Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 40
20 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Ja, þetta leggst nú betur í mig en þegar ég varð þrítug,“ segir Marta Nordal leikkona hlæjandi þegar hún er spurð hvernig tímamótin leggist í hana en Marta á fertugsafmæli í dag. „Ég hélt stóra veislu á þrítugsafmæl- inu og fannst ég orðin agaleg gömul. Fertugsaldrinum fylgir hins vegar ákveðinn þroski, ró og sjálfstraust. Við vorum einmitt að ræða þetta vin- konurnar um daginn og vorum sam- mála um að við værum miklu sáttari við hvar við erum staddar nú en þegar við vorum yngri. Við vildum bara óska að við hefðum uppgötvað þetta miklu fyrr.“ Marta er fædd í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfinu þar sem hún gekk í barnaskóla. Þaðan lá leið- in í Menntaskólann í Reykjavík og svo til Bretlands í leiklistarnám. „Það var mjög skemmtilegt að alast upp í Laugarneshverfinu í nálægð við sundlaugarnar og íþróttamenninguna í Laugardalnum. Dalurinn var líka villtari þá og ósnortið leiksvæði fyrir okkur krakkana með holtum og túnum. Þegar ég kom svo heim úr leiklistar- náminu fór ég að leika með Leikfélagi Akureyrar og kom svo hingað suður og lék bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóð- leikhúsinu.“ Árið 2006 hlaut Marta fyrstu verð- laun í Dansleikhúskeppni Leikfélags Reykjavíkur og Íslenska dansflokks- ins og samdi í framhaldinu dansverk- ið Þvílík gleði sem sýnt var 2007. Hún leikstýrði síðan verkinu Fýsn eftir Þór- dísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann í Borgarleikhúsinu árið 2008. Þessa dagana er Marta í fæðingar- orlofi heima við en hún eignaðist dreng í desember. Fyrir á hún dóttur sem orðin er tveggja og hálfs árs. „Núna er ég heima með börn og buru og íhuga næstu skref á framabraut- inni en ég er alltaf með nóg af hug- myndum. Það var rosalega skemmti- legt að leikstýra og ég vil gera meira af því. Ég er ekkert hætt að leika og það er gott að víkka sjóndeildarhring- inn en hlutirnir malla bara í rólegheit- um meðan ég er heima. Ég fór reynd- ar á prjónanámskeið en ég hafði ekki prjónað síðan ég var krakki svo nú sit ég bara við hannyrðir. Prjónaskapur- inn er svo róandi iðja, nánast eins og hugleiðsla. Það má kannski segja að andleg iðkun hafi færst yfir mig með aldrinum.“ Að þeim orðum sögðum kemur því kannski ekki á óvart að Marta ætlar sér að eiga rólegan afmælisdag þrátt fyrir tímamótin. Hún segir þó að næsta stórafmæli verði fagnað með stæl. „Fimmtugsafmæli hafa þótt merkilegri en fertugsafmælin gegnum tíðina. Þá er maður hálfnaður í hundr- að og skylt að halda upp á það með pompi og prakt og bjóða fjölskyldu og vinum. Ef ég verð ekki bara einhvers staðar á skíðum í Aspen eða í flottri kampavínsferð í Róm þá mun ég blása til fagnaðar.“ heida@frettabladid.is MARTA NORDAL: STENDUR Á FERTUGU Í DAG Fertugsaldrinum fylgir ró BLÆS TIL FAGNAÐAR Á FIMMTUGU Marta Nordal leikkona ætlar að eiga rólegan afmælisdag en hún er fertug í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Sannleikanum skal maður fylgja, hvort sem hann er ljúf- ur eða leiður.“ Þórbergur (1888-1974) fæddist á bænum Hala í Suðursveit. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur þar sem hann vann meðal annars fyrir sér sem kokkur á skútu. Árið 1924 kom út skáldsagan Bréf til Láru en áður höfðu birst ljóð eftir Þórberg í blöðum. Lyfjafræðingurinn John Pemberton setti saman uppskrift að dökku sírópi á síðari hluta 19. aldar sem hann ætlaði sem undralyf við ýmsum kvillum. Sírópið var sett á krukkur sem seldar voru á fimm sent í Jacobs Pharmacy í Atlanta. Þá var kolsýrðu vatni blandað við sírópið og drykkurinn Coca-Cola varð til og seldur af krana. Coca-Cola var auglýst sem bragðgóður og hressandi drykkur í dagblaði bæjarins, auglýsingaskilti voru fest upp og seldust að meðaltali níu drykkir á dag fyrsta árið. Athafnamaðurinn Asa Griggs Chandler keypti uppskriftina að drykknum árið 1888 og markaðssetti enn frekar. Árið 1894 tók kaupmaðurinn Joseph A. Biedenharn í Vicksburg í Mississippi upp á því að tappa drykknum á flöskur eftir að vinsældir drykkjarins jukust stöðugt í versluninni hans. Flöskurnar sendi hann í kassavís á búgarða og í skógarhöggsbúðir upp með fljótinu og varð fyrstur til að selja kók í flöskum. Árið 1899 var farið að tappa á flöskur í miklum mæli og selja um öll Bandaríkin. ÞETTA GERÐIST: 12. MARS 1894 Kók selt á flöskum Okkar innilegustu þakkir fyrir auð- sýnda samúð og hlýju við andlát og útför bróður okkar og mágs, Einars Hreiðars Árnasonar verkfræðings. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli fyrir góða umönnun í hans veikindum. Aðstandendur. Ragnar Mar Cæsarsson Austurbyggð 17, Akureyri, er látinn. Útför hans fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðfinna Sölvadóttir og fjölskylda. Móðir, tengdamóðir og systir mín, Katrín Kristjana Thors lést á Droplaugarstöðum 9. mars sl. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Droplaugarstaða. Sofía Erla Stefánsdóttir Ásgeir Þór Ásgeirsson Sofía Lára Thors Wendler Dieter Wendler og aðrir ástvinir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og bróðir, Óskar Þórarinsson Múlavegi 4, Seyðisfirði, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar miðvikudaginn 10. mars 2010. Gunna Sigríður Kristjánsdóttir Sigurbjörg Þórunn Óskarsdóttir Gísli Ögmundsson Inga Jóna Óskarsdóttir Pálmi S. Steinþórsson Sveinn Engilbert Óskarsson Gestur Þór Óskarsson Sigríður Ásgeirsdóttir barnabörn, barnabarnabörn, systkini og aðrir aðstandendur. Fréttablaðið býður nú upp á birtingu æviminninga á tímamótasíðum blaðsins. Upplýsingar um stærðir og verð, hafið samband í síma 512 5490 - 512 5495 eða sendið fyrirspurnir á netfangið timamot@frettabladid.is Æviminning Gísli Eirík ur Helgaso n Laugateigi 7 2, Reykjavík Gísli Eirík ur Helgaso n fæddist í Reykjavík 1. janúar 1 931. Hann lést á Hraf nistu í Ha fnarfirði 1 2. janúar síð astliðinn. Foreldrar hans voru Guðr ún Jónsdót tir frá Þing eyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og H elgi Gíslason fr á Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eirík ur bjó fyrs tu æviár sí n í Reykjavík en fluttist eftir það v estur til Ísafjarð ar með for eldrum sín um og systkin um. Systkini G ísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigrí ður Ása, f. 1936 og G uðmundur , f. 1941. Eiginkona Gísla Eirí ks er Marg rét Magnú sdóttir hjúk r- unarfræði ngur, f. 4. apríl 1937 . Þau geng u í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eirí ks og Mar grétar eru: 1) Magnús kennari, f . 1.5. 1972 , kvæntur Guðbjörgu Björnsdótt ur kennara , f. 30.11. 1 971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn J óhann, f. 2 0.1. 1999. 2) Helgi tæ knifræðin gur, f. 18.6 . 1975, í sa mbúð með Jórunni Dr öfn Ólafsdó ttur leiksk ólakennar a, f. 15.2. 1975. Þeir ra dóttir e r Þórunn Á sta, f. 24.12 . 2001. 3) Guðrún læ knir, f. 14. 11. 1979, í sambúð m eð Þór Halldórssy ni stjórnm álafræðing i, f. 6.6. 19 80. Gísli Eirík ur lauk sk yldunámi á Ísafirði e n hélt suð ur til Reykjav íkur 17 ára gamall til að nema h úsasmíði. Húsasmíð ar urðu æv istarf hans . Framan a f starfsæv- inni vann hann á Tré smíðaverk stæðinu Fu ru en eftir að hafa fengi ð meistara réttindi í i ðn sinni st ofnaði han n sitt eigið f yrirtæki, G ísli, Eiríku r, Helgi, se m hann át ti og rak þar til fyrir fá einum áru m. Stangveið i var aðalá hugamál G ísla Eiríks alla tíð og sinnti h ann meða l annars tr únaðarstö rfum fyrir Stangveið ifélag Reyk javíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskir kju. G 1 gason fæddist í . Hann firði 12. drar hans á Þingeyri 8, og Helgi5, d. 1970. ár sín í að ve tur m sínum dur, f. úkr- - u: u ð ur ð Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar 1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum. Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941. Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna- band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru: 1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999. 2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2. 1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3) Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980. Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði. Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv- inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti og rak þar til fyrir fáeinum árum. Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Elín Ólafsdóttir Lönguhlíð 7, Bíldudal, lést á sjúkrahúsinu Patreksfirði miðvikudaginn 10. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anney Bylgja Þorfinnsdóttir Garðabraut 16, Akranesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 27. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness. Þeim sem vilja minn- ast hennar er bent á Sjúkrahús Akraness. Ólafur Ágúst Símonarson Sigríður Selma Sigurðardóttir Svana Margrét Símonardóttir Hjördís Símonardóttir Dwight W. Fruson ömmu- og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.