Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 26
 16. MARS 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● íslandsmót iðn- og verkgreina Saga iðnnemakeppna á Íslandi er ekki löng. Í byrjun var keppn- in hugsuð sem skólakeppni þar sem nemendurnir kepptu sín á milli. Fyrsta keppnin var hald- in í Borgarholtsskóla 2002 þar sem keppt var í málmsuðu. Árið 2003 var keppnin haldin í Verk- menntaskólanum á Akureyri þar sem keppt var í málmsuðu og tré- smíði. Við undirbúning keppninn- ar 2004 var lagður grunnur að formlegra samstarfi við fagfélög- in og tók Sveina- og meistarafélag pípulagningamanna og Félag hár- snyrtisveina þátt í keppninni sem haldin var í Iðnskólanum í Hafnar- firði það ár. Þar var keppt í fimm greinum, málmsuðu, trésmíði, hárgreiðslu, pípulögn og rafvirkj- un. Þá varð ljóst að keppnin gæti ekki stækkað nema hún yrði færð í stærra húsnæði. Gallinn við að halda keppnina inni í skólanum var að erfitt reyndist að fá gesti til að koma og einnig fékk hún ekki athygli fjölmiðla. Frá árinu 2005 hefur Iðnmennt ses.staðið fyrir Íslandsmóti iðn- nema í síauknu samstarfi við fag- félög. Keppnin hefur vaxið frá ári til árs og fengið samhliða því aukna athygli. Var ákveðið að flytja keppnina út til almennings og árið 2005 var hún haldin á göng- um Smáralindar. Þótti keppnin takast vel og auglýsingabásar skól- anna komu vel út og fengu verð- skuldaða athygli. Árin 2006 og 2007 var keppnin svo haldin í Kringlunni. Að lokinni keppninni 2007 var fyrirséð að til þess að lengja keppnina úr einum degi í tvo, með fleiri þátttakendum og keppnisgreinum, dygði ekki að vera á göngum verslunarmiðstöðv- ar. Keppnin 2008 var því haldin samhliða sýningunni Verk og vit í Laugardalshöll. Það var í fyrsta sinn sem keppnin stóð í tvo daga og þótti hún takast vel en vegna auk- ins umfangs var ákveðið að halda Íslandsmótið annað hvert ár. Nú er keppnin haldin í Smáralind undir nafninu SkillsÍsland. Fag- félög, skólar og hagsmunaaðilar greinanna taka þátt. Keppendur verða 128 í 16 greinum alls stað- ar að af landinu. Flestir keppend- ur koma frá framhalds- skólunum en svo eru líka keppendur sem hafa lokið námi í sinni grein. Íslandsmót iðngreina ● WORLDSKILLS Íslendingar hafa sent keppend- ur tvisvar í WorldSkills-keppnina. Fyrsti keppandi fyrir Íslands hönd keppti í pípulögn á WorldSkills í Japan 2007. Þrír keppendur tóku svo þátt í WorldSkills 2009 í Canada; í raflögnum, hársnyrtingu og pípulögn. Miklar kröfur eru gerðar til keppenda um faglega og verklega getu í alþjóðlegum keppnum og eru þær fyllilega sambærilegar og jafnvel meiri en gerðar eru til nemenda í sveinsprófum hér á landi. Faglegar kröfur felast í því að skilja teikningar og hafa þekkingu á því efni sem unnið er með. Verklegu kröfurnar felast í því að geta framkvæmt verkið innan þeirra málvika sem teikningin setur og þeirra tímamarka sem ákveðin eru. ● STOFNUN IÐNAÐAR- MANNAFÉLAGSINS Í REYKJAVÍK Til þess að efla hag íslenskra iðnaðarmanna um miðja nítjándu öldina þurfti samtök, menntun og áræði og framkvæmdir. Það varð hlutverk reykvískra iðnaðarmanna að stuðla að þessari þróun með stofnun Iðn- aðarmannafélagsins í Reykjavík hinn 3. febrúar árið 1867. Stofnendur voru 31 reykvísk- ur iðnaðarmaður. Keppnin var haldin á göngum Smára- lindar 2005 og vakti þá mikla athygli. Dagskrá Fimmtudagurinn 18. mars Kl. 9.30 Keppni hefst Kl. 12.30 Setningarathöfn, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Ingi Bogi Bogason frá Samtökum iðnaðarins Kl. 13.00 – 16.00 Brúðarsýning á sviði, iðngreinar að verki Kl. 16.30 Keppni frestað til morguns Kl. 16.30 -17.30 Sýningaratriði frá framhaldsskólum á sviði Föstudagurinn 19. mars Kl. 09.30 Keppni framhaldið Kl. 13.00 – 15.30 Brúðarsýning á sviði, iðngreinar að verki Kl. 15.30 Keppni lýkur í öllum greinum Kl. 15.30 – 18.00 Sýningaratriði frá framhaldsskólum á sviði Kl. 18.00 Lokaathöfn og verðlaunaafhending Atriði frá eftirfarndi framhaldsskólum: Tækniskólanum, Fjölbrautrskólanum í Breiðholti, Fjöbrautrskólaum í Garðabæ og Kvennaskólanum í Reykjavík Athugið að atriði framhaldsskólanna fara fram í Vetrargarði Smáralindar Smáralind 18. og 19. mars 2010 Íslandsmót iðn- og verkgreina

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.