Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 16
Íva Rut Viðarsdóttir innanhúss- arkitekt er leiðsögumaður ferða- langa sem keyrðir verða í rútu milli staða. Verk þriggja íslenskra inn- anhússarkitekta verða skoðuð, allt kvenna, Hönnu Stínu Ólafsdóttur, Júlíu Petru Andersen og Thelmu Bjarkar Friðriksdóttur. „Ferðin hefst hjá Félaginu, sem er miðstöð HönnunarMars í ár, staðsett í stóra turninum við Höfða- tún 2 og er samstarfsverkefni Arki- tektafélags Íslands, Félags hús- gagna- og innanhússarkitekta og Félags íslenskra landslagsarki- tekta. Eftir skoðunarferð um svæð- ið verður lagt af stað í rútu og er það fyrstir koma – fyrstir fá sem gildir,“ segir Íva Rut en skoðunar- ferðin hefst klukkan 13. Fjórir staðir verða skoðaðir og fyrst í röðinni eru skrifstofur Auðar Capital sem Hanna Stína teiknaði, en Hanna nálgaðist skrif- stofurýmið með því að gera það heimilislegt og hlýlegt. „Því næst verður farið á tvö heimili, annað teiknað af Thelmu Björk og hitt af Júlíu Petru. Rúm tuttugu ár skilja Thelmu Björk og Júlíu Andreu að í aldri þannig að gaman er að sjá mismunandi áherslur milli kyn- slóða innanhússarkitekta,“ segir Íva Rut. Ferðinni lýkur á P-vínbarn- um sem einnig er hönnun Hönnu Stínu og áætlað er að ferðin taki rúma tvo klukkutíma. „Hönnuðirnir munu mæta á þá staði sem tilheyra þeim og ræða rýmið sem þeir sköpuðu og fjalla jafnframt um helstu áherslur í sinni hönnun. Þetta verður því í rauninni eins konar lifandi Innlit- Útlit og mikil upplifun fyrir alla.“ juliam@frettabladid.is Litið inn á íslensk heimili Óvenjuleg uppákoma á Hönnunarmars, sem hefst í vikunni, er skoðunarferð sem er á dagskrá næsta laugardag. Verk þriggja íslenskra innanhússarkitekta verða skoðuð, þar á meðal tvö íslensk heimili. Hanna Stína Ólafsdóttir hannaði meðal annars veitingastaðinn Dill. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Verkin sem skoðuð verða á laugardaginn eru öll eftir konur. Þetta rými er skapað af einni þeirra, Thelmu Björk Friðriksdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Íva Rut Viðarsdóttir er innanhússarkitekt og verður leiðsögumaður í skoðunarferð innanhússarkitekta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GAMALT HÚSRÁÐ til að losna við ólykt úr ísskáp er að setja tvær til þrjár msk. af matarsóda í opið ílát inn í skápinn. Hann á síðan að draga í sig ólyktina. EatCakeBeMerry er bandarískt fyrirtæki sem leggur áherslu á hönnun í kökugerð. Frumkvöð- ullinn Liz Shim uppgötv- aði strax á unglingsaldri gleðina við að búa til æta list þegar hún lærði að búa til sykurblóm. Hún nam kökugerðar- list og flutti svo til New York þar sem hún lærði enn frekar af listamönn- um í kökuskreytingar- fyrir-tækjunum Confetti Cakes og Lovin-Sulli- van Cakes. Hugmynd- in að baki EatCakeBeM- erry er að bæta einfaldri, hreinni hönnun við ljúf- fengar kökur. Afrakstur- inn má sjá á www.eat- cakebemerry.com. Kökurskreytingar og gleði KÖKUGERÐ GETUR VERIÐ HREINASTA LIST EF VEL ER GERT. ÞAÐ SÉST BERLEGA Á VERKUM LIZ SHIM HJÁ BANDARÍKSA FYRIRTÆKINU EATCAKEBEMERRY. Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagur 15. mars Miðvikudagur 17. mars Fimmtudagur 18. mars Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir fólki að afla, varð- veita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00. Íslenskuhópur - Hefur þú lært íslensku en þarft að æfa þig í að tala? Tími: 13.00 -14.00. Markmiðasetning - að láta draumana rætast - Ingrid frá Þekkingarmiðlun fjallar um leiðir til að láta draumana rætast. Tími: 13.30-14.30. Vinnum saman - Ný viðhorf (Býflugurnar) - Vertu með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00 Baujan sjálfstyrking - Fullt! Tími: 15.00 -17.00. Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00. Fluguhnýtingahópur - Komdu með fluguhnýtinga- stand ef þú getur. Tími: 12:00 -13.30. Saumasmiðjan - Breytt og bætt. Tími: 13.00-15.00. Ísgerð - Lærðu að gera gómsætan ís. Tími: 13:30 -15.00 Þýskuhópur - Í þessarri viku ræðum við á þýsku um mat. Tími: 14.00-14.45. Frönskuhópur - Við æfum okkur í að tala á frönsku um fatnað og liti. Tími: 15:00 -15.45. Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00. Art of living - Sunil frá Indlandi kennir öndun, hug- leiðslu og listina að lifa í núinu. Tími: 12.30-13.30. Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30. Spurningakeppni - Keppt í liðum sem myndast á staðn- um. Sýndu hvað þú kannt! Tími: 14.00 -15.00. Hláturjóga - Viltu losa um spennu? Tími: 15.30-16.30. Föstudagur 19. mars Allir velkomnir! Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Komdu með fartölvu ef þú getur. Tími: 13.30-15.30. Páskahátíðin - Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjall- ar um hvaðan hinir ýmsu siðir koma. Tími: 14.00 -15.00. Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf. Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00. Ráðgjöf fyrir innflytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð- gjöf og stuðningur við innflytjendur. Tími: 14.00 -16.00. Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar þig að læra bridds? Tími: 14.00-16.00. Líðan atvinnuleitenda - Umræður og vinnuhópar Félagsvinir atvinnuleitenda stjórna. Tími: 15.30-16.30. Þriðjudagur 16. mars Rauðakrosshúsið Inn í hvaða leikrit fæddist þú? - Kolbrún frá Þekking- armiðlun fjallar um leiksvið lífsins og hvernig við getum aðlagað okkar hlutverk. Tími: 12.30 -13.30. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Hvernig stöndumst við álag - Hvað fær okkur til að pirrast og reiðast yfir smámunum? Tími: 12.30 -14.00. Prjónahópur - Komdu og prjónaðu. Tími: 13.00 -15.00. Enskuhópur - Æfðu þig í að tala ensku. Tími: 14.00 -15.00. EFT og djúpslökun - Innleiddu EFT tæknina (Emotional Freedom Techniques) inn í daglegt líf þitt og umbreyttu heftandi viðhorfum. Tími: 15.00 -17.00. Skákklúbbur - Komdu og tefldu. Tími: 15.30 -17.00. Charles Renn- ie Mackintosh (1868-1928) var skoskur arkitekt og hönnuð- ur. Hann hafði mikil áhrif á borgarmynd Glasgow en hannaði einnig markverð húsgögn. wikipedia.org.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.