Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 42
22 15. mars 2010 MÁNUDAGUR KRAFTLYFTINGAR Auðunn Jónsson úr Breiðabliki og María Guð- steinsdóttir úr Ármanni urðu Íslandsmeistarar í kraftlyfting- um um helgina, en mótið var nú haldið undir íþrótta- og lyfjaeftir- litslögsögu Kraftlyftinganefndar ÍSÍ og Lyfjaeftirlits ÍSÍ. Auðunn Jónsson var aðal- stjarna Íslandsmótsins 2010 er hann lyfti 390 kílóum í hné- beygju, 265 kílóum í bekkpressu og 345 kílóum í réttstöðulyftu sem er samanlagt 1.000 kíló eða heilt tonn. María Guðsteinsdóttir setti Íslandsmet í bæði bekkpressu (103 kíló) og réttstöðulyftu (175,5 kíló) en árangur hennar í bekk- pressu myndi duga til til verð- launa á alþjóðlegum mótum. María lyfti 431 kg samanlagt Lið Massa úr Njarðvíkum sigr- aði í liðakeppninni. Júlían Jóhann Karl Júlíusson úr Ármanni var valinn besti unglingurinn á Íslandsmótinu. - óój Íslandsmótið í Kraftlyftingum: Auðunn lyfti tonni samtals MEISTARAR Auðunn Jónsson og María Guðsteinsdóttir. KARATE Elías Snorrason úr KFR og Hekla Helgadóttir úr Þórs- hamri tryggðu sér Íslandsmeist- aratitilinn í kata í Hagaskóla í dag. Hekla vann þriðja árið í röð. Elías Snorrason vann Magnús Kr. Eyjólfsson úr Breiðabliki í úrslitum karla en Hekla Helga- dóttir vann Aðalheiði Rósu Harð- ardóttur frá Akranesi í úrslitum. Í sveitakeppni kvenna varð Hekla einnig sigurvegari með sveit Þórshamars ásamt Eddu L. Blöndal og Diljá Guðmunds- dóttur. Í sveitakeppni karla vann lið Þórshamars en í liðinu voru Tómas Lee Róbertsson, Bjarki Mohrmann og Davíð Örn Hall- dórsson. -óój Íslandsmeistaramótið í kata: Elías og Hekla urðu meistarar MEISTARAR Elías Snorrason úr KFR og Hekla Helgadóttir úr Þórshamri. Áskorendakeppni Evrópu Fram-Metalurg 26-29 (14-13) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8/2, Karen Knútsdóttir 7/5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Guð rún Þóra Hálfdánsdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1. Íris Björk Símonardóttir varði 24 skot. Metalurg-Fram 21-15 (8-6) Mörk Fram: Marthe Sördal 5, Karen 4/1, Ásta Birna 2, Pavla 2 og Sigurbjörg 2. Íris Björk Símon ardóttir varði 20 skot, þar af 2 víti. Iceland Express kvenna Undanúrslit, leikur 1 Hamar-Keflavík 97-77 (48-42) Stig Hamars: Julia Demirer 25 (16 frák.), Kristrún Sigurjónsdóttir, 18 (8 fráköst, 8 stoðsendingar) Guðbjörg Sverrisdóttir 18, Koren Schram 11, Fan ney Lind Guðmundsdóttir 10 (8 fráköst), Sigrún Ámundadóttir 8 (8 fráköst), Íris Ásgeirsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 3. Stig Keflavíkur: Kristi Smith 22, Birna Valgarðs dóttir 15, Bryndís Guðmundsdóttir 14, Marín Rós Karlsdóttir 7, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Rannveig Randversdóttir 6, Hrönn Þorgrímsdóttir 4, Svava Ósk Stefánsdóttir 2. KRHaukar 78-47 (36-19) Stigahæstar: Unnur Tara Jónsdóttir 25, Jenny Finora 18 - Heather Ezell 15. Iceland Express karla Njarðvík-Snæfell 70-96 (39-57) Stig NJarðvíkur: Nick Bradford 28 (12 frák.), Jóhann Árni Ólafsson 11, Guðmundur Jónsson 9, Páll Kristinsson 7, Friðrik Stefánsson 5, Egill Jónasson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Sigurðsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 1. Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 25, Sean Burton 18 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 15 (15 frák.), Sigurður Þorvaldsson 13, Sveinn Davíðsson 8, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Freyr Sigurgeirs son 4, Berkis 3, Egill Egilsson 3, Gunnklaugur Smárason 2. Hamar-Stjarnan 73-96 (28-41) Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 18, Andre Dabney 16, Viðar Örn Hafsteinsson 11, Oddur Ólafsson 8, Bjarni Rúnar Lárusson 5, Ragnar Á. Nathanaelsson 4, Svavar Pall Palsson 3, Hilmar Guðjónsson 3, Páll Helgason 3, Hjalti Valur Þorsteinsson 2. Stig Stjörnunnar: Djorde Pantelic 20, Jovan Zdra vevski 17, Justin Shouse 17, Magnús Helgason 14, Kjartan Atli Kjartansson 10, Guðjón Lárusson 7, Fannar Freyr Helgason 4, Birkir Guðlaugsson 3 Ólafur J. Sigurðsson 2, Birgir Björn Pétursson 2 Breiðablik-Fjölnir 81-93 (35-42) Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 29, Jeremy Caldwell 14, Aðalsteinn Pálsson 10, Ágúst Angantýsson 7, Þorsteinn Gunnlaugsson 7, Daníel G. Guðmundsson 6, Hjalti Friðriksson 6, Rúnar Pálmarsson 2 Stig Fjölnis: Christopher Smith 25, Tómas Heið- ar Tómasson 17, Magni Hafsteinsson 17, Ægir Þór Steinarsson 10, Níels Dungal 8, Sindri Kárason 6, Garðar Sveinbjörnsson 5, Jón Sverrisson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 2. Stig og röð liða: 1. KR 34, 2. Keflavík 30, 3. Grindavík 30, 4. Snæfell 28, 5. Stjarnan 28, 6. Njarðvík 28, 7. ÍR 14, 8. Hamar 14, 9. Tindastóll 14, 10. Fjölnir 14, 11. Breiðablik 10, 12. FSu 2 N1 deild kvenna KA/Þór-FH 28-25 (17-13) Mörk KA/Þór: Arna Valgerður Erlingsdóttir 11, Unnur Ómarsdóttir 5, Martha Hermansdóttir 4, Inga Dís Sigurðardóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 4. Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 9, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 7, Birna Íris Helgadóttir 4, Steinunn Snorradóttir 2, Berglind Ó Björgvinsdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 1. HK-Haukar 28-41 (12-23) Markahæstar: Elín Anna Baldursdóttir 9, Gerður Arinbjarnar 6, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Elva Björg Arnarsdóttir 3 - Hanna Guðrún Stefánsdóttir 16, Erna Þráinsdóttir 6, Nína Björk Arnfinnsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 3, Ramune Pekarskyte 3. Víkingur-Stjarnan 17-43 (4-23) Markahæstar: Guðríður Ósk Jónsdóttir 7, Guðný Halldórsdóttir 4 - Harpa Sif Eyjólfsdóttir 12, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 11, Elisabet Gunnarsdóttir 8, Alina Daniela Tamasan 5. Lengjubikar karla í fótbolta Riðill 1: ÍA-Stjarnan 4-4 Ólafur Valur Valdimarsson, Guðjón Heiðar Sveinsson, Eggert Kári Karlsson, Gísli Freyr Brynjarsson - Þorvaldur Árnason, Hilmar Þór Hilmarsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Víðir Þorvarðarson. Riðill 1: Grindavík-Þór 3-2 Þorsteinn Ingason, Kristján Magnússon - Orri Freyr Hjaltalín, Jóhann Helgason, Gilles Ondo. Riðill 1: Fylkir-Njarðvík 0-0 Riðill 3 HK-ÍBV 1-1 Þórður Birgisson - Matt Garner. Riðill 2 KA-FH 3-3 Andri Fannar Stefánss. 3 - Gunnar Már Guðmundss., Pétur Viðarss., Atli Viðar Björnss. Riðill 3 KR-Keflavík 3-2 Óskar Örn Hauksson 2, Gunnar Örn Jónsson - Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson Riðill 3 ÍR-Grótta x-x Lengjubikar kvenna í fótb. Þór/KA-Valur 2-2 Rakel Hönnudóttir, Danka Podovac - Björk Gunn arsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir Stjarnan-KR 2-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Hugrún Elvarsdóttir - Katrín Ásbjörnsdóttir 2 ÚRSLITN Í GÆR FORMÚLA EITT Ferrari-mennirnir Fernando Alonso og Felipe Massa voru menn dagsins í Barein-kapp- akstrinum þegar formúlu eitt tíma- bilið fór af stað í gær. Þeir félagar tryggðu Ferrari- liðinu tvöfaldan sigur. Sebastian Vettel var á ráspólnum og leiddi kappaksturinn lengstum, en hann lenti í vandræðum með bílinn sinn og endaði að lokum í fjórða sæti á eftir Ferrari-mönnunum tveimur og Lewis Hamilton hjá McLaren sem varð fjórði. Michael Schumacher endaði í sjötta sæti í sínum fyrsta kapp- akstri í þrjú ár en hann hækkaði sig um eitt sæti frá ræsingunni og endaði einu sæti á eftir félaga sínum hjá Mercedes, Nico Ros- berg. „Ég hef bara jákvæðar tilfinn- ingar eftir fyrsta kappaksturinn. Við enduðum um það bil þar sem við bjuggumst við,“ sagði Þjóðverj- inn eftir keppnina. Báðir voru þeir Fernando Alonso og Felipe Massa að stíga fyrstu skrefin hvor á sinn hátt. Alonso var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari eftir tvö vonbrigðaár hjá Renault og þetta var fyrsta keppni Massa síðan að hann slasaðist lífs- hættulega í Ungverjalandi í júlí á síðasta ári. „Þetta var mjög sérstakur dagur fyrir mig og það er alltaf einstök tilfinning að fá að standa efstur á verðlaunapallinum. Það er gaman að byrja svona vel með Ferrari þar sem sagan er mikil og press- an engu minni. Ég gat ekki byrjað betur,“ sagði Fernando Alonso og Felipe Massa var líka í skýjunum með fyrsta kappakstur ársins. „Við vorum heppnir með að Sebastian Vettel lenti í vandræðum og við komust því fram úr honum. Ég er mjög ánægður með annað sætið og þetta er mjög flott byrjun á tímabilinu fyrir mig,“sagði Fel- ipe Massa sem þakkaði guði fyrir að sleppa ómeiddur. - óój Ferrari vann tvöfaldan sigur í Barein-kappakstrinum þegar formúlan hófst í gær: Alonso byrjar vel með Ferrari TVÖFALT Ferrari-mennirnir Fernando Alonso og Felipe Massa. MYND/AFP HANDBOLTI Framkonur vita það best sjálfar hversu nálægt þær voru að komast í undanúrslit í Áskorenda- keppni Evrópu eftir tvo leiki á móti Makedónska liðinu Metalurg í Sko- pje um helgina. Fram vann fyrri leikinn 29- 26 en hitti síðan á lélegan dag í seinni leiknum í gær, tapaði með sex marka mun, 15-21, og er því úr leik í keppninni. Fram hefði orðið þriðja íslenska kvennaliðið til þess að komast alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppni. „Þetta var alveg ömurlegt. Þær drápu tempóið og þetta var bara göngubolti. Þær fengu að komast upp með það sem var mjög erfitt að eiga við,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram eftir leikinn. Metalurg byrjaði leikinn vel og var fljótlega komið fjórum mörk- um yfir. Það var lítið skorað í fyrri hálfleik sem þýddi að Framliðið mátti ekki tapa með þremur mörk- um því þá færi makedónska liðið áfram á mörkum skoruðum á úti- velli. Fyrri leikurinn taldist nefni- lega vera heimaleikur Fram. Fram skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og minnkaði mun- inn í tvö mörk en staðan var 8-6 fyrir Metalurg í hálfleik. Metalurg skoraði þrjú mörk í röð um miðj- an seinni hálfleik og breytti stöð- unni úr 16-14 í 19-14 og þessi slæmi kafli reyndist vera bana- biti Framstelpna. Karen Knútsdótt- ir minnkaði munn- inn í 19-15 þegar átta mínútur voru eftir en það reyndist vera síðasta mark Fram í leiknum og Metalurg tryggði sér sæti í undanúrslitunum með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. „Við áttum að vinna þetta í dag því við erum með betra lið. Við áttum að fara áfram að mínu mati en við hittum bara á skelfilegan leik sóknarlega. Það voru lykilleik- menn í liðinu sem voru ekki með,“ sagði Einar og bætti við: „Við klúðruðum þessu, því það eru þrír til fjórir leikmenn í liðinu sem eru með samanlagt í kring- um 20/0 nýtingu. Báðar skytturn- ar eru með um 10/0 nýtingu og það er erfitt að vinna leiki þegar svo- leiðis er,“ segir Einar og vonbrigð- in voru mikil. Einar sagði liðið hafa gert vel í fyrri leiknum á laugardaginn. Markvörðurinn Íris Björk Sím- onardóttir varði mjög vel í báðum leikjum samtals, 44 skot. Stella Sigurðardóttir skoraði átta mörk í fyrri leiknum en komst ekki á blað í þeim síðari. „Það sem maður er sárastur yfir með fyrri leikinn er að við skyld- um ekki hafa unnið þann leik stærra. Við vorum að spila mjög vel og það var miklu meiri hraði í leiknum sem hentaði okkur betur,“ segir Einar. „Ég var vongóður m e ð a ð komast í undanúrslit- in en þetta er sennilega okkar slakasti leikur í vetur allavega sóknarlega. Við getum farið að ein- beita okkur að þessu eina verkefni sem eftir er, sjálfu Íslands- mótinu. Við þurfum að gera það almenni- lega og erum von- andi búnar að taka út lélegasta leik- inn í vetur,“ sagði Einar að lokum. ooj@frettabladid.is Við erum með betra lið Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, var að vonum svekktur eftir sex marka tap, 15-21, í seinni leiknum á móti Metalurg í Áskorendakeppni Evrópu í gær. SVART OG HVÍTT Stella Sigurðardóttir var markahæst í fyrri leiknum en sk oraði ekki í þeim síðari. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VONBRIGÐI Einar Jónsson, þjálfari Framliðsins. KÖRFUBOLTI Julia Demirer og Kristrún Sigurjónsdóttir fóru á kostum þegar Hamarskonur unnu 20 stiga sigur á Keflavík, 97- 77, í fyrsta leik liðanna í undan- úrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í Hveragerði á laugardaginn. Julia Demirer var með 25 stig og 16 fráköst og Kristrún Sigur- jónsdóttir bætti við 18 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum. Þær voru saman með 23 stig (Kristrún 12, Julia 11) í fyrsta leikhluta sem Hamar vann 25-9. Það lið kemst í lokaúrslitin um titilinn sem fyrr vinnur þrjá leiki en næsti leikur er í Keflavík á þriðjudaginn. - óój Hamarskonur komnar í 1-0: Julia og Krist- rún öflugar KÖRFUBOLTI Snæfellingar fóru á kostum í Ljónagryfjunni í Njarð- vík í Iceland Express deild karla í gærkvöldi þegar þeir skoruðu 96 stig á heimamenn og unnu 26 stiga stórsigur, 96-70. Snæfellsliðið lagði grunninn að sigrinum með frábær- um fyrri hálfleik sem Hólmararar unnu 57-39 og skoruðu þá 30 stig- um meira úr þriggja stiga skotum en heimamenn í Njarðvík. Þetta var annað stóra tap Njarð- víkinga í röð en þeir töpuðu einn- ig fyrir Keflavík með sannfærandi hætti á fimmtudagskvöldið. Liðið datt fyrir vikið niður í sjötta sæti deildarinnar og missti bæði Snæfell og lærisveina Teits Örlygssonar upp fyrir sig í stigatöflunni. Stjörnumenn komu til baka eftir tapið sára á móti KR á föstudagskvöldið og komust einnig upp fyrir Njarðvík með öruggum 96- 73 sigri á Hamar í Hvera- gerði. Fjölnismenn felldu Breiða- blik úr deildinni með því að vinna tólf stiga sigur á Blikum í Smáranum. Breiðablik er fjórum stigum á eftir liðunum í 7. til 10. sæti þegar aðeins tvö stig eru eftir í pottinum. Sigur Stjörnunnar á Hamar þýðir að Hamar er eitt af fjórum liðum deildarinnar sem eru jöfn að stigum með 14 stig í sætum sjö til tíu en liðin í sætum 7 og 8 komast í úrslitakeppn- ina. Liðin fjögur eru ÍR, Hamar, Tindastóll og Fjölnir. - óój Breiðablik er fallið úr Iceland Express deild karla í körfu eftir leiki gærkvöldsins: Stórsigur Snæfells í Njarðvík SJÓÐHEITUR Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.