Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 12
12 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR Aðalfundur 2010 Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn föstudaginn 19. mars 2010 kl. 9.00 árdegis í húsakynnum félagsins, Síðumúla 24, Reykjavík. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins eða hvernig mæta skuli halla. 4. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 5. Tillaga um breytingu á 19. gr. samþykkta félagsins um skipan varastjórnar. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 7. Kosning stjórnar félagsins, þ. á m. að teknu tilliti til fyrirhugaðra breytinga á samþykktum um skipan varastjórnar. 8. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags). 9. Önnur mál löglega fram borin. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar, Síðumúla 24, Reykjavík, skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Reikninga félagsins og tillögur má nálgast á vef TM, www.tm.is, eða á aðalskrifstofu félagsins viku fyrir fundinn. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. TM Síðumúla 24 // Sími 515 2000 // tm@tm.is // www.tm.is Allir velkomnir! Á staðnum verða bílar til sýnis sem aðlagaðir hafa verið að þörfum fatlaðra ásamt fjórhjólum og Polaris Ranger. Einnig verður til sýnis umhverfisstjórnunarbúnaður fyrir fatlaða. www.oryggi.is Opið hús, laugardaginn 13. mars kl. 12–15 að Askalind 1, Kópavogi. OPIÐ HÚ S! Komdu, skoðað u – og pró faðu. Farartæki fyrir fatlaða PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 0 0 6 9 6 MENNING Tæp 43 prósent sækjast mun eða heldur meira eftir inn- lendu efni en erlendu í sjónvarpi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Íslands um menningarneyslu á Íslandi. Um 40 prósent þátttakenda sækj- ast jafn mikið eftir innlendu og erlendu efni og rúm sautján pró- sent sækjast frekar eftir erlendu efni en innlendu. Athygli vekur að lægst er hlut- fall þeirra sem kjósa fremur inn- lent efni en erlent í hópi háskóla- menntaðra, eða 35 prósent. Í öðrum innlendum menningar- viðburðum er hlutfallsleg aðsókn einna mest í hópi þeirra sem lokið hafa háskólaprófi. Í sömu könnun kemur fram að um 76 prósent svarenda fóru í bíó einhvern tímann á tólf mánaða tímabili frá og með haustinu 2008. Tæplega helmingur þeirra, um 46 prósent, sá íslenska mynd. Hlutfallslega fleiri konur en karlar sáu íslenska mynd á þessu tímabili, 51 prósent á móti 40. Þá má sjá að aðsókn á íslenskar mynd- ir er meiri í eldri aldurshópum; mest var hún í hópi bíógesta á sex- tugsaldri, 58 prósent, en minnst hjá aldurshópnum 30 til 39 ára, 35 prósent. - bs Viðhorf til innlendrar kvikmynda- og dagskrárgerðar: Flestir vilja frekar inn- lent efni í sjónvarpi VIÐ UPPTÖKUR Á HAMRINUM Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vilja 43 prósent meira af innlendu efni en erlendu í sjónvarpi. FERÐAÞJÓNUSTA Hópur níutíu Færeyinga flaug í gær í beinu flugi frá heimalandinu til Akureyrar þar sem dvelja á fram á sunnudag við skíðaiðkun og aðra skemmtan. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðu- manns Hlíðarfjalls, valdi fólkið Akureyri að þessu sinni fremur en aðra skíðastaði í Evrópu. Segir hann Færeyinga almennt áhugasama um skíðaíþróttina og stunda hana víða. Guðmundur segir skíðafólk vilja vera snöggt á stað- inn og snöggt í burtu. Akureyri uppfylli það skilyrði þar sem aðeins taki sjö mínútur að ferðast frá flug- velli og í brekkurnar. Sambærilegt ferðalag getur tekið margar klukkustundir víða í álfunni. Auk þægilegra samgangna njóta erlendir ferða- menn þess nú um stundir að gengi íslensku krónunn- ar er lágt. Leggst því allt á eitt við að gera Akureyri ákjósanlegan áfangastað erlendra skíðaunnenda. - bþs Hópur Færeyinga flaug til Akureyrar og ver fjórum dögum á skíðum í Hlíðarfjalli: Brekkur og gengi heilla skíðamenn KALT Í FENEYJUM Dúnmjúk snjóþekja lá yfir Feneyjum í gærmorgun og óhreyfðir gondólarnir ekki líklegir til afreka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ, AP Tólf gömul skipsflök hafa fundist í Eystrasalti, það elsta hugsanlega 800 ára gamalt en hin líklega frá sautjándu, átj- ándu og nítjándu öld. Sum þeirra eru óvenju vel varðveitt. Flökin fundust þegar starfs- menn gasfyrirtækisins Nord Stream unnu að því að leggja gasleiðslu milli Rússlands og Þýskalands. Ekki er víst hvort reynt verð- ur að ná einhverjum skipanna á land, en kafarar verða sendir til að rannsaka þau á hafsbotni. Þúsundir misgamalla skips- flaka hafa fundist í Eystrasalti, en þar eru ekki trjámaðkar sem eyða skipsflökum í saltari sjávar- vötnum. - gb Merkur fundur í Eystrasalti: Fundu æva gömul skipsflök NÝFUNDIÐ FLAK Elsta flakið er allt að 800 ára gamalt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Kaþólska kirkjan í Þýskalandi ætlar á næstu vikum að gera tvær viðamiklar rann- sóknir á misnotkun barna innan vébanda kirkjunnar. Annars vegar verður rannsak- að hvað gerðist í barnakór í Reg- ensburg fyrir um fimmtíu árum, en Georg Ratzinger, bróðir Bene- dikts páfa, stjórnaði þeim kór á árunum 1964-94. Hins vegar fer fram almenn rannsókn á því hvað yfirmenn kirkjunnar, allt upp í páfa sjálfan, vissu um það hvaða meðferð börn máttu þola. - gb Kaþólska kirkjan í Þýskalandi: Tvær rannsókn- ir á barnaníðiFR ÉTTA B LA Ð IÐ /H EIÐ A .IS SPENNANDI DAGAR FRAMUNDAN Hópurinn stillti sér upp til mynda- töku á flugvellinum, rétt áður en brunað var upp í fjall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.