Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 18
 15. MARS 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Viðarvörn er mörgum ofarlega í huga þegar vorið nálgast og bústað- ir, garðhúsgögn pallar og grindverk hafa veðrast. Gott er að ætla sér ekki of mikið og ákveða að taka eitt- hvað eitt fyrir þetta sumar og annað næsta sumar. Mikilvægt er að leita ráða hjá fagmanni sem mun í byrj- un ráðleggja fólki að þrífa viðinn vel og skrapa gamla málningu af áður en grunnolían er borin á. Veður- far skiptir einnig máli og ekki er hægt að standa í vinnunni í úða eða rigninu og mælt gegn því að vinna fram á kvöld, held- ur hætta um tveimur til þrem- ur tímum fyrir sólarlag ef náttfall skildi leggjast á viðinn. -jma Framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna eru í fullum gangi enda þarf að halda vel á spöðunum ef það á að vera tilbúið fyrir næsta vor. „Það er búið að steypa upp húsið og grófvinnu er að mestu lokið, fyrir utan glerhjúpinn sjálfan,“ segir Torfi Hjartarson verkefnastjóri hjá Portus ehf., sem sér um bygg- ingu Hörpunnar. Glerhjúpurinn, sem hannaður er af listamanninum Ólafi Elíassyni, er þúsundþjalasmíð og þarfnast mikils nosturs. „Búið er að setja upp stóran hluta hjúps- ins á norðurhliðinni sem snýr út að sjó og nú er verið að vinna í kubb- unum á suðurhliðinni,“ segir Torfi sem er afar ánægður með úkomuna. „Þetta tekst eins vel og menn gerðu sér vonir um og jafnvel betur.“ Rúmlega þrjú hundruð manns vinna nú á byggingarsvæðinu. Þetta eru iðnaðarmenn úr hinum ýmsum geirum auk verkefnastjórn- enda. Þá er rekið mötuneyti á svæði Íslenskra aðalverktaka sem fæðir allan skarann í hollum yfir dag- inn. En hvað annað er verið að gera í byggingunni? „Unnið er að innri frágangi. Verið er að setja upp veggi, mála, setja loftræstilagnir, raflagnir og þetta klassíska. Einnig er unnið að því að setja upp sviðslýsingabúnað í sölunum auk hljóð- og samskiptakerfis sem notað er í sýningum,“ svarar Torfi. Hann bætir við að undirverktaki sé einnig að setja upp ýmsan sviðs- og sýningarbúnað. Til að mynda svo- kallaða kanópíu eða hljómskjöld, sem hífður er upp og niður fyrir framan sviðið til að stilla hljóð- magnið, auk ýmiss búnaðar sem fylgir honum. Og hvað er næst á dagskrá? „Nú er verið að keyra upp ganginn fyrir sumarið enda á að opna húsið form- lega næsta vor,“ segir Torfi og býst við að verkamönnum fjölgi eitthvað á næstunni, líklega um fimmtíu ef ekki meira. - sg Harpan skrýdd glerhjúpi Stillansar þekja stóra salinn þar sem verktakar eru að koma fyrir ljósakerfi og ýmsu því sem framúrskarandi tónleikasalur þarf að búa yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Iðnaðarmenn eru byrjaðir að raða saman glerhjúpnum á suðurhlið hússins. Glerhjúpurinn sem Ólafur Elíasson hannaði er eins og púsluspil sem verka- mennirnir þurfa að raða saman. Yfir þrjú hundruð manns vinna við byggingu Hörpunnar. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpan er farin að taka á sig mynd. Borið á viðinn snemma dags Mikilvægt er að skoða veður- spána áður en farið er í að bera á viðarvörn eftir veturinn og þá huga einnig að veðurspá næstu nætur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.