Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 16
 16. 2 LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ og Lýðheilsustöð verða sameinuð í eina stofnun samkvæmt upplýsing- um á vef heilbrigðisráðuneytisins. Stefnt er að því að ný stofnun taki til starfa 1. janúar 2011. 50/50 réttirn- ir hjá Culia- can eru nýir fitness-réttir sem afgreidd- ir eru í tví- skiptu boxi. Þannig er fólki gert kleift að skipta auðveldlega niður máltíðum. Tilvalið er að koma í hádeginu og borða fyrri helminginn, taka seinni með og borða hann í kaff- inu eða um kvöldið. Culiacan er í Faxafeni 9 en þar er lögð áhersla á hollan skyndibita á mex- íkóska vísu. Hollur skyndibiti 50/50 ER NÝJUNG SEM MÆLST HEFUR MJÖG VEL FYRIR Á VEITINGASTAÐNUM CULIACAN Í FAXAFENI. Sólveig Guðmundsdóttir, eigandi Culia- can, hugsar vel um heilsu viðskiptavina. „Smá hreyfing á hverjum degi er það besta fyrir líkamann og það þarf ekki að vera inni í líkams- ræktarsal,“ segir Kristín Gísla- dóttir, sjúkraþjálfari hjá Gáska, þegar hún er innt eftir því hvað hægt sé að gera inni á heimilinu til að rækta líkamann. Hún segir mikilvægt að beita sér rétt. „Það eru til dæmis nokkur tæki á heimilinu sem við bogrum mikið við eins og uppþvottavél- in og þvottavélin. Þar er hægt að æfa hnébeygjur með því að beygja sig í hnjám og mjöðmum, taka tvo diska í einu og setja upp á borð. Halda þannig áfram þar til við höfum tæmt vélina. Eins að nota hnébeygjurnar þegar við tökum þvottinn úr þvottavélinni en bogra ekki eftir einni og einni flík.“ Kristín segir fólki hætta of mikið til að vinda upp á sig og beygja bakið. Það noti of fáa vöðva við verkin og reyni þannig rangt á líkamann. Nauðsynlegt sé að halda sér uppréttum og beita öllum lík- amanum við vinnuna. „Þetta snýst um að hugsa áður en við hreyfum okkur og vera með- vituð um álag við allar athafnir. Að keyra ekki axlirnar upp að eyrum hvort sem við erum að greiða á okkur hárið eða taka niður gardín- ur. Það reynir til dæmis oft mikið á bakið að ryksuga en þá skal hafa skaftið nálægt líkamanum og til að reyna ekki um of á handlegg- ina skal nota fæturna og dansa með ryksuguna um gólfið.“ Á flestum heimilum þarf að tína upp af gólfinu föt, leikföng og annað og þá er hægt að nota tæki- færið og æfa lærvöðvana með hné- beygjum. Kristín bendir einnig á að djúpu kviðvöðvana er hægt að æfa við dagleg störf með því að draga naflann inn og eins er hægt að æfa grindarbotnsvöðvana allan daginn. Þá er hægt að leggja bíln- um lengra frá húsinu og nota stig- ann. Í staðinn fyrir að fjárfesta í lóðum til að lyfta má nota brúsana undan mýkingarefninu og mjólkur- fernurnar og jafnvel innkaupapok- ana sem lóð. „Þessir hlutir eru kannski ekki nóg sem eina líkamsrækt- in ef fólk ætlar að sjá árangur en þetta er góð viðbót og það munar um allt. Við minnkum líka slitið á líkamanum ef við gefum okkur tíma og temjum okkur rétta lík- amsbeitingu. Svo má bregða sér í stutta göngutúra þegar færi gefst í nokkrar mínútur til að fá hjart- sláttinn upp.“ heida@frettabladid.is Munar um alla hreyfingu Líkamsrækt tengjum við flest við heilsuræktarstöðvar, hlaupabretti, tæki og lóð. Það skyldi þó ekki vanmeta einföld heimilisverk þegar kemur að líkamsrækt og mikilvægi þess að beita sér rétt. Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari segir kjörið að nota hnébeygjur þegar tekið er úr uppþvottavélinni og þegar tína þarf dót upp af gólfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óþarfi er að fjárfesta í dýrum lóðum því mjólkurfernur og brúsar geta gert sama gagn. Önnum kafnir foreldrar og aðrir sem eiga ekki auðveldlega heimangengt þurfa ekki að deyja ráðalausir og stirðir þegar kemur að hreyfingu. Leikfimi heima í stofu er raunhæfur möguleiki. Leikfimi, pílate- og pílatesæfingar á myndböndum koma og fara í bylgjum. Margir muna eftir leikfimimyndbandi Jane Fonda og í kjölfarið fylgdu nokkr- ar stjörnur sem hönnuðu æfingakerfi og gáfu út á myndböndum. Þannig var í byrjun 10. áratugarins hægt að gæla við þá hugmynd að verða eins og Clau- dia Schiffer í laginu og gera æfingar undir hennar leiðsögn heima í stofu af myndbandi. Í dag eru nokkur myndbönd seld hér í bæ, ýmist í móttökum líkamsræktar- miðstöðva eða netverslunum og eru þau öll á íslensku. Ekki þarf mikið gólf- pláss fyrir æfingarnar þannig að fjöl- skyldurnar á fáu fermetrunum ættu að geta vel við unað og leyft einhverjum að hoppa eða teygja sig á nokkrum fer- metrum íbúðarinnar. Og þeir sem vilja taka þetta lengra geta fjárfest í hand- lóðum og jafnvel jógadýnum í íþrótta- vöruverslunum. Allt er hægt ef vilj- inn er fyrir hendi. Að endingu má ekki gleyma því að bæði í Ríkisútvarpinu og á Stöð 2 eru ljómandi fín æfingapró- grömm í boði á morgnana, gamla góða morgunleikfimin á Rás 1 og svo hraðari og þyngri dagskrá á Stöð 2. - jma Hoppað heima í stofu Mjög góðar gólf- æfingar fyrir þá sem vilja kynna sér grunnatriðin í Pílates. Netverslun Femin.is. og Femin, Ármúla 36 Verð: 2.990 kr. Ágústa Johnson hefur gefið út röð mynddiska með æfingaprógrömmum í gegnum tíðina og þetta myndband er sérhannað fyrir þá sem hafa allra minnstan tíma aflögu. Hreyfing, Álfheimum 74. Verð: 2.590 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Æfingar fyrir alla kallast þetta mynd- band sem inniheldur einfaldar en greina- góðar leiðbeiningar, bæði fyrir æfingar og teygjur heima í stofu og í tækjasal á eigin vegum. World Class, Sundlaugarvegi 30 a. Verð: 1.990 krónur. Sérhannað æfinga- prógramm sem þykir sérstaklega árang- ursríkt fyrir þá sem vilja auka brennslu og viðhalda henni yfir daginn. Hreyfing, Álfheimum 74. Verð: 2.590 krónur. Þótt enginn fari kannski að hlaupa einhverjar vegalengdir í heima- húsum er myndbandið ætlað til þess að læra réttan hlaupastíl og ná réttri tækni. Og svo má fara út að skokka. Netverslun Femin.is. og Femin, Ármúla 36. Verð: 2.990 krónur. Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur Teg. Koral - alveg rosalega fl ottur push up BH í B,C,D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- Teg. Marinera - glæsilegur BH í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Oswald, heilsufræðingur Skemmtileg og auðveld leið að heilbrigðum lísstíl Benedikta Jónsdóttir, heilsuráðgjafi & Trausti Eysteinsson, lífstílsráðgjafi Hvað er málið með aukakílóin? Matti Osvald, heilsufræðingur Ph kraftaverk með Einari Thor Benedikta Jónsdóttir, heilsuráðgjafi MARS 9 MARS 10 MARS 16 MARS 17 Fyrirlestrar í mars hjá Maður Lifandi Opið virka daga kl. 10-20 | Laugardaga kl. 10-17 www.madurlifandi.is Borgartúni 24 105 Reykjavík Hæðasmára 6 201 Kópavogi Hafnarborg 220 Hafnarfjörður Næstu fy irlestrar hjá Maður Lifandi 16. mars Hvað er málið með aukakílóin? Matti Ósvald heilsufræðingur 17. mars Fyrirlestur um pH kraftaverkefi ð Thor Einar blóðsérfræðingur 18. mars Viltu vita meira um Ómega fi tusýrur? Anna Ragna Magnúsardóttir doktor í heilbrigðisvísindum 25. mars Hvers vegna er ég sjúk/ur í sykur og hvað er til ráða? Linda Pétursdóttir heilsuráðgjafi frá USA STA FGA NGA ÁHR IFAR ÍK L EIÐ TIL L ÍKAM SRÆ KTA R Stafgöngunámskeið hefjast 23. mars 2010 stafgönguþjálfi, 616 85 95. stafgönguþjálfi, 694 35 71. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. Þriðjudaga & fimmtudaga, kl. 17:30. SKRÁNING & NÁNARI UPPLÝSINGAR Á:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.