Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 16. mars 2010 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 16. mars 2010 ➜ Sýningar Í Nýlistasafninu við Skúlagötu 28 hefur verið opnuð sýning á völdum verkum úr eign safnsins. Opið þri.-lau kl. 12-17. Nánari upplýsingar á nylo.is. ➜ Kvikmyndir 20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Orson Welles „The Lady from Shanghai” (1947). Sýningin fer fram í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á kvikmyndasafn.is. ➜ Leikrit 20.00 Fúría, leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík sýnir verkið „Kvennó Edda” eftir Árna Kristjánsson. Sýningar fara fram í Uppsölum Kvennaskólans (Þingholtsstræti 37). 20.00 Leikfélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýnir verkið „Frumskógarlög- málið” sem byggt er á handriti eftir Tinu Fey. Sýningar fara fram í sal skólans við Austurberg 5. ➜ Tónlist 19.00 Undankvöld Mús- íktilrauna fara fram 15.-18. mars í Íslensku Óper- unni við Ingólfsstræti. Nánari upplýsingar á musiktilraunir.is. ➜ Fyrirlestrar 12.05 Katla Kjartansdóttir þjóðfræð- ingur flytur erindi um hvernig hugtökin „útrás” og „útrásarvíkingar” hafa verið nýtt með margvíslegum hætti í gegnum tíðina. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestra- sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. ➜ Málstofa 15.00 Málstofa verður haldin í fundar- sal Seðlabankans að Sölvhóli. Máls- hefjandi er Katrín Ólafsdóttir. Efni mál- stofunnar er „Efficiency of collective bargaining: Analysing changes in the wage structure in the public sector in Iceland”. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Á morgun kl. 12.30 verða hádegis- tónleikar í Norræna húsinu þar sem verk Alfreds Schnittke og Unu Sveinbjarnardóttur verða flutt. Eru þetta fyrstu tónleikar af nokkrum á fárra vikna bili þar sem verk Rúss- ans Alfreds Schnittke heyrast, en Kammersveit Reykjavíkur flytur tvö verka hans þann 27. mars. Ísa- fold flytur sinfóníu þann 5. apríl. Una Sveinbjarnardóttir fiðluleik- ari og Tinna Þorsteinsdóttir píanó- leikari spila á tónleikunum á morg- un; á efnisskránni er Svíta í gömlum stíl frá 1972 og Una spilar tvær af Glefsum sínum fyrir einleiksfiðlu, Sléttubönd og Brælu. Una Sveinbjarnardóttir er kon- sertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur og leikur í Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Glefsur fyrir einleiksfiðlu eru samdar á árun- um 2006-2010 og voru upphaflega stefjabrot til skjótrar upphitun- ar fyrir fiðluleikara í tímahraki. Síðan hafa Glefsurnar tekið á sig nýja mynd og þeim fjölgað. Hér eru frumfluttar tvær Glefsur, fiðluparturinn í endanlegri mynd. Sú fyrri, Sléttubönd, er samin eftir bragarhættinum, og má leika lagið afturábak og áfram. Sléttubönd er íhugul Glefsa og algerlega andstæð síðustu Glefsunnar, Brælu. Bræla er óútreiknanleg og einna formlausust Glefsanna. Rússneska tónskáldið Alfred Schnittke samdi Svítu í gömlum stíl árið 1972, síðasta árið sem hann kenndi við Moskvu-konservatoríið. Hann var undir sterkum áhrifum frá Dmitri Sjostakovitsj framan af ferli sínum og tileinkaði sér einn- ig seríalisma eftir að hafa kynnst Luigi Nono. Svíta í gömlum stíl er í fimm köflum sem tengjast sumir án skýrra skila. Haft er eftir Schnitt- ke: „Tónskáld samtímans getur ekki leitt hjá sér fortíðina sem birt- ist okkur daglega. Við getum lifað á ýmsum tímum.“ Una leikur Glefsur og svítu Schnittkes TÓNLIST Una Sveinbjarnardóttir fiðlu- leikari. Listfræðafélagið er félag þeirra sem vinna að fræðistörfum, til dæmis í listasögu og listheim- speki, eða stjórnun og skipulagi er varðar myndlist, hönnun, arkitekt- úr og skyldar greinar. Nú á vor- dögum mun félagið standa fyrir röð stuttra málþinga í samvinnu við ýmis önnur félög og stofnan- ir. Fyrsta málþingið verður hald- ið í Listasafni Íslands, Fríkirkju- vegi 7, miðvikudaginn 17. mars kl. 17.00-19.00. Á málþinginu verður fjallað um snertiflöt listfræða og myndverka listamanna. Leitast verður við að varpa ljósi á mis- munandi rannsóknaraðferðir og einstök viðfangsefni listfræðinga. Umræða verður síðan um stöðu listfræðarannsókna á Íslandi og hvernig verður best hlúð að þeim í framtíðinni. Frummælendur á þessu málþingi verða: Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur og safnstjóri Listasafns Íslands, Auður Ólafsdóttir, listfræðingur og lektor í listfræði við Háskóla Íslands, Hlynur Helgason, mynd- listarmaður og listfræðingur, Þóra Kristjánsdóttir, listfræðingur við Þjóðminjasafn Íslands, og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumað- ur Rannsóknaþjónustu Listahá- skóla Íslands. - pbb Þingað um listfræði MENNING Auður Ólafsdóttir talar á Listfræðiþingi MYND FRETTABLAÐIÐ Samskipta- erfiðleikar? Vöndum samskiptin á erfiðum tímum! Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur nú fyrir átaksviku sem snýr að samskiptaörðuleikum á erfiðum tímum. Góð samskipti skila árangri og því er mikilvægt að vera vakandi og hlúa að eigin líðan og annarra. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er alltaf opinn og alveg ókeypis. NJARÐARBRAUT 9 - REYK JAN ES BÆ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, Halló Norðurlönd, og EURES, evrópsk vinnumiðlun standa fyrir upplýsingafundum sem ætlaðir eru þeim sem hyggja á nám eða atvinnuleit á Norðurlöndunum. Miðvikudaginn 17. mars kl. 17:30 – Að fl ytja til Svíþjóðar Miðvikudaginn 17. mars kl. 20:00 – Að fl ytja til Noregs Miðvikudaginn 24. mars kl. 17:30 – Að fl ytja til Danmerkur Miðvikudaginn 24. mars kl. 20:00 – Að fl ytja út: Noregur, Svíþjóð og Danmörk Námskeiðin sem fara fram í húsnæði Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, eru ókeypis. Fjöldi þátttakenda er tak- markaður og því er nauðsynlegt að skrá sig á net- fanginu hallo@norden.is eða í síma 5510165. EURES (EURopean Employment Services) er samstarf um vinnumiðlun milli ríkja á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES). Markmið EURES eru að leiðbeina fólki í atvinnuleit erlendis, veita upplýsingar um búsetu- og starfsskilyrði og aðstoða vinnuveitendur sem hafa áhuga á að ráða til sín fólk frá öðrum EES-löndum. www.eures.is Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta sem veitir norrænum borgurum aðstoð og upplýsingar í tengslum við fl utning milli Norðurlandanna. Verkefnið er rekið af Norræna félaginu. www.hallonorden.org

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.