Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 2
2 16. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR Bjóðum heildarlausnir þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Taktu upp símann eða sendu okkur línu og við göngum í málið. Ármú la 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · Fax 533 5061 · t epp i@stepp · www. s t epp . i s Ó ! · 1 3 1 3 6 teppi@stepp.is Vilhjálmur, er ekki öruggast að fá næstu samninga á álpappír? „Líst vel á það ef innihald kjara- samningsins verður til hagsbóta fyrir starfsmenn.“ Vilhjálmur Birgisson er formaður Verka- lýðsfélags Akraness sem krefst þess að laun starfsmanna í álveri Norðuráls í Hvalfirði verði jafnhá launum starfs- manna álvers Alcan í Straumsvík. FÓLK Furðufiskur sem fannst spriklandi úti í móa við Stekkjarhvamm í Hafnarfirði er síberíustyrja. Talið er að fugl hafi veitt skrautfiskinn úr tjörn við hús í Hafnar- firði. Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að tíu ára stúlka í Hafnarfirði fann styrjuna, sem var enn með lífsmarki, eftir að fiskur missti hann úr goggi sínum á flugi yfir móann. Jónbjörn Pálsson, fiskifræðingur frá Hafrannsókna- stofnun, rannsakaði fiskinn um helgina. Hann segir að þetta sé síberíustyrja, sem heitir acipenser baerii á lat- ínu, og er ein fjögurra styrjutegunda sem vinsælt er að selja sem skrautfiska í tjarnir erlendis. „Ég hef heyrt sögur um að mávar og jafnvel kettir hreinsi allt líf úr tjörnum,“ segir Hlynur Grétarsson. Hann rekur Fiskaspjall.is þar sem um 1.600 skraut- fiskaeigendur skrifa um sitt áhugamál. Hlynur segir það hafa færst í vöxt að skrautfiskar séu settir í tjarnir við íbúðarhús og veit um nokkrar slík- ar tjarnir í Hafnarfirði. „Eigendurnir taka ekki eftir neinu fyrr en þeir setja sólstóla út við tjörnina eitthvert kvöldið,“ segir Hlynur. „Ég er hissa á að mávur hafi náð í styrjuna. Hún er botnfiskur.“ Hann segir algengast að fuglar og kettir veiði gullfiska og þær tegundir sem eru næst yfirborði tjarnanna.“ Eigandi styrjunnar hefur ekki gefið sig fram. Hlynur segir líklegt að hann hafi greitt um 20.000 krónur fyrir 25 cm langa styrju í íslenskri skrautfiskaverslun. - pg Furðufiskurinn sem fannst úti í móa í Hafnarfirði er síberíustyrja: Tekinn úr tjörn við íbúðarhús SÍBERÍUSTYRJA Eva Dögg Steinarsdóttir Röver, til vinstri fann síberíustyrjuna spriklandi í móa við Stekkjarhvamm í Hafnar- firði. FRÉTATBLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Ingunni Wernersdótt- ur verður gert að greiða þrotabúi Milestone aftur 5,2 milljarða sem hún fékk fyrir hlut sinn í félaginu á árunum 2006 til 2007. Bræður hennar, Karl og Steingrímur, slógu lán hjá Milestone til að kaupa af henni hlutinn. Skiptastjórinn lítur svo á að lánin hafi í raun runnið beint til Ingunnar, og því stendur til að höfða skuldamál til að freista þess að endurheimta féð. Þetta var meðal þess sem fram kom á kröfuhafafundi Milestone í gærmorgun. Þar kynnti skipta- stjórinn, Grímur Sigurðsson, kröfuhöfum skýrslu endur- skoðunarfyrir- tækisins Ernst & Young um málefni Mile- stone. Greindi hann frá því að ástæða væri til að höfða um tuttugu dóms- mál og í skoðun væri hvort tilefni væri til ríflega tíu mála til viðbótar. Flest málin eru ýmist skulda- mál eða riftunarmál, en einnig er hugsanlegt að einhver málin muni varða skaðabótaábyrgð stjórnenda. Riftunarmálin eru að stærstum hluta vegna gjafagjörn- inga. Grímur segir að ekki sé þó um að ræða gjörninga sem bein- línis brjóta í bága við lög, að því er honum sýnist. Heildarupphæð gjörninganna sem reyna á að rifta eða endur- heimta með öðrum hætti liggur ekki fyrir að sögn Gríms. Einnig er með öllu óvíst hvort eitthvað sé að sækja til þeirra sem málin munu beinast gegn. - sh Skiptastjóri Milestone sér fram á að höfða rúmlega tuttugu dómsmál: Ingunn rukkuð um fimm milljarða INGUNN WERNERSDÓTTIR SVÍÞJÓÐ Volvo XC60-bílana má ekki lengur markaðssetja sem „öruggasta í heimi“. Japanski bílaframleiðandinn Toyota vann dómsmál í Svíþjóð gegn Volvo, sem nú er í eigu Ford-bílaframleiðandans. Niðurstaða dómsins er fyrr- greint bann, ásamt því að Volvo þarf að greiða málskostnað Toy- ota, milljón sænskra króna. Aftonbladet greinir frá því að dómstóllinn hafi ekki fallist á rök Volvo fyrir fullyrðingunni. - kóþ Toyota hafði betur í Svíþjóð: Volvo má ekki segjast öruggast SKÓLAR Fimm nemendur við lagadeild Háskólans í Reykja- vík undirbúa nú þátttöku sína í stærstu málflutningskeppni heims, Willem C. Vis Internation- al Commercial Arbitration Moot. Áður en sú keppni hefst, 25. mars, munu Íslendingarnir taka þátt í tveimur æfingakeppnum, annarri í Düsseldorf í Þýskalandi og hinni í Miskolc í Ungverja- landi áður en haldið verður til Vínarborgar þar sem aðalkeppn- in stendur til 2. apríl. Síðasta æfing íslensku laga- nemanna var í gær í nýjum sal í byggingu Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík og var aðgangur þá opinn öllum. Kom fram í tilkynn- ingu frá skólanum að þátttaka í málflutningskeppni sé víðast hvar erlendis talin mikilvægur þáttur í laganámi. - gar Laganemar í keppnisferð: Brýnt að keppa í málflutningi BANDARÍKIN Á vefnum Wikileaks hefur verið birt tveggja ára gamalt trúnaðarskjal frá leyni- þjónustu bandaríska hersins, þar sem lagt er á ráðin um að vega að heimildarmönnum vef- síðunnar með því að sækja þá til saka, reka þá úr starfi og birta nöfn þeirra opinberlega fyrir að hafa birt trúnaðarupplýsingar á vefnum. Í tilkynningu frá Wikileaks segir að þessi herferð gegn síð- unni hafi engum árangri skilað þau tvö ár sem liðin eru. Ríkisútvarpið skýrði í gær frá því að í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu er hafin rannsókn á leka á trúnaðarskýrslu um sam- skipti sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi við íslenska emb- ættismenn. Fullyrt er að fangelsisvist geti beðið hins seka. - gb Bandarísk stjórnvöld: Hótanir í garð Wikileaks UTANRÍKISMÁL Tvær rússneskar herþotur birtust á hérlendum ratsjám að morgni miðvikudags- ins síðasta. Þær virtust á leið í hringflug um landið, að því er RÚV greindi frá í gær. Danskar orrustuþotur bægðu þeim frá og héldu rússnesku vél- arnar þá í átt til Færeyja þar sem breskar herþotur tóku á móti þeim. Þoturnar sneru því næst til síns heima. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem rússneskar herþotur nálgast Ísland. Vélarnar voru 155 sjómílur austur af land- inu og létu ekki vita af ferðum sínum. Rússanna varð vart sex- tán sinnum á síðasta ári, en frá því að Bandaríkjaher hvarf á brott árið 2006 hafa Rússar flog- ið nærri okkur 62 sinnum. - sh Tvær herþotur nærri Íslandi: Rússaflugið heldur áfram EFNAHAGSMÁL Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.176 milljörð- um króna í lok síðasta árs, eða 78 prósentum af vergri lands- framleiðslu. Skuldir ríkissjóðs voru 310 milljarðar árið 2007 og hafa því tæplega fjórfaldast frá þeim tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Hreinar skuldir, eða skuldir að frádregnum peningalegum eignum, námu 39 prósentum af landsframleiðslu, en á móti hreinum skuldum standa ýmsar eignir, meðal annars í fjármála- og orkufyrirtækjum. Gert er ráð fyrir að heildar- afkoma ríkissjóðs verði í jafn- vægi 2012 og að afkoman verði jákvæð 2013. - sh Skuldir ríkissjóðs 78% af VLF: Heildarskuldir 1.176 milljarðar FÓLK „Þarna get ég farið án þess að borga inn. Auðvitað kostar þetta stórfé í popp og kók en það er val- frjálst,“ segir Guðjón Sigurðs- son, sem eins og aðrir sem eru í hjólastólum, fær frítt á sýningar í Smárabíói. Konstantín Mikaelsson, yfirmað- ur kvikmyndadeildar í Smárabíói, segir að strax í upphafi hafi kvik- myndahúsið verið hannað til að geta tekið á móti fólki í hjólastól- um. Í stærsta salnum séu tvö sér- stök stæði fyrir hjólastóla en eitt stæði í hinum sölunum. „Það var ákveðið strax í byrjun að rukka ekki þennan hóp og það hefur ekki þótt ástæða til að end- urskoða það. Það má segja að þótt þetta fólk sé að njóta myndarinnar eins og aðrir þá tekur það ekki sæti frá öðrum því það kemur með sitt eigi sæti,“ segir Konstantín, sem kveður þessa þjónustu ekki hafa verið kynnta sérstaklega. „Þótt ég minnist þess ekki að við höfum þurft að vísa neinum í hjólastól frá þá komum við ekki mörgum fyrir á hverja sýningu. Þetta hefur hins vegar borist frá manni til manns.“ Konstantín segir fyrirkomulag- ið eingöngu eiga við um bíógesti í hjólastólum. Aldraðir og öryrkjar fái hins vegar afslátt. Fólk sé vissu- lega þakklátt fyrir þjónustuna. „Og auðvitað erum við alltaf þakklát ef fólk er þakklátt – það er ekki svo oft sem það gerist,“ segir hann. Aðspurður kveðst Guðjón ekki fara mjög oft í bíó. „En þegar ég fer þá fer ég í Smárabíó,“ segir hann. Guðjón, sem sjálfur er í hjóla- stól vegna MND-sjúkdóms, útskýr- ir að sumir sem séu í hjólastólum þurfi að hafa með sér aðstoðar- mann á kvikmyndasýningar eða tónleika. Það fari meðal annars eftir einstaklingunum og aðstæð- um á hverjum stað. „Þá þarf maður venjulega að kaupa tvo miða því það þarf að borga fyrir aðstoðar- manninn líka. Oftast fer ég á bíó með fjölskyldu eða vinum en ef ég þyrfti að hafa aðstoðarmann með mér í Smárabíó þá borgaði ég bara fyrir einn. Það munar um það og það á að vekja athygli á því sem vel er gert.“ gar@frettabladid.is GUÐJÓN SIGURÐSSON Góð aðstaða er fyrir gesti í hjólastólum í Smárabíói. Það eyðileggur ekki ánægjuna að ókeypis er fyrir þennan hóp á sýningar í kvikmyndahúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fólk í hjólastól fær ókeypis í Smárabíó Það á að vekja athygli á því sem vel er gert, segir Guðjón Sigurðsson sem er í hjólastól og fær því ókeypis aðgang að Smárabíói. Konstantín Mikaelsson hjá Smárabíói segir fólk þar þakklátt ef aðrir séu þakklátir − það gerist ekki svo oft. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.