Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 46
26 15. mars 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 SJÓNVARPSÞÁTTURINN LÁRÉTT 2. andlegt áfall, 6. karlkyn, 8. munda, 9. stormur, 11. tvíhljóði, 12. ráðagerð, 14. fíflagangur, 16. tveir eins, 17. samræða, 18. hvoftur, 20. óreiða, 21. hávaði. LÓÐRÉTT 1. listi, 3. tveir eins, 4. stappar, 5. vefnaðarvara, 7. örvandi efni, 10. eldsneyti, 13. bók, 15. að auki, 16. skörp brún, 19. ung. LAUSN LÁRÉTT: 2. lost, 6. kk, 8. ota, 9. rok, 11. au, 12. áform, 14. flipp, 16. ee, 17. tal, 18. gin, 20. rú, 21. gnýr. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. oo, 4. stampar, 5. tau, 7. koffein, 10. kol, 13. rit, 15. plús, 16. egg, 19. ný. „Mér líst mjög vel á þetta, það verður mjög gaman að takast á við þetta hlutverk,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir. Hún hefur tekið að sér hlutverk Jóns Grindvík- ings í uppfærslu Þjóðleikhússins á Íslandsklukku Halldórs Laxness. Leikstjórinn Benedikt Erlingsson tekur óneitanlega mikla áhættu með þessu leikaravali sínu því Jón Grindvíkingur er sögulegur í íslenska leikhúsheiminum eftir að Lárus Pálsson fór á kostum í hlut- verkinu og gerði það nánast ódauð- legt. Ilmur gerir sér vel grein fyrir þeirri pressu sem fylgir þessu hlutverki. „Ég fór einmitt á Þjóðar- bókhlöðuna nýverið og fór að lesa ævisöguna hans Lárusar, rak þá augun í glefsur úr dómum sem birtust eftir frumsýninguna sem voru einróma lof. Á meðan ég var að glugga í þetta þá áttaði ég mig á því að Guðjón Pedersen, fyrrum leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu, stóð fyrir aftan mig og var að lesa yfir öxlina á mér en hann lék líka þetta hlutverk,“ segir Ilmur sem er hvergi bangin þótt hún sé þarna að leika karl. „Ég las Íslandsklukk- una þegar ég var sextán ára og mundi ekkert sérstaklega eftir þessum karakter. En ég hef lært ýmsilegt um hann, Hann var mikið bókanörd og bjargaði handriti sem brann með því að skrifa það upp eftir minni,“ segir Ilmur og viður- kennir um leið að hún sé sjálf ekki mikið bókanörd. „Nei, ég er svona „wannabe“ bókanörd, ég er alltaf að bíða eftir ró og friði til að sinna því áhugamáli,“ segir leikkon- an sem hefur nú tekið sér frí frá guðfræðináminu um stundarsak- ir. „Allavega þetta ár og kannski það næsta. En maður er ekki búinn að loka neinum dyrum með þetta, sem betur fer.“ Ilmur segist hafa leikið mörg hlutverk um ævina, meðal annars sjálfa Sölku Völku úr samnefndri bók nóbelskáldsins. „En ég held að ég hafi aldrei séð pabba minn eins glaðan og þegar ég sagði honum að ég ætti að leika Jón Grindvík- ing. Hins vegar brá samkenn- ara hans við Fjölbrautaskólann á Akranesi svolítið, íslenskukennar- anum, og áréttaði mjög alvarlegur að það mætti alls ekki gera grín að honum,“ segir Ilmur. Frumsýnt verður 21. apríl næstkomandi en með önnur hlutverk í sýningunni fara þau Lilja Nótt Þórarinsdóttir sem er sjálf Snæfríður Íslandssól og Ingvar E. Sigurðsson sem leik- ur Jón Hreggviðsson. freyrgigja@frettabladid.is ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR: FETAR Í FÓTSPOR LÁRUSAR PÁLSSONAR Pabbi ánægður að ég fái að leika Jón Grindvíking LEIKUR KARL Ilmur Kristjánsdóttir fer í skó Lárusar Pálssonar og leikur Jón Grindvík- ing í uppfærslu Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Mig langar að gera Las Vegas- sýningu með Sinfó,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Páll Óskar kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í nóv- ember næstkomandi. Páll hyggst flytja mörg af vinsælustu lögum sínum ásamt þessari stærstu hljómsveit landsins, en þeir Þórir Baldursson, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson og Samúel Jón Samúelsson, betur þekktur sem Sammi í Jagúar, sjá um útsetn- ingar. „Við liggjum í útsetningum á lögunum. Þetta er stærsta verk- efnið mitt á árinu,“ segir Páll, sem var í óðaönn að undirbúa afmælisveislu sína á Nasa þegar Frétta- blaðið náði í hann á föstudag. Stóraf- mæli poppstjörn- unnar ber svo upp á morgun. „Ég vil gera 70‘s diskó-útgáf- ur af þessum lögum. Taka það alveg þangað. Svo fæ ég tæki- færi með Sinfó að taka stóru ballöð- urnar og gera þær grand.“ - afb Páll Óskar syngur með Sinfó í nóvember LAS VEGAS-SÝNING Páll Óskar og Sinfó flytja 70‘s diskó-útgáfur af lögum hans. „Ég horfi lítið á sjónvarp en svona þegar ég man eftir hef ég gaman af House og Boston Legal.“ Eyþór Ingi Gunnlaugsson, tónlistarmaður. Heimildarmyndin Hringurinn II eftir Eystein Guðna Guðnason var frumsýnd á Laugaveginum í síðustu viku. Hún er endurgerð myndarinnar Hringurinn sem Friðrik Þór Friðriksson sendi frá sér fyrir 25 árum. Myndirn- ar voru teknar upp í bíl sem ók hringinn í kringum landið án þess að leikarar kæmu við sögu. Frumsýningin gekk vel en Friðrik Þór sjálfur var þó hvergi sjáanlegur þrátt fyrir vonir Eysteins um að hann myndi líta við. Sjónvarpsmanninum Loga Bergmann Eiðssyni og Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, fæddist stúlka á föstudags- kvöld. Stúlkan var rúmar 17 merkur og 54,5 senti- metrar. Þetta er sjötta stúlk- an sem Logi Bergmann eignast. Lítið hefur farið fyrir Birgi Ísleifi Gunnarssyni síðan hann fór fyrir hljómsveitinni The Motion Boys á plötu árið 2008. Birgir hefur þó ekki setið auðum höndum og bráðlega kemur fyrsta sólólagið hans út. Hann lýsir fyrsta laginu sem algjöru popplagi en það eigi ekki endilega við um öll lögin. Þrátt fyrir þetta sólóverkefni sé Motion Boys ekki hætt, það hafi hins vegar haft lam- andi áhrif á bandið að Björn Stefánsson trommari flutti til Danmerkur. -fb, drg FRÉTTIR AF FÓLKI „Maður er að reyna en það gengur mis- vel. Þetta er líklegt en það á eftir að stað- festa nokkra hluti hér og þar,“ segir Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður. Það vakti töluverða athygli þegar Ólaf- ur setti á netið stiklu úr hugsanlegri kvik- mynd sinni, Borgríki. Stiklan hafði heldur snubbóttan endi því áhorfendur voru kvaddir með þeim orðum að þetta væri myndin sem hefði getað orðið að veruleika ef ekki hefði komið til niðurskurðarins á kvikmyndasjóði og yfirlýsinga Páls Magnússonar, útvarps- stjóra RÚV, um að ekki yrði keypt neitt inn- lent efni. En nú gæti Borgríki mögulega orðið að veruleika eftir allt saman. „Við ætlum að reyna á næstu vikum og mánuðum. Það eru margir að hjálpast að innan framleiðslunnar, reyna að finna nýjar leiðir til að framleiða kvikmynd,“ segir Ólafur. Með helstu hlutverkin í myndinni fara þau Ágústa Eva Erlendsdóttir og Ingvar E. Sig- urðsson en Ólafur segir hana sýna undir- heimana frá ólíkum sjónarhornum, þetta sé alvöru, harðsoðin glæpamynd. „Sagan verður sögð frá sjónarhóli íslenskra glæpa- manna, serbneskra krimma og svo löggunnar og fleiri,“ útskýrir Ólafur. Leikstjórinn segir gulrótina fyrir leikarana vera þá að með þátttöku sinni fái þeir kærkomið frí frá öllu krepputalinu. „Maður gefst hreinlega bara upp á því að fylgjast með stöðugum Icesave- fréttum og upp-komst-um-þennan-fréttum. Þetta gæti bara verið hálfgerð meðferð frá þessu öllu, tækifæri til að útiloka þetta allt,“ segir Ólafur. - fgg Gerir myndina sem aldrei átti að gera LÆTUR SLAG STANDA Borgríki er ekta glæpamynd um íslenska og serbneska glæpamenn og baráttu lögreglunnar við þá. Ólafur Jóhannesson hyggst reyna að gera myndina þrátt fyrir niðurskurð kvikmyndasjóðs og yfirlýsingar Útvarpsstjóra. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.