Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 29
matur og krabbamein ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 16. MARS 2010 7 ● MATUR GEGN KRABBAMEINI Heilsusam- legt líferni er talið virka vel gegn krabbameini. Þá er átt við að hætta að reykja, stunda líkams- rækt og síðast en ekki síst borða heilsusamlegan mat. Víða eru til listar yfir fæðutegundir sem eiga að vera sérlega virkar í bar- áttunni við krabbamein. Hér eru nokkrar þeirra. ■ Brokkolí er ríkt af andoxunar- efnum. Í sömu grænmetisfjöl- skyldu er að finna blómkál, rósakál og hvítkál. ■ Ber af ýmsum gerðum, bláber, jarðarber, kirsuber og vínber. ■ Sojabaunir og aðrar baunir. ■ Te, bæði grænt og svart. ■ Grasker er ríkt af beta-karó- tíni. Aðrir karótíngjafar eru gulrætur, sætar kartöflur og melónur. ■ Spínat er ríkt af andoxunar- efnum og lútíni. Aðrar lútínríkar fæðuteg- undir eru grænkál og annað grænt kál. ■ Hvítlaukur þykir æði góður. ■ Ananas. ■ Epli. ● BORÐIÐ ÞAÐ SEM SKÍN SKÆRAS T Ágæt þumal- puttaregla í matreiðslu er að hafa alltaf eitthvað sérstaklega lit- skrúðugt með, og þá annaðhvort grænmeti eða ávexti. Stað- reyndin er sú að litirnir eru ákveðinn gæðastimpill og öll ber; hindber, jarðarber, brómber og bláber, innihalda sérstaklega mikið magn náttúrulegra andoxunarefna. Af andoxunarefnun- um má nefna betakarotín, lýkópen og lútínu en það eru í raun og veru litarefnin sem hafa að geyma andoxunarefnin. Jarðarber koma sterk inn í þessa litadeild og eru mjög auðug af E-vítamíni og ekki úr vegi að koma sér upp jarðarberjaplönt- um í garðinn í sumar en vel hefur gengið að rækta þau hér- lendis. ● ÍSLENSKIR HEILSU- TÓMATAR Heilsutómatar innihalda þrefalt meira magn af andoxunarefninu Lýkópen en aðrir tómatar. Auk þess að gefa tómötunum rauða litinn er lýkópen talið veita vörn gegn hjartasjúkdómum og krabba- meini í blöðruhálskirtli og melt- ingarvegi. Efnið er að finna í fleiri tegundm grænmetis en ekki í eins miklu mæli og í tóm- ötunum. Þó eru vatnsmelónur ríkar af lýkópeni. Skiptar skoðanir eru þó um þær fullyrðingar að efnið veiti vörn gegn sjúkdómum. Á vefsíðuni doktor.is kemur fram að áhrif lýkópens í manns- líkamanum hafi ekki verið rannsökuð til fulls þó komið hafi fram að lýkópen hamlar vexti krabbameinsfruma við ræktun á rannsóknastofu. Þó er vitað að neysla á grænmeti og ávöxtum skiptir máli fyrir heilsuna og ekki er verra að heilsutómatarnir eru sætir á bragðið. Sjá doktor.is og islenskt.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.