Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 3íslandsmót iðn- og verkgreina ● fréttablaðið ● Bjarni Siguróli Jakobsson, matreiðslumaður á Vox, hefur gaman af matreiðslukeppnum og hlakkar til að taka þátt í Íslandsmóti iðn- og verkgreina á fimmtudag. Bjarni á að baki góðan árang- ur í matreiðslukeppnum og sigr- aði meðal annars í keppninni um matreiðslunema ársins árið 2009 og varð í þriðja sæti í nor- rænu nemakeppninni sama ár. Þá var hann aðstoðarmaður Jó- hannesar Steins Jóhannesson- ar, matreiðslumeistara ársins í fyrra, og er núverandi aðstoðar- maður Þráins Freys Vigfússon- ar matreiðslumanns á Hótel Sögu sem mun taka þátt í Bocuse d’Or keppninni í Lyon á næsta ári. En ætli allir matreiðslumenn séu jafn iðnir við að keppa? „Nei, það fer bara eftir áhuga hvers og eins. Mér finnst þetta tilvalinn vettvangur til að sýna fram á að það sé hægt að útbúa mat á listrænan og skemmtileg- an hátt.“ Keppnunum fylgir mik- ill undirbúningur en Bjarni segir hann fyrst og fremst fara fram í huganum. „Keppnisfyrirkomulag- ið á Íslandsmótinu kallast leyni- karfa og viku fyrir mót fáum við að vita um grunnhráefnin.“ Bjarni segir nokkuð örugglega hægt að stóla á það að fá kart- öflu, lauk, eina fisk- og eina kjöt- tegund auk þess sem súkkulaði er í níutíu prósent tilvika með í körfunni. „Þannig er hægt að vera með beinagrind að góðum matseðli sem maður hefur trú á. Ég tek síðan nokkrar æfingar í einstökum atriðum og svo er allt- af gott að vera með plan b og c.“ Undirbúningurinn fyrir Boc- use d’Or, sem Bjarni segir óform- legt heimsmeistaramót matreiðslu- manna, er hins vegar öllu viða- meiri og æfa þeir Þráinn og Bjarni tvisvar til þrisvar í viku. „Við erum búnir að æfa í þrjá mánuði og eigum tíu mánuði eftir. Þetta gerum við meðfram fullri vinnu en á móti kemur að hver keppni eykur færni og er mikill skóli.“ - ve Kristófer Þorgeirsson pípulagn- ingameistari sigraði í pípulögn- um á Íslandsmóti iðn- og verk- greina árið 2008. Í kjölfarið tók hann þátt í tveimur stærri mótum erlendis, Norðurlandamótinu í iðngreinum og heimsmeistara- mótinu sem fram fór í Kanada, en mótið kallast WorldSkills. „Undirbúningur fyrir mótin erlendis var mikill, bæði með því að æfa sig hér heima á hverj- um degi í nokkrar vikur og einn- ig voru tvær æfingarferðir farn- ar til Danmerkur þar sem kepp- endur fyrir Norðurlandamótið hittust allir,“ segir Kristófer en honum gekk ágætlega á Norður- landamótinu og var svo númer tólf í röðinni af 24 keppendum í Kanada. „Keppnin er mjög skemmti- leg og allt ferlið gaf mér mikla reynslu. Aðferðir pípulagninga- manna erlendis eru talsvert frá- brugðnar því hvernig íslenskir pípulagningamenn vinna og til að mynda beygja þeir mun frekar rörin sjálfir úti á meðan við kaup- um frekar slíkt tilbúið hér heima. Þannig var gaman að kynnast ólíkum aðferðum og einnig var mjög skemmtilegt að kynnast mörgu nýju fólki. Keppnin sjálf er einnig áskorun og skemmtilegt verkefni, þar sem keppst er við að ljúka lagnaverkefnum innan ákveðins tíma,“ segir Kirstófer. „Þetta er hvetjandi fyrir okkar grein, að hafa Íslandsmótið og ég mun kíkja á mótið í ár þótt ég taki ekki þátt.“ - jma Bjarni Siguróli segir hverja matreiðslukeppni skóla menn til. FRÉTTABLAÐÐ/VALLI Æfir sig aðallega í huganum Þökkum þessum aðilum veittan stuðning Kristófer Þorgeirsson útskrifaðist sem pípulagningameistari fyrir nokkrum árum og segir sigur á mótinu hafa komið honum vel í starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Góð og mikil reynsla að taka þátt í svona mótum Stefán Ingi Ingvason lauk námi í rafiðnum við Iðnskólann í Hafnar- firði árið 2009. Sama ár tók hann þátt í Íslandsmóti í verk- og iðn- greinum og þaðan lá svo leiðin á heimsmeistaramótið WorldSkills sem fór fram í Calgary í Kanada. Stefán segir reynsluna af þessu tvennu mjög ólíka. „Keppnin heima minnti mikið á sveinsprófið á meðan WorldSkills líktist smækkaðri útgáfu af Ól- ympíuleikunum, þar sem yfir eitt þúsund keppendur alls staðar að úr heiminum öttu kappi. Ég hef svo ekki tölu á fylgdarliðinu og öllum áhorfendunum, en þetta voru þó talsverð viðbrigði fyrir okkur þrjú sem kepptum fyrir Íslands hönd í pípulagningum, hársnyrtingu og rafvirkjun,“ útskýrir hann. Keppnin tók fjóra daga og dag- lega fengu keppendurnir nýtt verk- efni til að leysa. „Mér gekk ágæt- lega en ég náði hins vegar ekki að æfa mig fyrir ákveðna hluti, þar sem ég þekkti hreinlega ekki sum efnin eða aðferðirnar sem var beitt. Þarna var stuðst við kanad- ískar vinnureglur og öryggisstaðla og margt af því stangaðist á við það sem tíðkast á Íslandi.“ Stefán segist þó hafa lært heil- mikið af þátttökunni og kynnst ýmsu skemmtilegu fólki. „Kepp- endurnir skiptust á gjöfum í lokin og ég held að ég hafi endað með um tuttugu til þrjátíu nælur, auk sviss- nesks vasahnífs og fleira, en við gáfum á móti svona iPod-segul.“ Áttu einhver heilræði handa þeim sem taka þátt í keppninni sem er fram undan? „Mikilvægt er að halda ró sinni og vanda vel til verka, en ekki flýta sér.“ - rve Smækkuð útgáfa af Ólympíuleikunum Stefán hafði gaman af að taka þátt í WorldSkills. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.