Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 8
8 16. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR FERÐAIÐNAÐUR Alls bjóða nú 96 aðil- ar upp á gistingu í 4.898 rúmum á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í gögnum frá Ferða- málaráði sem lögð voru fram á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Eins og við er að búast eru flest gistirúmin í 101 Reykjavík eða 2.060 talsins. Í póstnúmerinu 105 eru næstflest rúm, 1.342. Að því er segir í greinargerð sem lögð var fyrir skipulagsfull- trúa er búist við fjölgun ferða- manna til landsins. „Með tilkomu tónlistar- og ráð- stefnuhússins eru bundnar vonir við aukningu ráðstefnugesta til landsins og með auknum sam- göngum til landsins og fleiri áfangastöðum hjá flugfélögun- um geta ferðaþjónustuaðilar ekki verið annað en bjartsýnir á fram- haldið,“ segir í greinargerðinni. Eðlilega er gistiþörfin mest mánuðina júní, júlí og ágúst og miðborgin hefur mesta aðdráttar- aflið. „Með auknu gistirými í mið- borginni mun að líkindum halla á gististaði utan miðborgarinnar,“ er spáð í greinargerðinni. Fram hefur komið að ýmis áform um fjölgun gistirýma eru uppi, meðal annars rekstur hótels í gömlu Heilsuverndarstöðinni á Baróns- stíg, eins og Fréttablaðið hefur skýrt frá. Mesta nýting gistirýma á höfuðborgarsvæðinu á einum stökum mánuði er rúmlega 80 prósent. Nýtingin sveiflaðist á milli þess að vera 81 prósent í júlí niður í 35 prósent í desember á árinu 2008 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Oftast er því hægt að fá gist- ingu eftir eigin höfði en á viss- um álagstímum, til dæmis vik- urnar í kring um menningarnótt og Gay Pride-hátíðina, fá ekki allir þá gistingu sem þeir helst kjósa. „Gestir urðu að sætta sig við gistiheimili og hótel utan mið- borgarinnar, til dæmis í Kópavogi og Mosfellsbæ,“ segir í greinar- gerðinni. gar@frettabladid.is HEIMILD: FERÐAMÁLARÁÐ ÍSLANDS NÝTING GISTIRÝMA Tölur fyrir höfuðborgarsvæðið 2008. Mánuður Prósent Janúar 36,8 Febrúar 49,4 Mars 45,4 Apríl 51,1 Maí 61,4 Júní 76,2 Júlí 80,9 Ágúst 80,4 September 65,1 Október 57,7 Nóvember 44,8 Desember 35,1 Heimild: Hagstofa Íslands. Gistirýmið er aldrei fullnýtt í Reykjavík Ferðamálastofa segir 4.898 gistirúm á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til þess að ferðamönnum fjölgi með tónlistarhúsinu og fleiri ferðum í áætlunarflugi. Aukið gistirými í miðbænum er talið munu bitna á á gististöðum í úthverfum. HÓTELRÝMI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Eftir því sem fjær dregur miðborg Reykjavíkur minnkar framboð gistirýma fyrir ferða- menn. 96 bjóða nú gistingu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum Ferðamálaráðs. Með auknu gistirými í miðborginni mun að líkindum halla á gististaði utan miðborgarinnar. GREINARGERÐ FERÐAMÁLARÁÐS TIL SKIPULAGSFULLTRÚA Í REYKJAVÍK 101 107 105 103 108 104 200 109 111 110 112 210 220 101 Herbergi: 1.561 Íbúðir: 60 Rúm: 2.060 Hús: 1 Svefnpokapláss: 22 Fjöldi aðila: 49 105 Herbergi: 932 Rúm: 1.342 Svefnpokapláss: 30 Fjöldi aðila: 20 108 Herbergi: 426 Rúm: 674 Fjöldi aðila: 8 210 Íbúðir: 13 Fjöldi aðila: 1 107 Herbergi: 211 Rúm: 415 Fjöldi aðila: 1 220 Herbergi: 134 Íbúðir: 1 Rúm: 251 Fjöldi aðila: 49 109 Herbergi: 10 Rúm: 14 Fjöldi aðila: 2 203 Herbergi: 10 Rúm: 18 Fjöldi aðila: 1 110 Herbergi: 12 Íbúðir: 18 Rúm: 17 Fjöldi aðila: 2 112 Herbergi: 2 Íbúðir: 1 Fjöldi aðila: 1 203 200 Herbergi: 17 Rúm: 35 Fjöldi aðila: 1 270 Herbergi: 30 Rúm: 72 Hús: 1 Svefnpokapláss: 5 Fjöldi aðila: 4 Samtals Herbergi: 3.345 Íbúðir: 93 Rúm: 4.898 Hús: 2 Svefnpokapláss: 57 Fjöldi aðila: 96 2.060 1.342 415 674 14 17 35 18 215 72 xx Tala rúma í póstnúmeri Gistirými á höfuðborgarsvæðinu Allar velkomnar! Stjórn Kvennahreyfi ngar Samfylkingarinnar Ársþing Kvennahreyfi ngar Samfylkingarinnar 17:00 Setning: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður Kvennahreyfi ngar Venjuleg aðalfundarstörf 17:30 Þokumst við á hraða snigilsins? Erindi og pallborðsumræður um þátttöku og fj ölgun/ fækkun kvenna í stjórnum fyrirtækja Þátttakendur: Hafdís Jónsdóttir, formaður FKA Þóranna Jónsdóttir, Auður Capital Rakel Sveinsdóttir, Credit-Info Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Stjórnandi: Ása Richardsdóttir, fyrrverandi fulltrúi Samfylkingar í stjórn Landsbanka Íslands 20:00 Kvöldverður á Hótel Örk Kvöldið verður helgað óvæntum uppákomum og uppi- standi. Ræðukona kvöldsins: Dagný Ósk Aradóttir formaður Ungra jafnaðar manna. Veislustjórn: Sigrún Stefánsdóttir, bæjar fulltrúi á Akureyri. DJ Dagný leikur fyrir dansi fram á rauða nótt. Skráningarfrestur til 17. mars í tölvupósti á samfylking@samfylking.is eða í síma 414 2200. Hótel Örk í Hveragerði, föstudaginn 19. mars Restaurant Pizzeria Gallerí – Café Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Þriðjudagstilboð. Allar pizzur og pastaréttir á hálfvirði í dag. hornid.is 50 kassar UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.