Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 6
6 16. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR N1 Deildin KONUR Þriðjudagur Fylkishöll Ásvellir Mýrin Fylkir - HK Haukar - Víkingur Stjarnan - Valur 19:30 19:30 19:30 2009 - 2010 að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum Landsaðgangs Ársfundur Fundurinn verður í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu við Arngrímsgötu í Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.hvar.is verður haldinn föstudaginn 19. mars kl. 15.00. MENNTAMÁL Umboðsmað- ur Alþingis hefur úrskurðað að fjölbrautaskóla hafi verið óheimilt að breyta einkunn nem- anda á prófi í íslensku. Nemandinn fékk einkunn- ina 5 í lokaáfanga í íslensku á prófskírteini. Hann fór síðan á prófsýningu þar sem kennari í áfanganum tilkynnti honum að einkunnin hefði misritast og breytti einkunninni í 4 á próf- skírteini nemandans. Nemandinn sætti sig ekki við þessar málalyktir og fékk lög- fræðing til að kæra málið til menntamálaráðuneytis fyrir sína hönd. Ráðuneytið staðfesti hins vegar ákvörðun skólans. Lögfræðingurinn kærði því málið til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd skjólstæðings síns. Umboðsmaður féllst ekki á rök menntamálaráðuneytis- ins og beindi þeim tilmælum til ráðuneytisins að málefni nem- andans yrðu skoðuð að nýju ef ósk bærist um það. - jhh Fjölbrautaskóli gekk of langt: Var óheimilt að breyta einkunn VIÐSKIPTI Willam Fall, fyrrverandi forstjóri fjárfestingarbankans Straums, hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra á alþjóðasviði breska bankans Royal Bank of Scotland. Fall, sem er dýralæknir að mennt, er reynslubolti innan fjár- málaheimsins og þekktur sem slík- ur á meginlandi Evrópu, að sögn netútgáfu Financial News. Hann var yfirmaður á alþjóðasviði Bank of America á árunum 2001 til 2006 en tók við forstjórastólnum hjá Straumi 2007. Þaðan hvarf hann á braut þegar skilanefnd Fjármála- eftirlitsins tók lyklavöldin í bank- anum í mars í fyrra. - jab Willam Fall í bankann á ný: Sér um alþjóða- svið hjá RBS WILLIAM FALL Fyrrverandi forstjóri Straums. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA VERSLUN Fjórtán prósent samdrátt- ur varð í áfengissölu fyrstu tvo mánuði þessa árs miðað við janúar og febrúar 2009. „Ljóst er að verðhækkanir hafa haft þessi áhrif,“ segir á heimasíðu Rannsóknaseturs verslunarinnar á Bifröst. „Neysla áfengis virðist fara hratt minnkandi ef marka má þann mikla samdrátt sem orðið hefur í sölu þess að undanförnu.“ Í febrúar var áfengisverð 18,2 prósent hærra en í febrúar 2009. Rannsóknasetur verslunarinnar birti í gær upplýsingar um veltu í verslun í febrúar. Velta dagvöruverslunar í landinu dróst saman um 1,1 prósent á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Fataverslun var 5,2 prósent minni nú en í febrúar 2009 á föstu verð- lagi. Verð á fötum hafði hækkað um 12,4 prósent milli ára. Skóverslun dróst saman um 9,2 prósent og var verð á skóm 19,9 prósent hærra en í febrúar í fyrra. Húsgagnaversl- un dróst saman um 27,2 prósent á föstu verðlagi. Hins vegar jókst raftækjasala um 2 prósent frá febrúar 2009 þrátt fyrir að verð á raftækjum hafi hækkað um 13,8 prósent á því tímabili. - pg Samdráttur í öllum tegundum verslunar nema sölu raftækja: Verðhækkanir draga úr sölu áfengis ÁTVR Áfengi hefur hækkað í verði um átján prósent frá því í febrúar í fyrra og salan minnkað um fjórtán prósent á sama tíma. REYKJAVÍK Borgarráð á ekki að heimila raflínuframkvæmdir í Heiðmörk eða á vatnsverndarsvæð- um Reykvíkinga yfirleitt. Með því væri þjónkað við þrönga sér- og skammtímahagsmuni og vatnsverndarsvæðin lögð í bráða hættu, að sögn Ólafs F. Magnússon- ar borgarfulltrúa, sem lagði fram tillögu þessa efnis í borgarráði á fimmtudag. Hann segir engar for- sendur fyrir frekari orkusölu til álfyrirtækja. Tillögunni var vísað til umsagnar Orkuveitunnar og umhverfis- og samgönguráðs. - kóþ Ólafur F. Magnússon: Gegn raflínum í Heiðmörkinni Ætti félagsmálaráðherra einnig að knýja fram afskriftir á hús- næðislánum? JÁ 88% NEI 12% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga bankastarfsmenn skilið að fá bónusgreiðslur? Segðu skoðun þína á visir.is. MIÐBORGIN Bílastæðasjóður Reykja- víkur mun leggja um 400 milljónir króna til félags, sem stofnað verð- ur um bílastæðahús Hörpu, nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. Síðastliðið sumar var stofnkostn- aður við bílakjallara Hörpu með 545 stæðum áætlaður 2,6 milljarð- ar króna eða rúmar 4,7 milljónir á hvert stæði. Borgin mun eignast 105 af þeim stæðum, segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Taka á húsið í notkun á næsta ári. Upphaflega áttu að vera 1.600 stæði í húsinu en það breyttist í kjölfar hrunsins. Hlutafélag verður myndað um rekstur bílastæðahússins. Rekstr- inum verður ætlað að standa undir sér, segir Kolbrún. Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Portusar, eignar- haldsfélags Hörpu, segir að auk Bílastæðasjóðs muni félög tengd Portusi, eiga hlut í félaginu. Eignarhlutföll hafa ekki verið end- anlega ákveðin. Kolbrún staðfesti að miðað við 400 milljóna framlag borgarinn- ar og 10 prósenta ávöxtunarkröfu þyrftu um 400.000 króna tekjur að koma fyrir hvert stæði á ári til að reksturinn standi undir sér, eða um 33.000 krónur á mánuði. Mán- aðarkort í þau sjö bílastæðahús, sem nú eru í eigu borgarinnar, kosta frá 4.000 upp í 9.600 krón- ur. Höskuldur Ásgeirsson vildi ekki veita upplýsingar um rekstraráætl- anir. Hann segir að ýmsir tekju- möguleikar aðrir en stæðagjöld verði nýttir. Til dæmis verði seld- ar auglýsingar á veggi bílastæða- hússins og ýmis önnur hliðarþjón- usta veitt. - pg Bílastæðasjóður leggur fram 400 milljónir fyrir 105 bílastæði í kjallara Hörpu: Sérstakt félag stofnað til að reka hallalaust bílastæðahús FJÖGURRA MILLJÓNA STÆÐI Stofnkostn- aður við hvert bílastæði í bílastæðahúsi í miðborginni er nærri fjórum milljónum króna. 545 ný stæði verða í bílastæða- húsi Hörpunnar, nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HEILBRIGÐI Sjö ára stúlka innbyrti um helgina tífaldan skammt af sýklalyfinu Furadantin, sem móðir hennar hafði leyst út í Árbæjar- apóteki. Málið hefur verið kært til Lyfjastofnunar. Samkvæmt lyfseðlinum átti stúlk- an að taka inn þrjá fimm milli- gramma skammta á dag, en mæðg- urnar gengu út úr lyfsölunni með glas sem innihélt 50 milligramma skammta. Móðir telpunnar gaf henni svo þessa skammta. Stúlkan, Rosalía Hanna Canales Cederborg, fékk blöðrubólgu í lið- inni viku og fór til læknis á fimmtu- dag. Lyfið var leyst út þann daginn og strax um kvöldið kvartaði stúlk- an undan magaverk. „Á föstudaginn kastaði hún upp og var slöpp allt kvöldið. Ég hélt að hún væri komin með ælupest,“ segir móðir hennar, Maria Cederborg, í kæru sem hún hefur sent til Lyfja- stofnunar. Maria gaf dóttur sinni lyfið aftur á laugardaginn, þrátt fyrir að stelp- an færðist undan því. Þegar Rosalía kastaði upp annan daginn í röð runnu tvær grímur á móðurina og hún áttaði sig á mis- tökunum. „Við vorum heppin að þetta var ekki skaðlegra lyf. Hugsaðu þér ef þetta hefði verið eitthvað annað, eitthvað sem skemmir,“ segir Maria. Hún tekur fram að hún sé í góðu sambandi við apótekið og að þar séu allir miður sín vegna þessa. Hún hefur vakið athygli Lyfjastofn- unar á málinu til að fyrirbyggja að svona geti komið fyrir aftur. Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir að þetta mál fari nú í ferli hjá stofnuninni. Kannað verði hvað fór úrskeiðis og síðan óskað eftir viðbrögðum frá lyfsala um hvernig komið verði í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. „Sem betur er þetta sjaldgæft, að minnsta kosti okkur vitanlega,“ segir Rannveig. Lyfjastofnun hefur ekki réttindi sjúklinga á hendi og Rannveig vill því ekki segja til um hvaða rétt neytendur hafa í tilfelli sem þessu, til dæmis til skaðabóta. Spurð um viðurlög vegna mis- taka lyfsala segir Rannveig: „Það er metið í hverju tilfelli fyrir sig, en ef það eru mörg mistök í sömu lyfjabúð þá getur viðkom- andi aðili fengið áminningu sem gæti leitt til leyfissviptingar.“ Kristján Steingrímsson lyfja- fræðingur í apótekinu staðfestir mistökin. „Því miður var þetta ranglega afgreitt,“ segir hann. Nú sé vand- lega farið yfir verkferla innanhúss. klemens@frettabladid.is Barn fékk tífaldan sýklalyfjaskammt Mistök í apóteki urðu til þess að sjö ára stúlka innbyrti tífaldan skammt af sýklalyfinu Furadantin. „Við vorum heppin að þetta var ekki skaðlegra lyf,“ seg- ir móðirin. „Sem betur fer er þetta sjaldgæft,“ segir forstjóri Lyfjastofnunar. ROSALÍA OG MARIA MÓÐIR HENNAR Stúlkan fékk tífaldan skammt af lyfi við blöðru- bólgu, en meðal sjaldgæfra aukaverkana af því eru gula, hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir. Einnig mæði, útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á föstudaginn kastaði hún upp og var slöpp allt kvöldið. Ég hélt hún væri komin með ælupest. MARIA CEDERBORG MÓÐIR ROSALÍU HÖNNU CANALES KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.