Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 16. mars 2010 3 GÆULUDÝRDÝRAHJÁLP ÍSLANDS hefur aðstoðað 293 hunda, 385 ketti, 63 kanínur, 12 hamstra, 28 fugla, 3 mýs, 36 naggrísi og 5 fiska við að eignast ný heimili. dyrahjalp.is. „Þegar ég keypti bakpokann hugs- aði ég hann mest í veiði,“ segir Haukur Páll um forláta bakpoka sem labradortíkin hans, Skaftár Hexía, ber á bakinu og er sérhann- aður fyrir hunda. „Pokinn hjálpar bæði mér og henni því í honum eru vatnsbrús- ar svo ég geti gefið henni vatn og síðan get ég komið fyrir í honum nokkrum rjúpum og jafnvel veiðar- færum,“ segir Haukur. Ekki hefur enn reynt á pokann í veiðinni enda er Skaftár Hexía, eða Kara eins og hún er kölluð heima hjá sér, aðeins tíu mánaða gömul og enn á sínu fyrsta veiðihundanámskeiði. „Þar er hún að læra á sína meðfæddu labradorhegðun,“ útskýrir Haukur og ber Köru sinni vel söguna, segir hana mjög hlýðna og lærdómsfúsa, enda úr góðri veiðihundaræktun. Haukur segir pokann þó ekki eingöngu nýtast veiðimönnum. „Við fjölskyldan vorum með hund í snjóflóðaleit og það væri spenn- andi að fara í það aftur,“ segir hann en þá væri hjálpargögn að finna í töskunni í stað skotfæra. „Svo er líka hægt að smella pokan- um af beislinu og nota handfang- ið sem er á því,“ segir Haukur en veiðihundar þurfa oft að synda í sjó til að sækja fugla eða fara ofan í djúpa skurði. „Þá er hægt að hífa þá upp í bát eða upp úr skurði.“ Haukur hafði lengi leitað að slík- um poka en fann ekkert hér heima sem honum leist á. Hann fann pok- ann í Bandaríkjunum og vildi leyfa öðrum að njóta. Hann hafði því samband við verslunina Líf land þar sem pokarnir fást í dag. Haukur tekur fram að hinn venjulegi hundaeigandi geti einnig haft góð not af slíkum poka. „Þetta er gott þjálfunartæki. Það er ótrú- legt hvað hundar róast við að fá smá þyngd í pokann. Það er eins og þeir geri sér þá grein fyrir því að þeir hafi verkefni,“ segir hann. solveig@frettabladid.is Hundurinn ber sína byrði og húsbóndans Haukur Páll Finnsson og labradortíkin hans Skaftár Hexía vekja athygli hvar sem þau fara. Athyglin bein- ist þó mest að bakpoka sem tíkin ber á bakinu en Haukur segir hann til ýmissa hluta nytsamlegan. Haukur og Kara eru í stíl í rauðum buxum og með rauðan poka sem gerir hundinn vel sýnilegan í náttúrunni. Skaftár Hexía, eða Kara, finnur lítið fyrir pokanum og getur hreyft sig og hlaupið eins og ekkert sé. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM www.dekurdyr.is Dýralæknaþjónusta Kynning Gæludýr.is er vefverslun sem selur gæludýravörur á Netinu. Verslunin var opnuð í ágúst síðastliðnum og hefur fengið frábærar viðtökur. Hugmyndin bak við verslunina er að bjóða lágt vöruverð og fría heim- sendingu. „Ástæða þess að verslunin var stofnuð var að okkur fannst verð á gæludýravörum hafa hækkað mjög mikið og langaði okkur að reyna, með lítilli yfi rbyggingu og lágum rekstrarkostnaði, að bjóða upp á lægra vöruverð og þannig styðja við bakið á gæludýraeigendum. Til að ná fram lágum rekstrarkostnaði fannst okkur tilvalið að hafa verslunina í þessu formi, þ.e. vefverslun. Þannig getur fólk farið á Netið eða hringt í þjónustusímann okkar, 773-8888, og pantað það sem vantar. Ef pant- að er fyrir kl. 14 á daginn er pöntunin keyrð heim sam- dægurs á höfuðborgasvæðinu og á miðvikudögum á Akureyri. Vefverslanir eru mjög að ryðja sér til rúms í Evrópu og teljum við að það verði þróunin hérna á Íslandi líka. Öll vanakaup er svo þægilegt að geta pantað í gegnum Netið á hvaða tíma sólar- hringsins sem er og fá sent heim að dyrum endurgjalds- laust. Við gerðum okkur grein fyrir því að mörgum er illa við að gefa upp kreditkorta- númer á Netinu og þess vegna er hægt að greiða með debet- eða kreditkorti í posa á tröpp- unum heima því allir sendlar hjá okkur eru með posa með sér. Íslendingar vinna fl estir langan vinnudag og svo þarf að sækja börnin og allt það sem fylgir daglegu lífi . Að sleppa við svona aukaferðir, eins og til dæmis að keyra niður í bæ eftir fóðri, getur komið mörgum vel. Að sjálfsögðu sinnum við landsbyggðinni líka og erum nú farin að bjóða upp á fría heimsendingu á Akureyri og stefnan er að bjóða upp á það á fl eiri þéttbýlisstöðum í framtíðinni en þangað til sendum við hvert á land sem er. Vöruúrval okkar er gott og erum við með um 1200 vörunúmer.“ Slóð vefverslunarinnar er www.gaeludyr.is Skólavörðustígur 35 • Sími: 552 3621 • Vaktsími: 862 3621 dagfi nnur@dagfi nnur.is Opið frá 08:30 til 17:30 virka daga Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.