Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 31
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 15. MARS 2010 3 ● VIÐHALD GLUGGA Þegar mála á glugga þarf viðurinn að vera þurr, fitulaus og hreinn. Byrja þarf á að grunna nýtt tréverk með grunn- fúavörn áður en málað er yfir með olíubæsi eða þekjandi fúavarnarefni í lit. Þegar mála á glugga sem þegar hafa verið málaðir en eru farnir að láta á sjá skal skafa burt og hreinsa gamla málningu og laust kítti. Þar sem viðurinn er ber skal blettamála með grunnfúavörn en mála síðan eina til tvær umferðir af viðeigandi fúavarnarefni. Ef málað er út á rúðu- glerið er best að láta það þorna og skafa svo burt með rúðusköfu. Gott er að hafa í huga áður en hafist er handa við málningarvinnu að viðeigandi þynningar og hreinsiefni séu við höndina. Hræra skal upp í málningardósinni þar sem efnin gætu hafa skilið sig í dósinni. Best er að málningin sé við svipað hitastig og flöturinn sem hún fer á. Ekki er snið- ugt að mála glugga utanhúss seinnipart dags ef það skildi rigna um nóttina, en döggin getur mattað og upplitað máln- inguna. Ef málning er byrjuð að springa er best að mála strax til að fyrirbyggja skemmdir. Betra er að leita ráða fagmanns ef eitt- hvað er óljóst áður en hafist er handa til að fyrirbyggja mistök. Sjá www.spartlarinn.is. „Ég hef fengið alls konar verkefni, allt frá því að sprauta gamla hræri- vél og upp í píanó,“ útskýrir Jóhannes Helgason húsgagnasprautari. Jó- hannes hefur rekið Húsgagnasprautun Jóhannesar frá árinu 1982 en hann segir mikla aukningu hafa orðið á því eftir hrun að fólk láti hressa upp á gömul húsgögn. „Fólk er hætt að henda fimm, sex ára gömlum innréttingum og fá sér nýjar. Nú lætur það sprautulakka gömlu skápana og fær þá eins og nýja til baka.“ Yfirleitt er fólk að láta sprauta innréttingar, og þá inni í eldhúsi eða á baðherbergjum, og húsgögn. Hvíti liturinn hefur haldið vinsældum sínum og oft með háglansáferð. Jóhannes segir hins vegar að hægt sé að sprautulakka nánast hvað sem er. „Til dæmis er ég að sprauta útstill- ingargínur á verkstæðinu núna og eins er mjög vinsælt að sprauta gamla rókókkó stóla. Þeirri sem átti hrærivélina fannst hún vera farin að gulna eftir áralanga notkun og lét því sprautulakka vélina og hún varð eins og ný. Fólk getur komið með alls konar óskir og við finnum út úr því, það er minnsta mál. Þetta eru mjög endingargóð lökk og fólk verður yfirleitt hissa á hvað hlutirnir líta vel út á eftir.“ - rat Gömul hrærivél gerð eins og ný Jóhannes Helgason rekur Húsgagnasprautun Jóhannesar en hann segir það hafa aukist að fólk láti hressa upp á gömul húsgögn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Yfirburðir Fréttablaðsins aldrei meiri! Fréttablaðið er með 212% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2009 – janúar 2010. Munur á lestri Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins hefur aldrei verið meiri eins og nýjasta könnun Capacent Gallup sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 73,8% 23,7% Hjá Flísaverk.is færðu alla þjónustu sem þú þarft fyrir baðherbergið ofl Flísalagnir • Parketlagnir • Niðurrif Förgun • Pípulagnir • Rafmagn Múrverk • Smíðavinna Flísaverk • Sími 898-4990 Gerum upp baðherbergið frá A–Ö Fagleg ráðgjöf við val á hreinlætistækjum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.