Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 36
16 15. mars 2010 MÁNUDAGUR BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Lof mér að giska ... Þú svafst yfir þig og misstir aftur af ormin- um. Hvað er þetta Roald? Þetta? Þetta eru 3000 teikni- myndasögur! Ég gerði afmælis- söguna í dag! 3000? Hefur einhver af þessum 3000 sögum komið fyrir sjónir almennings? Skítt með það, við fögnum! En... viltu ekki hafa í huga að... 3000 MYNDA- SÖGUR! Aldrei hefði ég trúað því að ég myndi ná 3000 myndasögum! Hvað þá að askan af vindlin- um væri svona eldfim! Jæja Roald! Aftur á teikni- borðið! Hvað meinarðu með því að ég hafi ekki áhuga á öðru fólki? Ég elska fólk. Sumt fólk. Sumar týpur af fólki. Sumar týpur af fólki á mínum aldri sem hugsar eins og ég. Ef þetta er ekki að vera opinn þá veit ég ekki hvað. Elskan, ég var að sjá að það eru engar hreinar nærbuxur í skúffunni minni. Ekkert mál. Fáðu bara kvittun á þessa þvottabeiðni hjá réttum aðila. Sem væri þú. Bingó. Jóna Jóns, drottning óbeinna skilaboð. HVAÐ ER Í MATINN? Á kynnir skemmtilegan sérvef um matargerð og hagkvæm matarinnkaup. Með því að nota einfalt og skemmtilegt kerfi útbúum við handa þér matseðil eftir þínu höfði. Kynntu þér ótrúlegan fjölda gómsætra uppskrifta á Hvað er í matinn? á ...ég sá það á visir.is Í Viðskiptablaðinu eru konur jafn sjald-séðar og í vestmanneyskum veiðikofum. 4. mars birtist þó frétt í blaðinu af því að Ragna Sara Jónsdóttir hefði verið ráðin yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar undir fyrirsögninni: „Landsvirkjun mýkir upp“. Í fréttinni er sagt að forveri hennar, Þorsteinn Hilmarsson, hafi verið látinn fara og blaðið hefur heimildir fyrir því að for- stjóri Landsvirkjunar hafi viljað „mýkja upp“ ímynd fyrirtækisins. Ekki veit ég hvað leið um huga ykkar þegar Þorsteini brá fyrir í fjölmiðlum en aldrei fannst mér nú samansúrraðri harðneskju beint stafa af honum. FYRIR ofan frétt Viðskiptablaðsins um ráðningu Rögnu Söru er sagt frá því að Þór Jónsson, fyrrum almanna- tengill í Kópavogi, sé orðinn blaða- maður á Pressunni. Og þar er mýktinni ekki fyrir að fara því fyrirsögnin er „Úr þægindum í atganginn“. Samkvæmt fréttinni þykja almannatengilsstörf „þægileg og vinsæl“ og nefnt sem dæmi að Sigríður Dögg Auðuns- dóttir sinni slíkum störfum fyrir Mosfellsbæ. Ef kona er í brúnni hlýtur brúin að vera klædd plussi en kveiki karl á tölvu er hann umsvifalaust kominn í taumlausan hasar. Bæjarhátíðirnar hljóta auð- vitað að rigga sér upp sjálfar. ÞEIR á Viðskiptablaðinu eru nú samt eitt- hvað að hugsa um jafnréttismál því í nýj- asta tölublaðinu – og því fyrsta sem kemur út eftir 100 ára afmæli Alþjóðlegs baráttu- dags kvenna – skrifar Sigurður Már Jóns- son ritstjóri grein sem hefst á því að hann bendir á hvað staða kvenna sé góð á Norður- löndunum, þ.m.t. Íslandi. Síðan viðrar hann áhyggjur sínar af því að á meðan íslenskar konur fari í langskólanám „aukist bilið á milli þeirra og ómenntaðra kynsystra þeirra. Þær verði þá þolendur í samfélag- inu á meðan betur menntaðar konur keppist við að snúa valdahlutföllunum sér í hag og séu óþreytandi við að minna karlmenn á að ekki sé nú allt fullkomið í heimi jafnréttis og kvennabaráttu.“ SIGURÐI er heldur ekki sama um lög um kynjakvóta í fyrirtækjum og segir þeim „ætlað að auðvelda sprenglærðum nútíma- konum aðkomu að stjórnarherbergjum karl- anna. Um leið má velta því fyrir sér hvort jafnréttisbaráttan eins og hún birtist í þess- um áherslum sé að gera heimilum landsins gagn á meðan nýjar tölur Stígamóta sýna að þar sé helst vansældar að leita.“ Sem sagt, sprenglærðar konur haldast ekki inni á heimilunum – þetta vill jú sífellt vera að vinna fyrir sér – og þess vegna herða karlar róðurinn í kynferðisofbeldinu. Hefur okkur ekki hér opnast innsýn í heim hinnar full- komnu dellu? Veröld sem var?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.