Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 4
4 15. mars 2010 MÁNUDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 12.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,5494 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,22 125,82 189,82 190,74 172,60 173,56 23,192 23,328 21,537 21,663 17,781 17,885 1,3868 1,3950 192,49 193,63 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR STJÓRNMÁL Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristj- ánsson, ætlar ekki að gefa kost á sér til for- mennsku í flokknum á landsþingi flokksins um næstu helgi. Guðjón mun þó gefa kost á sér í miðstjórn flokksins og vera þannig áfram virkur í flokknum, að því er segir í til- kynningu frá frjálslyndum. Guðjón hefur verið formaður flokksins síðan 2003, en var áður félagi í Sjálfstæðisflokknum. - kóþ Frjálslyndi flokkurinn: Guðjón hættir sem formaður GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON NOREGUR Norski fjármálaráðherr- ann er að verða einn umsvifa- mesti fasteignafjárfestir heims. Til stendur að ráðstafa fimm prósentum af norska olíusjóðn- um til alþjóðlegra fasteignavið- skipta. Þetta eru 130 milljarðar norskra króna, 2.805 íslenskir milljarðar. Aftenposten hefur eftir ráð- herranum, Sigbjørn Johnsen, að markmiðið sé að festa féð í var- anlegum gæðum. Þannig megi dreifa áhættunni á skynsamleg- an hátt. - kóþ Norski olíusjóðurinn: 2.805 milljarðar í fasteignakaup PRÓFKJÖR Eyþór Arnalds hlaut 512 atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í sveitar-félaginu Árborg. Alls kusu 948 en á kjörskrá eru 1.512 og var kjörsókn 63 prósent. Í öðru sæti varð Elfa Dögg Þórðar- dóttir með 652 atkvæði. Í þriðja sæti varð Ari Björn Thorarensen með 345 atkvæði, í fjórða sæti varð Sandra Dís Hafþórsdótt- ir með 367 atkvæði. Í fimmta sæti varð Gunnar Egilsson með 441 atkvæði og í sjötta sæti varð Kjartan Björnsson með 473 atkvæði. - rat Prófkjör D-lista í Árborg: Eyþór í fyrsta sæti listans EYÞÓR ARNALDS PRÓFKJÖR Jón Björn Hákonarson sigraði í prófkjöri Framsóknar- félags Fjarðabyggðar sem fram fór um helg- ina. Jón hlaut 368 atkvæði en alls greiddu 593 atkvæði. 582 atkvæði voru gild og 11 ógild. Guðmund- ur Þorgríms- son lenti í öðru sæti með 212 atkvæði, Eiður Ragnarsson hafnaði í þriðja sætimeð 331 atkvæði, Snjólaug Eyrún Guð- mundsdóttir í fjórða sæti með 413 atkvæði, Jósef Auðunn Frið- riksson í því fimmta með 419 atkvæði og Svanhvít Aradóttir í því sjötta. Einn frambjóðandi dró framboð sitt til baka og tekur Svanhvít sjötta sætið til að jafna stöðu kynja á listanum. - rat Prófkjör B-lista í Fjarðabyggð: Jón Björn bar sigur úr býtum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 13° 2° 3° 6° 2° 2° 2° 20° 11° 14° 9° 21° 0° 10° 19° -3°Á MORGUN Strekkingur með S- og V- strönd annars hægari. MIÐVIKUDAGUR Strekkingur/allhvasst V- til annars hægari. 2 4 5 5 5 6 3 23 -1 0 4 5 7 5 5 12 6 3 4 5 5 3 12 6 4 3 222 2 3 45 LÉTTIR TIL Það verða lítilsháttar él norðaustanlands fyrri hluta dags en svo léttir til þar eins og annars staðar á austan- verðu landinu í dag. Vestantil verð- ur skýjað að mestu í dag en úrkomu- lítið. Á morgun fer hins vegar að rigna sunnan- og vestan- lands. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður SKIPULAGSMÁL Algjör óvissa ríkir um uppbyggingu á Hljómalindar- reitnum svokallaða en fasteigna- félagið Festar ehf., sem á flestar eignir þar, stendur afar illa. Fyr- irtækið skuldaði tæpar 1.800 millj- ónir króna samkvæmt ársskýrslu 2008 og eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um tæpar 700 milljónir króna. Langstærstur hluti skuld- anna er við Landsbankann, eða um 1.250 milljónir króna. Stærstur hluti skuldanna er gengistryggður og því má gera ráð fyrir að staða fyrirtækisins sé mun verri nú en í lok árs 2008. Festar ehf. eru í eigu Benedikts T. Sigurðssonar húsasmíðameist- ara sem fór mikinn í kaupum á húsnæði á og við Laugaveg árin fyrir efnahagshrun. Hugmyndir voru uppi um að reisa hótel, verslunar-, veitinga- og þjónusturými á Hljómalindarreitn- um. Hjá borgaryfirvöldum liggja fyrir teikningar að nýju skipulagi en nú er óvíst hvað verður. Benedikt segist hafa verið að vinna í því að leysa vanda Festa ehf. með Landsbankanum. Ekki sé þó komin niðurstaða í málið. Hann segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í skilum með lán. Spurður hvort hann óttist að missa fyrir- tækið segir Benedikt: „Það getur alveg gerst. En það er eitthvað sem er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Við vitum ekki hvað þessi lægð varir lengi en við vitum að fasteignirnar fara ekk- ert. Þær eru þarna og bankinn er með tryggingu í þeim.“ Benedikt segir að í hans huga snúist málið um hvort bankinn hafi þolinmæði til að láta verðfall fast- eigna líða yfir og að ráðist verði í framkvæmdir. „Það hafa ekki komið fram neinar aðrar hugmynd- ir frá bankanum. Það er vissulega ekki áhugavert að fara í svona verk- efni í dag en þó vita allir sem hafa komið að því að það mun verða þörf á svona húsnæði í nánustu framtíð því það er það mikil niðurníðsla á miðborgarsvæðinu,“ segir Bene- dikt. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er verið að skoða mál Festa ehf. hjá Landsbanka Íslands og talið að þau muni skýrast innan tveggja mánaða. kristjan@frettabladid.is Uppbygging í óvissu á Hljómalindarreit Fasteignafélagið Festar ehf. sem hugði á uppbyggingu á Hljómalindarreitnum stendur afar illa. Óvíst er um framhaldið. Fyrirtækið skuldar tæpa tvo millj- arða og gæti farið í þrot. Landsbankinn á langstærstu kröfuna á félagið. HLJÓMALINDARREITURINN Búið er að teikna upp nýjan Hljómalindarreit þar sem er gert ráð fyrir hóteli og þjónustu. Óvíst er hvað gerist nú þar sem Festar gæti verið á leið í þrot. MYND/ARKITEKTUR.IS Laugavegur 17 - 21 Hverfisgata 26 - 34 Smiðjustígur 4 - 6 Klapparstígur 28 - 30 MEÐAL EIGNA FESTA EHF LÖGREGLUMÁL Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins var kallað að íbúðablokk við Hraunbæ um klukkan hálf tólf á laugardagskvöld eftir að tilkynn- ing barst um eld í íbúð á annarri hæð. Íbúðin var mannlaus og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Skemmdir voru engu að síður miklar. Rýma þurfti blokkina og voru strætisvagnar sendir til að veita íbúunum húsaskjól. Að sögn slökkviliðsins var ein kona flutt á slysadeild með væga reykeitrun. Eldsupptök eru ókunn. Þá urðu einnig miklar skemmdir á sameign af völdum reyks og sóts. - fb Eldur í blokk í Hraunbæ: Mannlaus íbúð mikið skemmd JÓN BJÖRN HÁKONARSSON EFNAHAGSMÁL Fjármögnunarfyrir- tækin stunduðu ekki ábyrga lána- starfsemi. Þau verða að taka á sig byrðar eins og allir, að sögn Árna Páls Árnasonar félagsmálaráð- herra. Fréttablaðið greindi frá því um helgina að ráðherrann hafi knúið fjármögnunarfyrirtækin fjögur til að afskrifa hluta bílalána en taka sjálf á sig fjárhagslegan skell, með svipuðum hætti og bankarnir, vegna hugsanlegra afskrifta í tengslum við greiðsluaðlögun íbúðalána í fyrra- haust. Árni Páll segir viðvörunarbjöll- ur hafa átt að hringja þegar sala á bílum á borð við Range Rover hafi verið meiri hér um tíma en saman- lagt í Danmörku og Svíþjóð. Vafi leiki á því hvort fyrirtækin hafi kannað greiðslugetu fólks áður en þau lánuðu til bílakaupanna. SP Fjármögnun, Avant og Íslands- banki Fjármögnun eru öll í eigu bankanna en Lýsing heyrir undir Existu. Hætt er við að fyrirtækið geti farið í þrot. Deutsche Bank er helsti lánar- drottinn Lýsingar og tók við stjórn fyrirtækisins eftir hrun bankanna haustið 2008. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði um helgina ekki útilokað að bankinn fari í skaðabótamál gegn ríkissjóði verði hann fyrir fjárhags- legum skaða vegna afskrifta á bíla- lánum. - jab Ráðherra segir fjármögnunarfyrirtækin ekki hafa stundað ábyrga lánastarfsemi: Allir verða að taka byrðar á sig ÁRNI PÁLL Fjármögnunar- fyrirtækin verða að taka á sig fjárhagslegar byrðar líkt og bankarnir, segir félagsmálaráð- herra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.