Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 2
2 15. mars 2010 MÁNUDAGUR Auður Capital veitir ábyrga fjármálaþjónustu Opinn kynningarfundur þriðjudaginn 16. mars kl. 17:15 að Borgartúni 29. Allir velkomnir Hverjum treystir þú fyrir þínum sparnaði? Eignastýring og séreingarsparnaður NEYTENDUR Heimavíngerð hefur aukist frá því snemma á síðasta ári á kostnað innflutts áfengis í versl- unum ÁTVR. Skýringin liggur í mikilli verð- hækkun á áfengi, bæði af völd- um gengishruns krónunnar sam- fara hækkun á virðisaukaskatti á áfengi úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent og tíu prósenta hækk- un á áfengisgjaldi um áramótin. Þá bættist við fimmtán prósenta hækkun áfengisgjaldsins í maí í fyrra. Alþingi hefur heimild til að hækka áfengisgjaldið aftur í jan- úar á næsta ári. Áfengisgjaldið miðast við áfengisstyrk. Gjaldið er lægra á bjór en vodka og aðra sterka áfenga drykki. Vodki er tiltölulega ódýr í innkaupum. Það skilar sér hins vegar ekki í hilluverði ÁTVR enda áfengisstyrkur vodkans alla jafna um fjörutíu prósent og því hækkar áfengisgjaldið. Líkt og sjá má á myndinni gleypa álögur hins opinbera nær alla vodkaflöskuna. Áfengisgjald skilaði 6,7 milljörð- um króna í ríkiskassann árið 2008 og er áætlað að það hafi numið 7,8 milljörðum króna í fyrra. Þessa dagana er verið að taka saman upplýsingar um áfengissölu. Stefnt er að því að ársskýrsla ÁTVR komi út í lok mánaðar. Viðmælendur Fréttablaðsins hafa efasemdir um að hærri álögur skili sér í ríkiskassann. Þeir benda á að áfengisverð hafi hækkað í tví- gang á síðasta ári og séu vísbend- ingar um að það geti leitt til aukins smygls á víni auk þess að fleiri búi til sín eigin vín en áður. Rúmlega tuttugu milljón lítrar af áfengi seldust í fyrra og er það 1,4 prósenta samdráttur milli ára. Einar S. Einarsson framkvæmda- stjóri sölu- og þjónustusviðs Vín- búða ÁTVR, segir erfitt að segja til um þróun áfengissölu á árinu. jonab@frettabladid.is Ríkið hirðir 80 prósent Verð á áfengi hefur hækkað mikið með falli krónunnar. Þá hefur ríkið hækkað álögurnar verulega og hefur heimild til hækkunar á næsta ári. Um 80 prósent þess sem neytendur greiða fyrir vodkaflösku í ÁTVR rennur í ríkissjóð. Montecillo Crianza Rauðvín Áfengismagn: 750 ml Áfengisstyrkleiki: 13,5% Árgangur: 2008 Verð: 1.999 kr. Absolut Vodki Áfengismagn: 700 ml Áfengisstyrkleiki: 40% Verð: 4.998 kr. Álagning ÁTVR 18% 359,82 kr. Skattur 51% 1019,49 kr. Innkaupsverð 31% 619,69 kr. Becks Bjór Áfengismagn: 500 ml Áfengisstyrkleiki: 5% Verð: 349 kr. Álagning ÁTVR 12,15% 42,4035 kr. Skattur 56,5% 197,185 kr. Innkaupsverð 31,4% 109,586 kr. Álagning ÁTVR 15,2% 759,696 kr. Skattur 78% 3.898,44 kr. Innkaupsverð 6,8% 339,864 kr. Svona skiptist verðið á áfenginu Meðalverðbreyting milli ára Áfengistegund Maí ‘09 Janúar ‘10 *Rauðvín 750 ml 1.698 1.999 Bjór 500 ml 269 313 Vodki 700 ml 3.880 4.767 Magnús Axelsson, rekstr- ar-stjóri og einn eigenda Ámunnar, segir versl- unina hafa átt tryggan viðskiptavinahóp um árabil, líka í góðærinu þegar verð á innfluttum flöskuvínum lækkaði mikið. Hann bætir við að löngum hafi verið ódýrara að gera vínin sjálfur en kaupa þau út úr búð. Nú sé munurinn talsverð- ur. Fordóma hafi áður gætt í garð heimagerðra vína. Þeir hafi horfið í tímans rás enda bilið á milli góðra heimagerðra vína og framleiddra í verksmiðju orðið nánast ekki neitt í dag. „Fólk er að búa til góð vín til að njóta þeirra,“ segir hann og bendir á að helst finni byrjendur í víngerð fyrir muninum. „Þeir byrja stundum að neyta afurðarinnar áður en hún nær toppgæðum. Gott og bragðmikið rauðvín þarf allt frá tveimur og upp í sex mánuði á flöskum. Eftir því sem þau eru geymd lengur verða þau betri,“ segir hann. Þrúgur til bruggunar á rauðvíni og hvítvíni kosta frá tæpum tíu þúsund krónum til tæpra tuttugu þúsund króna. Því má ætla að hver flaska af heimagerðu víni kosti frá um 440 til 720 króna. Fleiri gera vínin heima MAGNÚS AXELSSON VINNUMARKAÐUR Verkalýðsfélag Akraness krefst þess að launþeg- ar Norðuráls (Century Alumini- um) fái sömu kjör og launþegar Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Þetta er krafan, sem ég vil kalla leiðréttingu. Það er eðli- legt að kjör í sambærilegum iðn- aði séu hin sömu. En það munar tugum þúsunda,“ segir Vilhjálm- ur Birgisson, formaður félags- ins. Vilhjálmur segir aðspurður að launakjör hjá einu fyrirtæki komi ekki endilega öðrum fyrirtækjum við: „En það kemur launþegunum við. Þegar menn eru að móta kröfur bera þeir sig saman við sambæri- lega hópa.“ Þegar erlend- ir eignaraðil- ar fái aðgang að ódýrri raf- orku og mann- auðnum sé það „algjör skylda okkar að reyna að ná sem mestu út úr því. Ef Alcan í Straumsvík getur borgað þessi laun sé ég engar forsendur fyrir því að ekki sé hægt að gera það sama hjá Norðuráli“. Norðurál verði að taka mið af ástandinu í samfélaginu. „Hér er vandanum öllum varpað út í verð- lagið og því farið að þyngja í hjá fólki,“ segir Vilhjálmur. Óþreyju sé farið að gæta í við- ræðunum, en samningar runnu út þann 1. janúar. Vilhjálmur vill þó ekki ræða um verkfalls- aðgerðir að svo stöddu: „Ég leyfi mér að halda því fram að hægt sé að leysa þetta.“ Vilhjálmur hittir forsvarsmenn Norðuráls hjá rík- issáttasemjara í dag. - kóþ Verkalýðsfélag Akraness vill að aðgangur að auðlindum endurspeglist í launum: Krefjast sömu launa og í Straumsvík VILHJÁLMUR BIRGISSON Hvar er Binni? „Binni er bara í húsinu sínu á fullu að laga til.“ Örn Marinó Arnarson var einu handa- bandi frá hinum eftirlýsta Osama bin Laden við gerð nýrrar heimildamyndar. Hvar er Valli? eru vinsælar bækur þar sem hinn röndótti Valli er í felum. Karlmaður á þrítugsaldri lét lífið þegar bíll hans fór út af veginum á Vallavegi, um tíu kílómetra sunnan við Egils- staði, laust fyrir klukkan átta á laugardagsmorgun. Maðurinn var einn í bíln- um þegar slysið varð. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Egilsstöðum og rannsóknarnefnd umferðar- slysa. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. - fb Lést í bílslysi FÆREYJAR Færeyingar búsettir í Danmörku geta nú farið í blóð- prufu fyrir CTD-erfðasjúk- dómnum, sem er um hundraðfalt algengari í Færeyjum en víðast hvar. Færeyski Sósíalurinn grein- ir frá því að þar sem CTD sé lítt þekkt í Danmörku hafi Færey- ingar þar í landi hingað til ekki viðeigandi þjónustu vegna sjúk- dómsins. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu eiga Færeyingar á Íslandi kost á því að láta skima blóð sitt fyrir veikinni, sem getur verið einkennalaus uns hún leggst á fólk af fullum þunga. - kóþ Færeyingar og CTD-veikin: Mega láta prófa sig í Danmörku BANGKOK, AP Þúsundir mótmælenda komu saman í Bangkok, höfuðborg Taílands í gær. Mótmælend- urnir, sem kenndir eru við rauðar skyrtur, vilja að stjórnvöld leysi upp þingið og efni til kosn- inga. Þannig vonast þeir til að Thaksin Shina- watra, fyrrverandi forsætisráðherra, komist aftur til valda en hann var settur af með hervaldi árið 2006 vegna meintrar spillingar og misbeitingu valds. Rauðu skyrturnar vilja meina að núverandi forsætisráðherra, Abhisit Vejjajiva, hafi komist ólöglega til valda með aðstoð hersins og gamalla valdastétta sem hafi óttast vinsældir Thaksins, einkum meðal fátækari stétta landsins. Lögreglan áætlaði að meira en hundraðþúsund mótmælendur hefðu safnast saman í borginni en mótmælin fóru friðsamlega fram. Thaksin talaði til fjöldans gegnum vefmynda- vél og hvatti fólk til að halda mótmælunum áfram á friðsamlegum nótum. Abhisit forsætisráðherra lýsti því yfir í útvarpssendingu í gærmorgun að hann hygðist ekki leysa upp þingið og að mótmæl- in yrðu ekki barin aftur með valdi. Talsverður ótti er í Bangkok við að til átaka komi en mótmæli Rauðu skyrtanna í apríl síðast- liðnum enduðu með óeirðum þar sem tveir létust og yfir 120 manns særðust. - rat Mótmælendur í Taílandi vilja að þingið verði leyst upp og efnt til nýrra kosninga: Vilja Thaksin aftur til valda KREFJAST NÝRRA KOSNINGA Mótmælendur í Bangkok vilja fyrrverandi forsætisráðherra Thaksin Shinawatra aftur til valda. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Ágreiningur er um grundvöll frekari Icesave-við- ræðna milli Íslands, Hollands og Bretlands. Því hafa engar við- ræður verið boðaðar, þótt einhver óformleg samskipti hafi verið milli þjóðanna. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu lagði íslenska samninganefndin fram ákveðnar hugmyndir áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um Ice- save var haldin. Viðsemjendur nefndarinnar höfnuðu viðræðum á þeim grundvelli. - kóþ Ekkert rætt um Icesave: Ágreiningur um framhaldið DUBAI Breskt par hefur áfrýjað fangelsisdómi sem það fékk eftir að það var sakað um kossaflens á veitingastað í Dubai. Parið var handtekið í nóvember eftir að yfirvöldum barst kvörtun vegna kossa á almannafæri. Þau voru fundin sek um ósæmilega hegðun og önnur brot og voru því dæmd í eins mánaðar fangelsi. Sjálf segja þau að einungis hafi verið um koss á kinn að ræða og ætla ekki að una dómnum. Áfrýj- unin verður tekin fyrir 4. apríl næstkomandi. - rat Ósæmileg hegðun í Dubai: Fangelsi fyrir koss á kinn BANDARÍKIN, AP Almennt er reikn- að með að stýrivöxtum í Banda- ríkjunum verði haldið óbreyttum í 0,25 prósentum í vikunni. Stýrivextir í Bandaríkjunum stóðu hæst í 5,25 prósentum sumarið 2007, eða þar til snarpt vaxtalækkunarskeið hófst í sept- ember sama ár líkt og víðar. Stýrivextir í landinu hafa aldrei verið lægri en nú. Gangi vaxtaspár eftir fetar bandaríski seðlabankinn í fót- spor Evrópska seðlabankans og Englandsbanka, sem báðir héldu stýrivöxtum óbreyttum á dögun- um. - jab Spá óbreyttum stýrivöxtum: Fylgja í fótspor Evrópubúa BERNANKE BANKASTJÓRI Margir búast við óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkj- unum í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Harður skjálfti Jarðskjálfti skók Japan í gærmorgun. Skjálftinn mældist 6,6 stig á Richter og átti upptök sín um 80 kílómetra undan austurströnd landsins. Ekki höfðu borist fregnir af mannfalli af völdum skjálftans í gærkvöld. JAPAN SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.