilja og þannig væru mann- réttindi brotin. - sh Heimildarmaður Stöðvar 2: Fær ekki að vitna einslega EVRÓPUSAMBANDIÐ „Að okkar mati verður ákvörðun um upphaf aðildarviðræðna við Ísland ekki tekin formlega á fundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á fundi þeirra 25. og 26. mars, heldur á fundi ráðherraráðsins, líklega undir lok aprílmánaðar,“ segir Michael Stübgen, talsmaður Evrópumálanefndar þýska þingsins, en hún er stödd hér á landi. Nefndina skipa fulltrúar allra flokka á þýska þinginu. Þeir voru einróma um að engrar andstöðu væri að vænta frá þýska sambandsþinginu við að aðildarviðræður ESB við Ísland hefjist hið fyrsta. Samkvæmt nýjum lögum í Þýskalandi hefur þingið hins vegar rétt til að taka afstöðu til ákvarðana sem ráðherrar í ríkisstjórn Þýskalands taka á vettvangi Evrópusambandsins. Þingmenn þýsku sendinefnd- arinnar eiga allir sæti í Evrópunefnd þýska þingsins, sem þessa dagana vinnur að því að undirbúa málið fyrir þingið. Stübgen segir að vinnu nefndar- innar gæti lokið fyrir 25. mars en málið gæti einnig dregist nokkrar vikur, eða fram í apríl. „Sem stendur lítur út fyrir að formleg ákvörðun verði síðan tekin á fundi utanríkisráðs eða almenna ráðs Evrópusambandsins í lok apríl eða í byrjun maí,“ segir Stübgen. Bæði þessi ráð eru skipuð utanríkisráðherrum ESB- ríkja en ekki leiðtogum ríkjanna. Leiðtogaráðið gæti þó sent frá sér yfirlýsingu, þar sem stuðn- ingi er lýst við viðræður. Sú yfir- lýsing hefði vissulega mikið vægi, en væri þó ekki formleg ákvörðun Evrópusambandsins. Hann tekur fram að margt sé óljóst, bæði um ákvarðanatöku á vettvangi þýska þingsins vegna þessara nýju laga sem nú reyn- ir á í fyrsta sinn, og á vettvangi Evrópusambandsins þar sem svo stutt er síðan Lissabon-sáttmálinn tók gildi. Stübgen segir að aðild Íslands að Evrópusambandinu verði sam- bandinu kærkomin af ýmsum ástæðum. „Ísland hefur í mörg ár verið áreiðanlegur samstarfsaðili ES,“ segir hann, og nefnir meðal annars Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samninginn. „Á hinn bóginn höfum við tekið inn mörg ný aðildarríki á síðustu árum, sem hafa verið tiltölulega fátæk. Evrópusambandið er þannig upp- byggt að það hefur hjálpað þess- um löndum að þróast, en satt að segja gleðjumst við sérstaklega þegar land fær aðild sem greiðir meira til sambandsins en það fær úr sjóðum þess, eins og tilfellið verður með Ísland.“ gudsteinn@frettabladid.is Engin ákvörðun tek- in fyrr en í lok apríl Sendinefnd frá þýska þinginu segir alla flokka þar fylgjandi því að aðildarvið- ræður ESB við Ísland hefjist. Þýska þingið lofar þó ekki niðurstöðu fyrir næsta leiðtogafund ESB, enda verður formleg ákvörðun ekki tekin á þeim vettvangi. ÞÝSKA SENDINEFNDIN Fjórir af sex nefndarmönnum á blaðamannafundi í þýska sendiráðinu við Laufásveg í gær, frá vinstri: Michael Stübgen frá CDU/CSU, Andrej Hunko frá Vinstriflokknum, Werner Schieder frá SPD og Stefan Ruppert frá FDP. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rúmlega þúsund manns eiga nú milljarð dala eða meira samkvæmt Forbes: Mexíkóskur auðjöfur ríkastur Eignir taldar í milljörðum bandarískra dala 1. Carlos Slim Helu og fjölskylda, Mexíkó 53,5 ma 2. Bill Gates, Bandaríkjunum 53,0 ma 3. Warren Buffett, Bandaríkjunum 47,0 ma 4. Mukesh Ambani, Indlandi 29,0 ma 5. Lakshmi Mittal, Indlandi 28,7 ma 6. Lawrence Ellison, Bandaríkjunum 28,0 ma 7. Bernard Arnault, Frakklandi 27,5 ma 8. Eike Batista, Brasilíu 27,0 ma 9. Amancio Ortega, Spáni 25,0 ma 10. Karl Albrecht, Þýskalandi 23,5 ma TÍU RÍKUSTU MENN VERALDAR Alls eru 1.011 manns sem komast á listann þetta árið. Þeir eiga allir einn eða fleiri milljarða Bandaríkjadala, samkvæmt útreikningum tímaritsins. Björgólfur Thor Björgólfsson er hins vegar dottinn út af listanum. Hann komst fyrst inn á listann árið 2005, var kominn upp í 247. sæti árið 2007 en hafði hrapað niður í 701. sæti á síðasta ári. -gb BJÖRGÓLFUR THOR Björgólfur Thor Björgólfsson er ekki lengur á lista tímaritsins Forbes yfir eitt þúsund ríkustu menn í heimi . RÁÐSTEFNA Ein stærsta frumkvöðla- ráðstefna heims verður haldin í Reykjavík dagana 24. til 26. mars. Hún er haldin í samstarfi MIT- háskólans í Boston, Háskólans í Reykjavík og Innovit. MIT hefur haldið slíka ráðstefnu árlega undanfarin tólf ár, síðast í Suður-Afríku. Búist er við að hátt í þrjú hundruð frumkvöðlar, fjár- festar, stjórnmálamenn, háskóla- kennarar og nemendur víða að úr heiminum mæti á ráðstefnuna. Í þeim hópi eru Robin Chase, stofn- andi og fyrrverandi forstjóri Zip- car og GoLogo, en hún var í fyrra valin ein af 100 áhrifamestu ein- staklingum heims af Time. Kostn- aði við ráðstefnuna er haldið í lág- marki; erlendir fyrirlesarar fá til dæmis ekki greitt fyrir vinnu sína. Þá hafa MBA-nemar í HR haldið utan um verkefnið í samstarfi við MIT-háskólann í Boston. Meginþema ráðstefnunnar er hvernig yfirvinna megi efnahags- kreppu með nýsköpun, frumkvöðla- starfi og endurnýtanlegri orku. Talsmenn Háskólans segjast vona að ráðstefnan beini kastljósinu að mikilvægi frumkvöðlastarfs og nýsköpunar. - bs Háskólinn í Reykjavík og MIT leiða saman hesta sína á frumkvöðlaráðstefnu: Frumkvöðlar gegn kreppu VERSLUN Vekja á athygli á mikil- vægi verslunar og þjónustu með viku verslunarinnar sem hófst í gær. Samtök verslunar og þjónustu og VR standa að átakinu. Ætlunin er að hvetja Íslendinga til að örva atvinnulífið með því að eiga viðskipti. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka versl- unar og þjónustu, segir að fjöldi fólks eigi fé í bönkum. Það sé hins vegar eins og það skammist sín fyrir að eyða því. Þeim hugsana- gangi verði að breyta, ef koma eigi hagkerfinu í gang. - kóp Vika verslunarinnar: Ýta við hjólum atvinnulífsins HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK heldur ráð- stefnu um frumkvöðlastarf ásamt MIT. SJÁVARÚTVEGUR Hlutfall sjávar- afurða í vöruútflutningi lands- manna nam 42,42 prósentum á síðasta ári. Þetta hlutfall er 5,7 prósentustigum hærra en árið 2008 þegar það var 36,75 prósent og ívið hærra en árið 2007 þegar það var 41,82 prósent. Hlutfall sjávarútvegs af vergri lands- framleiðslu var 13,76 prósent og hefur ekki verið hærra frá árinu 2002. Þótt hlutfall sjávarafurða í vöruútflutningi sé enn verulegt hefur það lækkað umtalsvert undanfarin hálfan annan áratug. Þannig var það hátt í áttatíu pró- sent árið 1994 en var komið niður í um sextíu prósent tíu árum síðar. - shá Vöruútflutningur landsmanna: Sjávarafurðir hátt í helmingur Auglýsingasími Allt sem þú þarft… VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.