Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.03.2010, Blaðsíða 50
30 12. mars 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is N1-deild karla: FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós. Fram-Valur 26-25 (11-13) Markahæstir hjá Fram: Haraldur Þorvarðarson 7, Magnús Stefánsson 5, Andri Berg Haraldsson 5. Markahæstir hjá Val: Arnór Gunnarsson 7/2, Fannar Friðgeirsson 6/2, Sigurður Eggertsson 5. HK-Grótta 29-24 (18-12) Mörk HK: Bjarki Már Elíasson 7, Valdimar Fannar Þórsson 6, Ragnar Hjaltested 5, Atli Ævar Ingólfsson 4, Ólafur Víðir Ólafsson 3, Sverrir Hermannsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Mörk Gróttu: Hjalti Þór Pálmason 7, Jón Karl Björnsson 4, Anton Rúnarsson 3, Matthías Árni Ingimarsson 2, Heiðar Aðalsteinsson 2, Arnar Theódórsson 2, Davíð Hlöðversson 2, Halldór Ingólfsson 1. STAÐAN: Haukar 15 11 2 2 384-354 24 FH 15 9 1 5 423-393 19 HK 15 9 1 5 410-386 19 Akureyri 14 8 2 4 368-350 18 Valur 15 7 2 6 374-359 16 Grótta 15 4 0 11 372-408 8 Fram 15 3 1 101 387-423 7 Stjarnan 14 3 1 10 326-371 7 IE-deild karla: Keflavík-Njarðvík 82-69 (37-23) Stig Keflavíkur: Draelon Burns 20, Gunnar Einarsson 16, Sigurður Þorsteinsson 12, Þröstur Leó Jóhannsson 12, Uruele Igbavboa 7, Hörður Axel Vilhjálmsson 4, Gunnar Stefánsson 4, Sverrir Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2, Davíð Þór Jónsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Þór Gunnarsson 15, Nick Bradford 13, Friðrik Stefánsson 12, Guðmundur Jónsson 11, Páll Kristinsson 8, Jóhann Ólafsson 5, Egill Jónasson 4, Kristján Sigurðsson 1. Breiðablik-Hamar 74-73 FSu-Tindastóll 73-99 Stigahæstir FSu: Christopher Caird 25, Aleksas Zimnickas 22, Orri Jónsson 13, Jake Wyatt 5,. Stigahæstir hjá Tindastóli: Friðrik Hreinsson 25, Svavar Birgisson 21, Cedric Isom 16. STAÐAN: KR 19 16 3 1787-1530 32 Keflavík 20 15 5 1862-1582 30 Njarðvík 20 14 6 1770-1554 28 Grindavík 19 14 5 1770-1524 28 Snæfell 19 13 6 1800-1584 26 Stjarnan 19 13 6 1609-1526 26 Hamar 20 7 13 1686-1771 14 Tindastóll 20 7 13 1654-1789 14 ÍR 19 6 13 1589-1733 12 Fjölnir 19 6 13 1506-1658 12 Breiðablik 20 5 15 1555-1816 10 FSu 20 1 19 1502-2023 2 Evrópudeildin: Lille-Liverpool 1-0 1-0 Hazard (84.) Atletico Madrid-Sporting Lisbon 0-0 HSV-Anderlecht 3-1 Rubin Kazan-Wolfsburg 1-1 Benfica-Marseille 1-1 Juventus-Fulham 3-1 1-0 Legrottaglie (9.), 2-0 Zebina (25.), 2-1 Etuhu (36.), 3-1 Trezeguet (45.) Panathinaikos-Standard Liege 1-3 Valencia-Werder Bremen 1-1 ÚRSLIT > Stórleikir í körfunni í kvöld Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld og tveir þeirra eru af stærri gerðinni. Íslandsmeistarar KR sækja Stjörnuna heim í Garðabæ. KR er á toppnum með 32 stig en Stjarnan í sjötta sæti með 26 stig, en baráttan hjá sex efstu liðunum er mjög jöfn. Grindavík sækir Snæfell heim í Fjárhúsið og þar er ekki síður mikið undir. Grindavík er með 28 stig en Snæfell með 26. Þessi lið mættust einmitt í úrslitum bikarsins á dögunum og þá hafði Snæfell betur. Undanúrslitin í Iceland Express-deild kvenna fara af stað á morgun þegar Hamar og Keflavík mætast í Hveragerði. Fyrsti leikur KR og Hauka verður svo á sunnudagskvöld. KKÍ kynnti í gær úrvalslið deildarinnar fyrir umferðir 12-20. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir liðið sem hefur unnið mjög flotta og mikilvæga sigra í undanförnum leikjum,“ segir Ágúst Björgvins- son, þjálfari Hamars, en hann var valinn besti þjálfari umferðanna. „Fjörið er að byrja. Þegar úrslitakeppnin fer af stað fá allir annað tækifæri og fjögur mjög jöfn lið eru að fara að berjast um þennan Íslandsmeistaratitil.“ Ágúst segir það skipta mjög miklu máli að fá að byrja heima. „Okkur líður mjög vel heima. Við erum að fara að mæta Keflavík sem hefur mikla sögu og mikla hefð. Það skiptir því miklu máli að fá að byrja heima.“ Heather Ezell (Haukum) var valin besti leikmaðurinn en auk hennar eru í úrvalsliðinu Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir (KR), Signý Hermannsdóttir (KR), Helga Hallgrímsdóttir (Grindavík) og Birna Valgarðsdóttir (Keflavík). Birna er full tilhlökkunar. „Þetta eru þvílíkir leikir fram undan og ég er verulega spennt fyrir þessu. Við glopruðum heimaleikjaréttinum í síðasta leiknum í deildinni en þurfum hvort sem er að vinna úti svo það er alveg eins gott að taka tvo þar,“ segir Birna. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur áhyggjur af því að hvíldin sem hans lið fékk fyrir einvígið gegn Haukum sé of löng. „Við höfum hvílt í tæpar tvær vikur á meðan þær eru að koma úr flottri viðureign. Svona löng bið er aldrei af hinu góða. Þú missir allt tempó úr þínum leik. Við höfum reynt að bregðast við þessu en hvort það verður nóg kemur í ljós,“ segir Benedikt Guðmundsson. ICELAND EXPRESS-DEILD KVENNA: UNDANÚRSLITIN FARA AF STAÐ Á MORGUN ÞEGAR HAMAR MÆTIR KEFLAVÍK Fjögur mjög jöfn lið berjast um meistaratitilinn HANDBOLTI FH braut stóran sál- fræðilegan múr í gær er liðið náði að vinna Hauka, 31-25. Þetta var fjórða viðureign liðanna í vetur og Haukar höfðu betur í fyrstu þrem leikjunum. Síðustu tveir leik- ir voru einnig í Krikanum og þar voru FH-ingar klaufar að fá ekki meira út úr leikjunum. Það var vel mætt á leikinn í gær en ekki troðfullt út úr dyrum eins og í síðustu leikjum. Stemning- in engu að síður fín og það virtist vera nokkur skrekkur í leikmönn- um sem og dómurum í upphafi leiks. Þó svo Haukar hafi stig- ið langt út í Ólaf Guðmundsson í leiknum gekk sóknarleikur FH- ingana betur og þeir tóku strax frumkvæðið. Haukarnir þó aldrei langt undan og munurinn aldrei meira en þrjú mörk í hálfleikn- um. Varnarleikur beggja liða var frekar slakur en markvarslan þó ágæt út allan leikinn. Það hafði kannski sitt að segja að varnirnar spiluðu óvenju heiðarlega sem er ekki alltaf raunin er þessi lið mæt- ast. Vörn FH með Sigurgeir Árna í broddi fylkingar hrökk á undan í gírinn og það hjálpaði heimamönn- um við að leiða í hálfleik. 15-13 var staðan þá fyrir. FH-ingar voru mikið ákveðnari strax í upphafi síðari hálfleiks. Ólafur Guðmundsson lét loksins aðeins til sín taka og varnarleik- urinn var betri en í fyrri hálfleik. Á sama tíma var mikill vandræða- gangur á sóknarleik Haukanna og varnarleikurinn var aldrei í þeim gæðaflokki sem hann venjulega er hjá Haukum. Elías Már, Freyr og Birkir Ívar gerðu sitt besta til þess að halda Haukum í leiknum en það dugði ekki til. FH-ingar juku sífellt for- skotið og þegar níu mínútur voru eftir af leiknum náði FH sex marka forskoti, 26-20, og leikurinn búinn. Þó svo FH-ingar hefðu áður misst niður forskot gegn Haukum þá var það aldrei að fara að gerast í þessum leik. Til þess voru FH- ingarnir of einbeittir og Haukarn- ir of slakir. „Ég get alveg viðurkennt að það er mikill léttir að hafa loksins náð að vinna Haukana. Það tók mikið á að tapa síðustu tveim leikjum gegn Haukunum. Þá vorum við að spila vel á löngum köflum og það var hrikalega fúlt að tapa þeim leikj- um,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, brosmildur eftir leik en hann var ekki búinn að gleyma klúðrum síðustu leikja og slakaði því ekki á fyrr en seint í leiknum. „Ég var ekki öruggur með sigur fyrr en 4 sekúndur voru eftir. Strákarnir voru ískaldir og ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Við lögðum mikið í undirbún- inginn og strákarnir ætluðu aldrei að tapa þessum leik.“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, virtist ekki vera hissa á því að hans lið hefði tapað leikn- um en Haukarnir náðu sér aldrei á strik og voru ólíkir sjálfum sér. „Ég hef haft þessa tilfinningu eftir bikarúrslitaleikinn að það kæmi eitthvað spennufall í mitt lið en samt sem áður náðum við að vinna bæði Val og Gróttu sem var flott. Í dag var FH að spila við Hauka en við gegn liði í deildinni. Þar lá munurinn og menn mega ekki mæta með slíkt hugarfar í leik FH og Hauka. Það vantaði blóð á tennurnar okkar sem og grimmd- ina og viljann,“ sagði Aron en hann óttast ekki framhaldið þrátt fyrir ein mistök. henry@frettabladid.is FH-ingar gátu loksins brosað í gær Eftir þrjú töp í röð fyrir Haukum náði FH loksins að leggja Íslandsmeistarana af velli. Það gerðu FH-ingar með sóma og voru miklu betri í Hafnarfjarðarslagnum í gær. Haukar voru að sama skapi andlausir. ALLT REYNT Örn Ingi Bjarkason, leikmaður FH, er hér í strangri gæslu í Hafnarfjarðarslagnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI Keflvíkingar unnu annan stóran sigur á nágrönn- um sínum á árinu 2010 þegar þeir unnu Njarðvík 82-69 í bar- áttuleik í Toyota-höllinni í gær. Keflavík tók annað sætið í deild- inni af erkifjendunum en tókst þó ekki að ná betri árangri í innbyrðisviðureignum þar sem Njarðvík vann fyrri deildarleik liðanna með 14 stigum. Keflvíkingar lögðu gruninn að sigrinum í öðrum leikhluta alveg eins og í bikarleiknum á dögunum. Njarðvíkingar skoruðu ekki stig á fyrstu sex og hálfri mín- útu leikhlutans og á sama tíma skoruðu Keflvíkingar 10 stig í röð og komust í 33-18. Njarðvík- ingar náðu aldrei að vinna aftur upp það forskot. Njarðvíkingurinn Nick Brad- ford var með 13 stig á móti sínum gömlu félögum en hann tapaði líka 11 boltum í leiknum og allt Njarðvíkurliðið tapaði alls 30 boltum í þessum leik. - óój Körfuboltalið Keflavíkur: Fór aftur illa með Njarðvík FÓTBOLTI Franska liðið Lille fer með 1-0 forystu á Anfield í seinni leik sinn gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Óvíst er hvort það sé nægjanlegt veganesti. Skemmtanagildi leiksins í Frakklandi í gær var mjög takmarkað. Eina mark leiksins kom sex mínútum fyrir leikslok en það skoraði Eden Hazard úr auka- spyrnu sem gestirnir misreiknuðu illilega. Stev- en Gerrard og Fernando Torres fengu bestu færi Liverpool en Mickael Landreau í marki Lille var vel á verði. „Við vorum ekki að spila nægilega vel, það er augljóst. Það er þó ekki öll nótt úti enn. Við eigum seinni leikinn eftir á heimavelli og þessu ein- vígi er langt í frá lokið. Við þurfum samt að sýna okkar bestu hliðar ef við ætlum okkur áfram. Okkur hefur gengið erfiðlega að undanförnu en við þurfum að takast á við það bara,“ sagði Javier Mascherano, leikmaður Liverpool. Rafael Benítez, stjóri Liverpool, segist sjá framfarir á sínu liði. „Ég er ósáttur við úrslitin en ánægður með framlag leikmanna. Við getum unnið öll lið á góðum degi á Anfield. Ég væri með áhyggjur ef menn hefðu ekki lagt sig svona fram í kvöld,“ sagði Benítez. „Á heimavelli höfum við magnaðan stuðning, það eru enn eftir 90 mínútur af þessu einvígi. Lille er gott lið, með flotta leikmenn sem geta skapað mikla hættu. Við töluðum um það fyrir leikinn að leggja okkur fram og valda stuðnings- mönnum ekki vonbrigðum. Okkur tókst það að mínu mati. Allir leikir eru mikilvægir fyrir okkur núna. Næst er komið að leik gegn Portsmouth og svo hugsum við út í seinni leikinn,“ sagði Benítez. - egm Liverpool tapaði fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar: Engin frægðarför til Lille VONBRIGÐI Fernando Torres í baráttunni í leiknum í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.