Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 8
8 15. mars 2010 MÁNUDAGUR Bensín Innkaupsverð 35,72% Vörugjald 11,19% Flutnings- jöfnuður 0,18% Bensíngjald 18,08% Kolefnisgjald 1,27% VSK 20,32% Álagning, flutningur og fleira 13,26% Dísilolía Innkaupsverð 36,01%Olíugjald26,21% Kolefnisgjald 1,44% Flutnings- jöfnunargjald *0,36% VSK 20,32% Álagning, flutningur og fleira 11,19% Skipting kostnaðar á eldsneytislítranum *Föst krónutala Heimild: FÍB PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 00 60 2 af rúðuþurrkum og rúðuvökva í dag! Við höldum með þér! 25% AFSLÁTTUR Og að sjálfsögðu færðu aðstoð hjá starfsmönnum á plani. NEYTENDUR Olíufélögin hafa hækk- að lítraverð á bensíni um um það bil 20 krónur frá áramótum. Eftir fjögurra króna hækkun á eldsneytisverði á miðvikudag er algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensínlítranum 208,2 krónur en dísillítrinn kostar víða 202,9 krónur. Eldsneytisverð hefur hækkað reglulega frá áramótum, þegar algengt sjálfsafgreiðsluverð á bensíni var 188,2 krónur og dísil- olían kostaði 186,9 krónur. Hækk- unin kemur þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst nokkuð undanfarið. Magnús Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá N1, segir skýringuna á hækkandi eldsneyt- isverði mikla hækkun á heims- markaðsverði undanfarið. Á síð- ustu tæpu tveimur vikum hafi heimsmarkaðsverð á bensíni hækkað um átta prósent. Lítils- háttar lækkun nýverið hafi geng- ið margfalt til baka strax næsta dag. Spurður hvort búast megi við lækkandi eldsneytisverði á næstunni sagðist Magnús svart- sýnn á að það verði þróunin. „Ég myndi kannski ekki spá rosaleg- um hækkunum á næstunni, en ég er ekki bjartsýnn á að við sjáum lækkanir á næstu vikum,“ segir Magnús. Hann segir undirliggjandi þrýsting hafa verið á hækkun undanfarið, en ákveðið hafi verið að bíða í lengstu lög með hækkan- ir í þeirri von að heimsmarkaðs- verð lækkaði á ný. Verri birgðastaða í Bandaríkj- unum hefur leitt af sér hækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti. Þá hefur heimskreppan einnig áhrif, enda halda þeir sem eiga peninga áfram að fjárfesta í hrá- vörum á borð við eldsneyti og gull í staðinn fyrir að fjárfesta í hluta- bréfum. brjann@frettabladid.is Lítrinn lækk- ar ekki í bráð Lítraverð á bensíni hefur hækkað um tuttugu krón- ur frá áramótum. Styrking krónunnar vegur ekki upp hækkun á heimsmarkaðsverði. Sérfræðingur spáir ekki „rosalegum“ hækkunum á næstunni. ELDSNEYTISVERÐ* Bensín Dísilolía Atlantsolía 206,60 krónur 201,30 krónur N1 208,40 krónur 202,90 krónur Olís 208,20 krónur 202,90 krónur Orkan 206,50 krónur 201,20 krónur ÓB 206,60 krónur 201,30 krónur Skeljungur 208,20 krónur 202,90 krónur *Algengt lítraverð í sjálfsafgreiðslu. Heimild: GSM Bensín LÖGREGLUMÁL Fimm bílar, allir í eigu Pólverja, voru skemmdir á Akranesi í fyrrinótt. Stungið var á dekk fjögurra bílanna og lakk- ið rispað á þeim fimmta. Bílun- um var lagt víða um bæinn og því ekki talið að um handahófskennd- an glæp sé að ræða. Lögreglan á Akranesi hefur ekki áður orðið vör við lögbrot sem þessi gegn Pólverjum í bænum og hvetur þá sem vita hver eða hverj- ir frömdu skemmdarverkin að hafa samband í síma 444 0111. Talsverður erill var á Akra- nesi í fyrrinótt. Auk skemmdar- verkanna var karlmaður handtek- inn á dansleik á skemmtistaðnum Breiðinni eftir að hann braut glas á höfði annars manns. Árásarmað- urinn var fluttur í fangageymslu en gert var að sárum fórnarlambs- ins á sjúkrahúsi. Þá voru þrír teknir höndum, grunaðir um fíkniefnabrot. Á tveimur mannanna fundust fíkni- efni. Lögreglumenn stöðvuðu einn- ig ökumann sem var ölvaður og sviptu hann ökuleyfinu samstund- is. - fb Mikið um skemmdarverk á Akranesi: Skemmdu bíla Pólverja TÆKNI Skuggaþing er heiti á nýjum vef sem hefur það að markmiði að vera vettvangur málefnalegrar og lýðræðislegrar umræðu, segir Gunnar Grímsson einn aðstand- enda vefsins. Tilgangur Skugga- þings er að örva lýðræðislega umræðu og auka virkni og vægi almennings í stjórnun landsins Þeir sem skrá sig á vefinn geta valið hvort þeir styðja eða eru á móti einstökum málum og eins hvort rök séu gagnleg eða ekki. Gunnar bendir á að þannig hverfi léleg og ómálefnaleg rök en þau góðu lifi. „Samfélagið á vefnum stjórnar sér þannig sjálft.“ Auk þess að fylgjast með málum sem eru til afgreiðslu á þingi geta þátttakendur sett mál inn sjálfir sem notendur taka þá til umræðu ef áhuginn er fyrir hendi. Slóðin á vefinn er skugga- thing.is. - sbt Nýr vettvangur lýðræðislegrar umræðu á netinu: Þingræðum gefnar stjörnur á nýjum vef

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.