Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 14
14 16. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Margt er verra en að læra af reynslunni, því að mann- eskjan gerir sömu mistök aftur og aftur, öld eftir öld, hvar í heim- inum sem er. Mér er minnisstætt þegar ég hitti gamlan kunningja á förnum vegi rétt fyrir kredit- kortavæðingu, virtan mann og veraldarvanan. Hann kvaðst hafa verið í bankanum þeirra erinda að sækja um gjaldeyri fyrir móður sína sem var stödd erlendis. Þegar hann var búinn að fylla út nauð- synlega pappíra þar spurði banka- maðurinn hvort hann ætlaði að bíða eða koma seinna. Maðurinn trúði naumast eigin eyrum: „Ertu að segja að ég geti fengið gjaldeyr- inn í dag? Núna?“ spurði hann for- viða, og svo reyndist vera. Meðan hann beið rann upp fyrir honum að hann hafði smám saman lagað sig svo að ríkjandi skömmtun og forræðisstefnu að hann var farinn að líta á hana eins og hvert annað náttúrulögmál. Upplifði afgreiðslu gjaldeyris samdægurs nánast sem kraftaverk. Margt bendir til þess að sitjandi ríkisstjórn telji hagsmunum okkar og velferð best borgið með því að haft sé vit fyrir okkur. Í krafti þess hvað ástandið sé alvarlegt þurfi almenningur að skilja að það sé honum fyrir bestu. Geðþótta- ákvarðanir sérvitringa í ráðherra- stólum eiga að ráða veðri og vind- um í atvinnulífi og uppbyggingu. Jafnvel í slíkum málum tjá þeir sig í fyrstu persónu. Ekki er rætt um að ríkistjórnin hafi samþykkt eða ákveðið þetta eða hitt heldur: „Ég hef ákveðið! Mín skoðun í þessu máli er ekkert leyndarmál!“ og svo framvegis. Lýðræðistalið er til hátíðarbrigða, ekki heimabrúks. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá fyrir sér hvert stefnir ef fram fer sem horfir, burtséð frá Icesave og Evrópusambandinu. Þó að þetta tvennt sé möndullinn í umræðu og upphrópunum og sé að sliga samfélagið, verðum við að standa upprétt og vera vakandi. Réttlætiskennd almennings Þegar viðreisnarstjórnin tók við á sínum tíma voru tollar á svoköll- uðum lúxusvörum, eins og nælon- sokkum og úrum, tvö til þrjú hundruð prósent. Í hagskýrslum var ekki hægt að sjá að íslenska þjóðin notaði þennan varning, en þó var enginn skortur á honum í landinu. Til að innflutningur- inn kæmist í löglegt og eðlilegt horf var flutt frumvarp um lækk- un þessara tolla í 60-70 prósent. Smyglið hætti, notendur fengu vörurnar á lægra verði og ríkis- sjóður hagnaðist um tugi millj- óna við að lækka tollana. Um þetta sagði þáverandi fjármálaráðherra, að skattalög yrðu að samræmast réttlætiskennd manna. Ég held að það sé hárrétt. Ég veit ekki hvað stendur um þetta í hagfræðiritum, en reynslan sýnir að mannlegt eðli hefur gjarnan ákveðin þolmörk á þessu sviði. Fari álögur langt fram úr því sem samrýmist réttlætiskennd- inni, leita menn leiða til að komast undan þeim, og það mun gerast hér á landi eins og annars staðar. Þegar svo er komið líta menn ekki svo á að þeir séu að svíkja undan skatti eða víkjast undan samfé- lagsábyrgð. Þeir telja að verið sé að níðast á þeim og þeir ætla ekki að láta það yfir sig ganga. Þá herða yfirvöld kannski eftirlitið og gera viðurlög óbærilegri, en það verður ekki til að glæða réttlætis- kennd almennings á þessu sviði. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er þetta oftast á þennan veg. Umvandanir pólitískra trú- boða breyta engu þar um. Þegar Friðrik Sophusson var kjörinn á þing í fyrsta sinn, var hann spurður í blaðaviðtali hvaða erindi hann teldi sig hafa á þessa samkomu. „Ég er fulltrúi þeirra sem vilja fá að vera í friði,“ sagði hann. Hann orðaði þannig stefnu samflokksmanna sinna á annan veg en stendur í stefnuplöggum, en það skilst. Sá sem skilar sínu til samfélagsins og stendur sína plikt á ekki að þurfa að eiga allt undir hinu opinbera. Hið opinbera á ekki að vera í foreldrahlutverki heldur þjónustuhlutverki. Sjálfri finnst mér undarlegt að tala eins og skortur á regluverki, hömlu- leysi og dómgreindarbrestur nokk- urra manna og ásælni þeirra í fé og frægð hafi gengisfellt frels- ið. Ekki síst frelsi einstaklingsins til athafna. Frelsi án ábyrgðar er ekki frelsi. Frelsið er of dýrmætt og dásamlegt til að nota það í póli- tísku skítkasti, og jafn fáránlegt að slengja fram slíkum ásökunum og að taka þær til sín. Í vikunni er þess minnst að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur starfað í sex áratugi. Vonir brugðust um að hljómsveitin fagn- aði afmæli sínu í nýju tónlistarhúsi. Því verða afmælistónleik- ar hljómsveitarinnar á fimmtudag í dauðum sal Háskólabíós, sal sem hefur reynst hljómsveitinni erfiður allar götur frá því húsið var reist fyrir fjármuni Sáttmálasjóðs 1961. Fyrir þann tíma var hljómsveitinni gert að leika í Austurbæjarbíói og Þjóð- leikhúsinu. Gestir og áhangendur Sinfóníunnar hafa mátt gera sér að góðu að heyra samhljóm hennar í tónleikasölum af öllu tagi til þessa, nema þeir hafi átt því láni að fagna að heyra hana í öllu sínu veldi í bestu tónleikahúsum annarra landa þar sem hún hefur spilað, þar sem hún hefur náð þeim hæðum sem henni eru færar, og uppskorið það lof sem hún á skilið á góðum degi. Þeir sem njóta sinfónískrar tónlistar að staðaldri vita að efnis- skrár stórra hljómsveita geta hljómað misvel. Hin klassíska mennt tónlistar á Íslandi á ekki að baki nema rétta öld. Við upphaf þess tíma áttu tónlistarmenn einungis völ á störfum á öldurhúsum. Salon-tónlist var í besta falli lifibrauð þeirra sem gengið höfðu hinn stranga veg þjálfunar frá blautu barnsbeini þar til ráðist var í að gera sinfóníska sveit úr Hljómsveit Reykjavíkur. Lengi vel var sveitin mönnuð af íslenskum tónlistarmönnum í hlutastarfi og erlendum farandleikurum sem sumir hverjir festu hér rætur. Af samstilltu átaki áhugamanna um tónlistarmenntun og stórri sveit tónlistarmanna hófst sú bylgja sem hefur fleytt okkur hingað: um allt íslenskt samfélag er sístarfandi menntuð og metnaðarfull sveit tónlistarmanna. Æ fleiri búa við langvinna menntun í hljóðfæra- leik, kórastarf er í blóma og virk þekking á tónlist og tónlæsi færist í vöxt enn um sinn. Kórónan á því iðandi sköpunarverki er Sinfón- ían – besta bandið í bænum – eins og elstu menn af poppkynslóðinni kalla hljómsveitina þegar úrdrátturinn verður mönnum tiltækur af virðingu og kosið er að halda sig frá hástemmdu lofi. Því meðal tónlistariðkenda nýtur Sinfónían óskoraðrar virðingar. En þjóðin – hlustar hún á Sinfóníuna? Víst hlustar hún áköf á sinfóníska tónlist, oftast án þess að gera sér grein fyrir því, í kvikmyndum og í sjónvarpi, hljóðvarpi og af diskum og plötum. Sinfónísk tónlist umlykur okkur í hinum alltumlykjandi tónheimi sem íbúar Vesturlanda hrærast í. Líka við. Tónleikaflóran á Íslandi er afar fjölskrúðug, sinfónískir tónleik- ar eru aðeins brot af henni. Á tónleika Sinfóníunnar koma aftur á móti aðeins nokkur hundruð gestir að staðaldri. Forstöðumenn hljómsveitarinnar gera sér vonir um að úr aðsókn rætist þegar Harpan verður komin í fulla nýtingu vor og haust 2011. Gestafjöldi muni þá taka kipp. Þar ræður ekki síst fullvissan um að hið nýja hús skili frábærum hljómburði. Víst er að vistaskiptin, flutning- urinn frá vikurmelunum milli Hólavalla og Grímsstaðaholts niður að rótum Arnarhóls, verða hamskipti fyrir hljómsveitina, einstakt sóknarfæri. Kærkomin og langþráð tímamót í mörgum skilningi. Þó við stöldrum nú við afmæli, þá er ekki hreinni ósk tifandi í hugum okkar en að Sinfóníuhljómsveit Íslands haldi áfram að dafna og þroskast og hver fundur hennar við íslenska áheyrendur verði hátíð héðan í frá sem hingað til. Í tilefni af sextugsafmæli Sinfóníunnar: Leggðu á djúpið PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Frelsi eða fjötrar JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Hið opinbera SMS-lán og fjárhagsleg heilsa UMRÆÐAN Ragnheiður Sverrisdóttir skrif- ar um falskar lausnir Það heyrist víða að ekkert hafi breyst eftir Hrun og að ekk- ert nýtt Ísland hafi eða sé að fæð- ast. En margir halda í vonina um betra siðferði og að fólk hætti að framkvæma hluti sem eru siðlaus- ir jafnvel þó þeir séu löglegir. En hvað erum við sem samfélag að gera? Hér er aðeins eitt mál á dagskrá, SMS-lánin. Þau stuðla ekki að góðri „fjárhagslegri heilsu“. Þessi lán eru ávísun á fjárhagsleg vandamál einmitt vegna þess hve auð- velt er að nálgast þau – bara eitt sms skeyti. Á heimasíðum tveggja fyrirtækja sem veita SMS-lán eru ágætar upplýsingar um hvað þau fela í sér. Allur kostnaður við lánin koma skýrt fram og það blasir við að hér er um himinháan kostnað að ræða. Lítil upphæð sem ekki er staðið í skilum með verður fljótt að hárri fjárhæð. Lán þarf að endurgreiða innan 15 daga. Sem dæmi má nefna að sé 10.000 króna lán ekki greitt innan 15 daga með 2.500 króna kostnaði, hækkar hún á 16. degi í 13.450 og tíu dögum síðar getur hún verið orðin 24.450 – þetta gerist á innan við mánuði frá því að lánið er veitt. Fyrirtækið Hraðpeningar nefnir dæmi um „skynsamlega“ notkun lána: „Að nota þjónustuna þegar kortinu er synjað í matvörubúðinni.“ Til að geta gert það verður maður að vera orðinn viður- kenndur viðskiptavinur fyrirtækisins! Fullyrt er að það að geta tekið svona lán „aukin þægindi“. Samkvæmt heimasíðu Kredia ehf. eru algengar spurningar: „Ef ég greiði lánið mitt í dag, hvenær get ég tekið næsta lán? Ef lán er greitt fyrir kl. 21.00 er unnt að sækja um annað lán um hádegis- bil daginn eftir.“ Ég spyr: En hvað svo? Á Norðurlöndum hefur verið hægt að taka SMS-lán um nokkurn tíma og þau hafa valdið miklum vanda og stuðlað að „skuldafangelsi“ ein- staklinga vegna lána sem upphaflega voru smá- aurar. Aðstæður í samfélaginu í dag gera þessi lán enn hættulegri. Ný fyrirtæki stuðla að auknum atvinnutæki- færum og það má segja að slíkt eigi við um þau fyrirtæki sem bjóða SMS-lán. En er okkur sama í hverju ný störf felast? Erum við föst í að gera það sem er löglegt en siðlaust? Ég skora á Alþingi að samþykkja lög sem hindra slíka starfsemi. Ég er ekki að biðja um alræðisríki hér á landi heldur um ábyrga sið- ferðilega hegðun og skynsemi. Félagsmálaráð- herra hefur tjáð sig um þessi lán í sama anda og greinarhöfundur. Með því að skrifa þessa grein vil ég halda mál- inu vakandi og benda á hversu ósiðlegt er að bjóða fólki upp á falskar lausnir. Höfundur er djákni og verkefnisstjóri á Biskupsstofu. RAGNHEIÐUR SVERRISDÓTTIR Tilboð í mars á xerox FjölnotapapPír Eitt búnt (500 blöð) - Verð áður kr. 796 Verð nú kr. 696,- Einn kassi (2500 blöð) - Verð áður kr. 3980 Verð nú kr. 2995,- 104 Reykjavík Sjáðu verðin Spara sparaKr. 599 búntið í kassanum. Stólaskipti Sigurjón Þórðarson vill verða formað- ur Frjálslynda flokksins. Í samtali við Feyki segir hann vel koma til greina, komist flokkurinn í ríkisstjórn þegar fram líða stundir, að Guðjón Arnar Kristjánsson, fráfarandi formaður, verði sjávarútvegsráðherra. Guðjón vinnur nú í sjávarútvegsráðu- neytinu. Er í sérverkefnum, eins og það er kallað. Verði hann sjávarútvegsráðherra færi vel á að hann réði núverandi ráðherra, Jón Bjarnason, til slíkra sérverkefna. Þeir hefðu þá stólaskipti. Einstakt Annars er athyglisvert, og raunar alveg magnað, að Sigurjón skuli, um leið og hann tilkynnir um framboð sitt til formennsku í flokki sem fékk 2,2 prósent atkvæða í síðustu kosningum, manna embætti sjávar- útvegsráðherra. Hann mætti raunar ganga alla leið og leggja fram fullbúinn ráðherralista frjáls- lyndra, helst fyrir helgina. Fall Það er ekki alltaf gott að átta sig á við hvað einstakir starfsmenn banka vinna í raun og veru. Mbl.is sagði í gær frá því að William Fall, fyrrver- andi forstjóri Straums-Burðaráss, hefði verið ráðinn í vinnu hjá breska bankanum Royal Bank of Scotland. Verður hann yfirmaður fjármála- stofnana bankans. „Mun Fall bera ábyrgð á tengslum bankans og viðskiptavina fjármálastofnananna,“ sagði mbl.is. Liggur í orðanna hljóð- an að þetta sé mikilvægt starf. Og sjálfsagt er Fall hárréttur maður til að gegna því enda með talsverða reynslu eftir fall Straums. bjorn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.