Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 24
2 föstudagur 12. mars helgin MÍN „Ég gerði þetta líka í fyrra og þá seldi ég nánast öll fötin mín. Það var áður en ég flutti út til Atlanta. Núna er ég aftur komin með slatta af dóti svo það er kominn tími á að endurtaka leikinn,“ segir Harpa Einarsdóttir fatahönnuður sem ásamt leikkonunni Brynhildi Guð- jónsdóttur ætlar að selja föt beint úr fataskápnum sínum á laugar- daginn. Brynhildur verður meðal ann- ars með flíkur frá Munda og Aftur, auk ýmissa annarra fal- legra flíka. Mest af því sem Harpa verður með til sölu keypti hún í Goodwill-búðum úti í Atlanta, sem hún segir gullnámu. „Þarna úti hafa þeir ekki mikinn sans fyrir því hvað þeir liggja á miklu gulli í þessum búðum. Ég fyllti heilu ferðatöskurnar áður en ég fór aftur heim, af 90‘s fötum sem ungu stelpurnar hér heima vilja ganga í, en þykja ógeðs- lega hallæris- leg þarna úti.“ Markaðurinn v e r ð u r o p n a ð u r klukkan tólf á laugar- daginn í Barber Theater á Hverfisgötu 37. - hhs Brynhildur og Harpa Selja úr fataskáp- unum. Harpa Einars og Brynhildur Guðjóns selja utan af sér: Tæma fataskápana núna ✽ helgin framundan þetta HELST Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnars dóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörns dóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Ritstjórn Anna M. Björnsson Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 É g er góður vinur Jóns Pálm-ars Sigurðssonar sem rekur Bakkus og málaði stóra mynd sem hangir þar fyrir aftan barinn. Það má segja að þetta hafi verið sjálf- sagt framhald,“ útskýrir Davíð Örn Halldórsson sem frumsýnir sjö lit- rík borð á barnum Bakkusi í kvöld. Það má ætla að sérhvert borð sé nokkurs virði en Davíð Örn er einn frambærilegasti listmálari ungu kynslóðarinnar um þessar mundir og sýnir verk á samsýn- ingu í Listasafni Reykjavíkur sem nefnist Ljóslitlífun. „Borðin eru sjö talsins og voru nokkuð fljót- gerð. Ég nota sprey og málningu og nota heklaða dúka og skapalón til að ná fram mynstrum. Okkur langaði aðallega til þess að fá glaðlega liti inn á barinn.“ Davíð Örn segir þetta ekki í fyrsta sinn sem hann hefur hannað slík verk þar sem hann hafi málað og skreytt hús- gögn á meðan hann var í Lista- háskólanum. „Ég hef gert verk- efni fyrir vinafólk en þó aldrei gert svipað verk og hér á Bakkusi,“ út- skýrir hann. Viðtökur á borðunum, sem hefur verið komið fyrir undanfarnar vikur á Bakkusi, hafa verið afar góðar. En hvernig finnst honum að það hellist bjór og annað sull yfir listaverkin? „Það er nú bara skemmtilegur fórnarkostnaður,“ segir hann og hlær. „Við höfum auðvitað reynt að hafa borðin þannig að það sé auðvelt að þurrka af þeim.“ Spurður um hvað sé framundan í listinni segist Davíð Örn vera á skemmtilegum stað. „Síðasta ár var mjög hektískt hjá mér og nú hef ég meiri tíma til að mála á vinnustofunni minni og er að taka að mér lítil og snið- ug verkefni. Til dæmis var ég að kenna námskeið í Kvennaskól- anum í Reykjavík og málaði eina stóra mynd með fimmtán krökk- um. Það var virkilega gaman og afraksturinn er núna að þorna í Hafnarhúsinu“ - amb Listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson: Málar borð á Bakkusi JÓN ATLI HELGASON Ég fer ég í afmæli á föstudagskvöldið hjá Silfurrefnum. Þar ætla ég að spila og tralla eitt lauflétt lag. Nýtt myndband með GusGus var líka að koma út, sem ég og Heimir Sverrisson leikstýrðum, þannig að maður verður að pósta því út um allar netgrundir. Annars ætla ég bara að vera léttur í lund og njóta þess að vorið sé að koma. Komin er á markað ný förðunarlína frá Estée Lauder sem nefnist Very Hollywood og er unnin í samstarfi við bandaríska tískuhönnuðinn Mi- chael Kors. Vörurnar minna á gullaldarár Holly- wood og eru í fallegum umbúðum sem minna á fyrri tíma. Michael Kors er þekktur fyrir nú- tímalega og kynþokkafulla hönnun og ein- kenni línunnar eru svört skyggð augu og fölbleikar varir og neglur. Einstaklega flott og fullkomið á árshátíðina. - amb Hollywood-útlitið í veskið Það má sulla á listaverkin Davíð Örn Halldórsson ásamt Jóni Pálmari Sigurðssyni á Bakkusi sem eitt sinn var hluti af Gauknum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Peaches langar í sund Undirbúningur fyrir Reykjavík Fash- ion Festival er á síðasta leggnum og ljóst að hátíðin verður hin glæsi- legasta bæði hvað varðar tísku og tónlist. Söngkonan Peaches sem kemur til landsins í næstu viku hefur samkvæmt heimildum Föstu- dags beðið sérstaklega um að fá að synda í Bláa lóninu og fara upp í sveit að sjá íslenska náttúru. Einnig vill hún fá mjög öflug- ar viftur á sviðið á Nasa. Aug- ljóst er að hún býst við mikl- um hita og svita á tónleikun- um en enn eru til nokkrir miðar á þennan ómissandi viðburð. Tímaritið Clash Magazine hefur staðfest komu sína en þeir munu dekka tónleikaumfjöllun á hátíðinni. Þeir sem þekkja til í tískuheiminum muna eflaust eftir WGSN sem er fyrirtæki sem spáir fyrir um kom- andi tískustrauma og er notað af flestöllum þeim sem vinna í brans- anum. Að lokum má geta þess að Yvan Rodic, betur þekktur sem Facehunter, hyggst mæta til lands- ins í fjórða sinn til að mynda tísku- snótir og tappa á hátíðinni. - amb STUTTKLIPPT LÍSA Leikkonan Mia Wasikowska, sem leikur aðalhlut- verkið í Lísu í Undralandi var glæsileg á frumsýningunni í London. augnablikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.