Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 44
24 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ókei. Komdu með það! LÁTTU MIG HAFA ÞAÐ! Við erum komin með sigurvegara! Heima hjá gömlu dúfunum... Stóru bílarnir á sjöunda áratugnum voru frábærir, maður hitti alltaf... ... á þessum tíma vorum við líka alvöru dúfur, öfugt við væl- andi ungu kynslóðina í dag... ... það sem við vorum flottar! Maður sá ekki einfættan fugl á þessum tíma... ... og brauðmylsn- an, það sem hún var stór á þessum tíma. Það er ég svo sann- arlega. Ég líka. Mjög. Nei, biddu fyrir þér. En ekki beint ánægður. Myndir þú segja að þú sért ham- ingjusamur Stanislaw? Úff! Hvað myndi það kosta aukalega að fá blaðið sent heim án bílaauglýs- inganna? Já, ég er með spurningu. Úff! Úff! Úff! Úff! Úff! Úff! Úff! Úff!Úff! Snjóa leysir, daga lengir, birta eykst. Undan snjónum gægjast fyrstu græðl- ingar vorsins, undursmáir og viðkvæmir krókusar, gult gras sem grænkar í rótina af gleði yfir fyrirheitum um sumar og sól. Og svo auðvitað allt ruslið. UPPLITAÐAR svalafernur, munaðarlaus- ar í morgungjólunni, torkennilegar plast- tægjur sem einhverntíma voru stoltur inn- kaupapoki eða leyndardómsfullar umbúðir um gómsætan skyndibita prýða blómabeð og umferðareyjur hvert sem litið er. Beyglaðar bjórdósir minna á gleði og hverfulleika löngu liðinna rökkur- stunda. Meðfram götum og gangstíg- um liggja líkin af hersveitum neyslu- samfélagsins heiðursvörð. Á VETURNA og einkum og sér í lagi í snjó er eins og allir haldi að drasl hætti að vera til. Það bara gufi upp af sjálfu sér ef því er hent í snjó- skafl, leysist upp og hverfi aftur til náttúrunnar á þúsundföld- um eðlilegum plastniðurbrots- hraða. En því miður er fólk sem hendir rusli frá sér þar sem það stendur mun líklegra til að gera það af hugsunarleysi og leti en ofurtrú á niðurbrotskrafta náttúrunnar. EINU sinni sá ég meira að segja mölbrotn- ar leifar af sjónvarpi í Öskjuhlíðinni innan um hálfs árs gamlar sprengitertur. Það þarf töluvert einbeittan brotavilja til að fara með sjónvarp út á víðavang og grýta því í hita- veitustokkana þannig að tætlurnar af því dreifist á margra fermetra svæði. OG ALLIR gjalda fyrir. Það tekur nokkuð frá vormorgungöngunni að vaða hráblauta pappakassaskafla upp í hné. Það er ekki eins freistandi að sleppa hundinum lausum þegar vonlaust er að sjá fyrir hvaða úldna skyndi- bita hann nælir sér í úr sinunni. HVAÐ er eiginlega að? Af hverju hendir fólk ruslinu sínu þar sem það stendur þegar það er snjór? Af hverju er eins og það hafi sprungið öskubíll í götunni minni þegar snjórinn bráðnar? Er fólki hreinlega skít- sama um allt rusl og telur sig hafa guðs- gefinn rétt til að henda því þar sem því sýn- ist svo framarlega sem það sést ekki strax? Það er ekki svona mikið rusl úti um allt á sumrin og ég held að það sé ekki bara ungl- ingavinnunni að þakka. ÁTAKS er þörf. Vitundarvakningar líka. Snjór er bara frosið vatn og brýtur ekki niður drasl. Það kemur alltaf upp á yfir- borðið þegar snjórinn bráðnar og er þá orðið miklu ógeðslegra en það var þegar því var hent inn í runnana. Rusl á að fara í ruslið. Bösl í hnasli og sýsl í rusli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.