Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.03.2010, Blaðsíða 42
22 16. mars 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is IE-deild karla: KR-Keflavík 92-100 Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 27, Tommy John- son 18, Pavel Ermolinskij 17 (10 frák., 10 stoðs.), Fannar Ólafsson 11, Morgan Lewis 8, Darri Hilmarsson 6, Jón Orri Kristjánsson 5. Stig Keflavíkur: Draelon Burns 29, Uruele Igbav- bova 25, Hörður Axel Vilhjálmsson 20, Sigurður Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 3. Grindavík-FSu 106-66 Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 28, Ómar Sævarsson 22, Ólafur Ólafsson 13, Guðlaugur Eyjólfsson 11, Brenton Birmingham 10, Ármann Vilbergsson 9, Björn Brynjólfsson 5, Þorsteinn Finnbogason 4, Arnar Freyr Jónsson 4. Stig FSu: Aleksas Zimnickas 30, Chris Caird 27, Kjartan Kárason 6, Orri Jónsson 2, Sæmundur Valdimarsson 1. Tindastóll-ÍR 94-90 Stig Tindastóls: Cedric Isom 29, Helgi Viggósson 20, Friðrik Hreinsson 15, Donatan Visockas 14, Svavar Birgisson 11, Axel Kárason 4, Sigmar Björnsson 1. Stig ÍR: Nemanja Sovic 33, Steinar Arason 16, Kristinn Jónasson 13, Robert Jarvis 11, Hreggviður Magnússon 10, Eiríkur Önundarson 7. STAÐAN: KR 21 17 4 1967-1716 34 Keflavík 21 16 5 1962-1676 32 Grindavík 21 16 5 1974-11678 32 Snæfell 21 14 7 1984-1752 28 Stjarnan 21 14 7 1792-1684 28 Njarðvík 21 14 7 1840-1650 28 Tindastóll 21 8 13 1749-1879 16 ÍR 21 7 14 1771-1916 14 Hamar 21 7 14 1759-1867 14 Fjölnir 21 7 14 1688-1829 14 Breiðablik 21 5 16 1634-1909 10 FSu 21 1 20 1568-2129 2 Enska úrvalsdeildin: Liverpool-Portsmouth 4-1 1-0 Fernando Torres (26.), 2-0 Ryan Babel (28.), 3-0 Alberto Aquilani (32.), 4-0 Fernando Torres (77.), 4-1 Nadir Belhadj (88.). STAÐA EFSTU LIÐA: Man. United 30 21 3 6 70-24 66 Chelsea 29 20 4 5 69-27 64 Arsenal 30 20 4 6 71-33 64 Tottenham 29 15 7 7 53-28 52 Liverpool 30 15 6 9 49-29 51 Man. City 28 13 11 4 53-36 50 ÚRSLIT Það leyndi sér ekki á svipbrigðum Björgvins Hólmgeirssonar í gær að það kom honum á óvart að vera valinn besti leikmað- ur umferða 8-14 í N1-deild karla. „Nei, ég bjóst ekki við þessu, það voru kannski aðrir sem áttu skilið að vera besti leikmaðurinn. En það er gaman að tekið sé eftir manni,“ sagði Björgvin en það hefur svo sannarlega verið stígandi í hans leik síðan hann gekk í raðir Hauka. Hafnarfjarðarliðið hampaði bikarmeistaratitlinum fyrir stuttu. „Það er algjörlega hápunkturinn hingað til hjá mér. Það er skemmtileg tilbreyting að vera að berjast um titla núna,“ sagði Björgvin sem kom til Hauka frá Stjörnunni en er uppalinn í Breiðholtinu hjá ÍR. Haukar áttu alls fjóra leikmenn í úrvalsliði annars þriðjungs deildarinnar. Auk Björgvins voru það Birkir Ívar Guðmundsson, Pétur Pálsson og Sigurbergur Sveinsson. Þá var Aron Kristjánsson valinn besti þjálfar- inn. Aron tekur við Hannover Burgdorf eftir tímabilið og mun Halldór Ingólfsson þá taka við stjórnartaumunum hjá Haukum. „Arons verður að sjálfsögðu saknað. En það tekur nýr maður við þessu og vonandi heldur hann uppteknum hætti. Ég þekki Halldór ekki eins vel og aðrir leikmenn í liðinu en þetta kemur allt í ljós. Annars er maður ekki mikið að hugsa út í þetta strax. Það er enn fullt eftir af þessu tímabili,“ sagði Björgvin. En hver eru næstu markmið hans í handboltanum? „Fyrsta markmið mitt er bara að haldast heill út þetta tímabil,“ sagði Björgvin og hló en hann hefur verið nokkuð óheppinn með meiðsli það sem af er hans ferli. „Annars er mitt persónulega markmið bara að bæta mig og sjá hvað gerist síðan. Ég er að klára námið mitt núna og maður stefnir á að fara út í atvinnumennsku. Mér líður samt vel í Haukum svo mér liggur ekkert á.“ BJÖRGVIN HÓLMGEIRSSON: VAR VALINN BESTI LEIKMAÐUR ANNARS ÞRIÐJUNGSINS Í N1-DEILD KARLA Skemmtileg tilbreyting að vera að berjast um titla FÓTBOLTI Ítalska liðið Inter hefur 2-1 forskot að verja í kvöld þegar liðið mætir Chelsea í seinni viður- eign liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Jose Mour- inho, þjálfari Inter, heldur hrokan- um áfram og segist líta á leikinn í kvöld sem heimaleik fyrir sig. Mourinho vann sex bikara á þremur árum sem knattspyrnu- stjóri Chelsea. „Allir vita að Mour- inho tapar ekki á Stamford Bridge. Tölurnar tala sínu máli. Ferill minn hjá félaginu er ótrúlegur, við vorum svo góðir í svo langan tíma,“ segir Mourinho. „Ég mun ekki finna fyrir við- brögðum áhorfenda. Ég mun bara vera í mínu sæti og spila minn leik. En ég fer ekkert leynt með það að Chelsea er mikilvægur hluti af mínu liði,“ segir Mourinho sem tapaði ekki deildarleik á Stamford Bridge í meira en þrjú ár. Reyndar hefur hann ekki tapað heimaleik í deildarkeppni neins staðar síðan 23. febrúar 2002 þegar hann var með Porto. Ekki verður því neitað að það er magn- aður árangur. Carlo Ancelotti getur allavega ekki státað sig af því að vera taplaus í deildinni á Stamford Bridge, niðurlægingin gegn Manchester City nýlega sá til þess. „Enginn hafði unnið titilinn á sínu fyrsta ári. Svo kom ég og skráði nafn mitt í sögubækurnar,“ segir Mourinho en hann segist ekki ætla að pakka í vörn í kvöld. „Ég spila alltaf til sigurs. Það er ein stærsta ástæðan fyrir árangri mínum.“ Ancelotti segir að það hafi ekki truflandi áhrif á sína menn að Mourinho sé að mæta aftur á Brúna. „Þetta verður sérstakt kvöld fyrir hann. Hann fær lík- lega hlýjar móttökur frá stuðn- ingsmönnum og á það skilið. Leik- urinn sjálfur er allt annað mál,“ segir Ancelotti. Hann neitar því að samband þeirra tveggja sé eitthvað slæmt og segir að þeir muni skála í víni eftir leik í kvöld sama hvernig leik- urinn fer. - egm Það verður seint sagt að Jose Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Inter, hafi ekki trú á sjálfum sér: Mourinho tapar ekki á Stamford Bridge ÓTRÚLEGUR ÁRANGUR Jose Mourinho gerði heimavöll Chelsea að óvinnandi vígi á sínum tíma. NORDICPHOTOS/GETTY > Katrín til Kristianstad? KR hefur gefið sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad leyfi til að ræða við landsliðsmanninn Katrínu Ómarsdótt- ur um samning. Þetta er mikið Íslendingalið enda þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur og með liðinu leika landsliðs- konurnar Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðins- dóttir. Hólmfríður Magnúsdóttir var einnig á mála hjá félaginu en hún er á leið til Bandaríkjanna. Þar er Katrín einnig í námi og hún gæti því aldrei tekið þátt í nema tæplega hálfu tímabilinu með Kristianstad ef af yrði. FÓTBOLTI David Beckham flaug með einkaþotu AC Milan til Finn- lands í gær þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik AC Milan á sunnudag. Beckham meiddist á hásin og verður líklega frá í þrjá til fimm mánuði. Það þýðir einfaldlega að Beckham á enga möguleika á að spila með enska landsliðinu á HM sem hefur verið draumur hans lengi. Hann ætlaði sér að verða fyrsti Englendingurinn til þess að spila á fjórum heimsmeistara- mótum í röð. Bjartsýnustu menn vonast þó eftir kraftaverki í aðgerðinni og það ætti að skýrast mjög fljótlega hvort möguleiki sé á slíku krafta- verki. Það leyndi sér ekki á svipbrigð- um Beckhams er hann varð fyrir meiðslunum að hann gerði sér vel grein fyrir alvarleika meiðslanna og afleiðingum þeirra. Hann er sagður hafa grátið í klefanum eftir leikinn. - hbg Beckham í aðgerð í Finnlandi HM-draumur Beckhams úti Á HÆKJUM Beckham sést hér á leið til Finnlands í gær. NORDIC PHOTOS/AFP KÖRFUBOLTI Keflavík sá til þess í gær að forráðamenn KR settu kampavínið aftur inn í ísskáp en einhverjir voru eflaust farnir að vinna í töppunum í hálfleik í DHL- höllinni í gær. Keflavík átti aftur á móti stórkostlega endurkomu og vann glæstan átta stiga sigur, 92- 100. KR-ingar byrjuðu leikinn með miklum látum þar sem Tommy Johnson fór mikinn og setti niður þrjár þriggja stiga körfur. Brynj- ar var einnig að hitta vel og Pavel að gera allt rétt. Vörn KR var að sama skapi ekki sannfærandi og þeir Burns og Igbavboa sáu til þess að Keflavík komst aftur inn í leikinn og munurinn aðeins tvö stig eftir fyrsta leikhluta, 28-26. Vörn KR datt heldur betur í gírinn í öðrum leikhluta. Vörnin ásamt stórkostlegum leik Pavels og Brynjars varð þess valdandi að KR fór að keyra yfir gestina. Keflvíkingar vissu ekki sitt rjúk- andi ráð og voru nær meðvitund- arlausir fyrir utan Igbavboa. Þess utan voru KR-ingar miklu grimm- ari og tóku flest fráköstin á báðum endum vallarins. KR-ingar í góðum málum í leikhléi, 52-35. Keflvíkingar komu heldur betur ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Gunnar Einarsson gaf tóninn með tveimur þristum í upphafi hálf- leiksins. Í kjölfarið kviknaði á Burns og Herði Axel. Keflavík fór að spila fantavörn og voru ákveðn- ir í sókninni. Smám saman söxuðu þeir á forskot KR-inga sem virtust enn vera inn í klefa að drekka Herba- life. Keflvíkingar spiluðu hreint út sagt stórkostlega og þegar leik- hlutanum lauk voru þeir komn- ir með forystu, 68-73. Ótrúlegur viðsnúningur. KR sýndi klærnar á ný í lokaleikhlutanum en Kefl- víkingar voru einfaldlega of heitir og sterkir fyrir heimamenn. Þeir börðu KR-inga af sér hvað eftir annað og lönduðu hreint út sagt mögnuðum sigri. „Síðari hálfleikur var rosalega flottur hjá okkur. Það er frábært að ná svona síðari hálfleik á þess- um erfiða útivelli,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, him- inlifandi. „Þessi sigur gefur okkur mikið og sérstaklega fyrir úrslita- keppnina þar sem við ætlum okkur stóra hluti.“ Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, var ekki eins kátur. „Við létum Keflvíkinga komast upp með að ýta okkur langt út úr teig í stað þess að svara eins og menn. Við fórum inn í skel og spiluðum eins og unglingaflokkur. Þetta er hrika- lega svekkjandi.“ henry@frettabladid.is Kampavínið enn í kælingu Keflavík eyðilagði sigurhátíð KR-inga í DHL-höllinni í gær með frábærum sigri á heimamönnum sem hefðu getað orðið deildarmeistarar með sigri. KR þarf nú að fara í Stykkishólm og vinna til þess að gulltryggja deildarmeistaratitilinn. MAGNAÐUR Drealon Burns var stórkostlegur í síðari hálfleik í gær rétt eins og flestir leikmenn Keflavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Liverpool hristi af sér mánudagsveikina í gærkvöldi er liðið rúllaði yfir botnlið Ports- mouth, 4-1. Liverpool hafði ekki unnið leik á mánudegi í um þrjú ár áður en kom að leiknum í gær. Það var margt jákvætt að ger- ast hjá liði Liverpool í gær. Fern- ando Torres skoraði tvö mörk og Alberto Aquilani skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Liverpool komst með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar og heldur því enn í vonina um að ná hinu dýrmæta fjórða sæti. - hbg Liverpool enn á lífi: Loksins sigur á mánudegi LOKSINS BROS Alberto Aquilani skoraði langþráð mark fyrir Liverpool í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.