Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 27
matur og krabbamein ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 5 Þráinn Þorvaldsson rekstrar- hagfræðingur greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli fyrir fimm árum. Hann ákvað að hafna uppskurði og fara óhefðbundnari leið. „Ég er ekkert búinn að lækna mig en hef getað haldið sjúkdómnum niðri í fimm ár. Því fylgdi þakk- læti og ákveðinn fögnuður þegar það mark náðist,“ segir Þráinn og kveðst ánægður með að hafa slopp- ið við getuleysi, þvagleka og fleira sem menn verða að glíma við sem fara í uppskurð við blöðruhálskir- tils-krabbameini. „Almennt er það svo hjá karl- mönnum sem fá þetta mein að því fylgir mikil lífsgæðaskerðing,“ segir Þráinn en hver er hans að- ferð? „Við hjónin höfum breytt mataræðinu. Tókum mjólkurvör- ur út en notum sojavörur í staðinn. Svo er ekkert rautt kjöt á matseðl- inum nema lambakjöt, því lömb- in eru alin á íslenskum grösum. Við borðum mikið af feitum fiski og útbúum meðlæti með matnum úr hollustuvörum eins og rauð- lauk, hvítlauk, kúrbít, spergilkáli, blómkáli, rauðri papriku, tómöt- um, baunaspírum og fleiru.“ Matskeið af lýsi og ½ skeið af Omega-3 eru fastir liðir á morgn- ana hjá Þráni ásamt ákveðnum átegundum af ávöxtum og græn- meti. Auk þess tekur hann auka- skammt af D-víta-míni. Svo inn- byrðir hann daglega SagaPro og Angeliku í talsverðu magni, það eru efni úr hvönn sem fyrirtæk- ið SagaMedica framleiðir. Þetta finnst honum erfitt að tala um því hann er sjálfur að vinna hjá fyrir- tækinu og á hlut í því. SagaPro er úr hvannalaufi. Það hindrar bólgur en langvinnar bólgur örva frumu- skipti og útrás í aðra vefi líkam- ans. Angelikan er úr hvannafræj- um sem draga úr nýæðamynd- un. „Tilraunir hafa einungis verið gerðar á músum hingað til,“ segir Þráinn. „Ég ákvað að gera tilraun- ir á sjálfum mér og er hress og kátur í dag.“ Á sínum tíma hvöttu lækn- ar Þráin til að fara í aðgerð. „Ég fór að lesa mér til og komst að því að það var ekkert sjálfgefið að allir færu í aðgerð. Það fer eftir ákveðnum mæligildum sem verð- ur að fylgjast vel með. Læknar eiga kannski erfitt með að mæla með þeirri aðferð því henni fylgir ákveðin áhætta.“ Þráinn segir marga þætti spila saman þegar heilsan er annars vegar. Hann kveðst alltaf hafa hreyft sig mikið og átt 30 ára skokkafmæli á síðasta ári. „Ég dreif mig upp á Hvannadalshnúk fyrir tveimur árum, kannski til að sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti það en PSA-gildið hækkaði á eftir sem sýnir að maður má ekki of- bjóða líkamanum.“ Markmið Þráins er að halda meininu niðri þar til nýjar aðferð- ir gegn því hafa verið þróaðar. „Ég hef trú á að innan langs tíma verði meinsemdin brennd með geislum eða öðrum aðferðum en kirtillinn ekki tekinn allur. Þegar ég var að alast upp voru tennur teknar úr fólki ef þær skemmdust en nú er gert við holurnar. Ég vonast til að þannig verði það líka með þetta krabbamein og að menn sleppi við hinar hvimleiðu aukaverkanir.“ - gun Ég er bæði hress og kátur í dag Þráinn byrjar daginn á lýsi og Omega-3. Morgunverðurinn samanstendur af ákveðn- um tegundum grænmetis og ávaxta. Til að líkaminn hafi tóm til að vinna bætiefnin úr honum neytir hann yfirleitt einskis frekar fyrr en í hádeginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mikið mál? Minna mál með SagaPro Tíð næturþvaglát eru heilmikið mál fyrir marga karlmenn. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætluð þeim sem eiga við þetta vandamál að etja. Með SagaPro fækkar næturferðum á salernið og þar með færðu betri hvíld. SagaPro fæst í heilsuvöruverslunum, apótekum, stórmörkuðum og Fríhöfninni. Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.