Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 12
 18. mars 2010 FIMMTUDAGUR Sumarbúðir KFUM og KFUK Vatnaskógur Vindáshlíð Kaldársel Hólavatn Ölver KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is Skráning hefst 20. mars kl. 12 með vorhátíð Sjá nánar á kfum.isStyrktaraðilar H :N m ar ka ð ss am sk ip ti / SÍ A www.karlmennogkrabbamein.is 13.510.100 kr. hafa safnast –Höldum áfram á karlmennogkrabbamein.is Skartaðu skeggi og verndaðu punginn Minnka á fé til fram- kvæmda hjá Reykjavíkur- borg og dótturfyrirtækjum úr 26,4 milljörðum króna í ár í 10,2 milljarða árið 2013. Samfylkingin vill að borgin sem slík haldi óbreyttu framkvæmdastigi en meirihlutinn segir það óábyrgt. Stórlega dregur úr framkvæmd- um á vegum Reykjavíkurborg- ar og fyrirtækja borgarinnar á næstu þremur árum samkvæmt nýrri þriggja ára áætlun. Í ár á að verja 26,4 milljörðum króna til framkvæmda en upphæðin verður 10,2 milljarðar á árinu 2013. Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu til á fundi borgarstjórnar á þriðjudag að framkvæmdastigi á vegum borgarinnar sjálfrar, það er að segja án dótturfyrirtækja á borð við Orkuveituna, yrði hald- ið óbreyttu fram til ársins 2013. Í fjárhagsáætlun meirihluta Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks er hins vegar gert ráð fyrir að þessi liður lækki stig af stigi úr 5,3 milljörðum króna á þessu ári í 1,4 milljarða á árinu 2013. „Meirihlutinn er í mikilli vörn vegna þess að þeir eru að keyra mikla frjálshyggjustefnu, það er að segja að Reykjavíkurborg eigi að halda að sér höndum í fram- kvæmdum næstu þrjú árin. En við segjum, í anda klassískrar jafnaðarstefnu, að þegar kreppur eru annars vegar skipti máli að Reykjavíkurborg axli ábyrgð og reyni að draga úr atvinnuleys- inu með því að halda uppi eðli- legu framkvæmdastigi – jafnvel þótt borgin geti ekki ein og sér haldið uppi atvinnu hér,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formað- ur borgarráðs, segir að um leið og kreppan hafi skollið á árið 2008 hafi borgarstjórn tekið meðvitaða ákvörðun um að halda upp háu framkvæmdastigi við þær aðstæð- ur sem þá komu upp. Þess sjái stað í fjárhagsætlunum áranna 2009 og 2010 og að einhverju leyti einnig í áætlun fyrir árið 2011. „Síðan fara menn að draga úr og þessari framkvæmdahrinu fer að ljúka. Þá teljum við að þá sé Reykjavíkurborg búin að gera það sem henni bar við þessar aðstæð- ur og aðrir verkkaupar komnir inn á markaðinn, svo sem eins og einkaaðilar. Vonandi kemur ríkið einhvern tíma inn líka en það hefur í raun bara dregið saman í framkvæmdum eftir að krepp- an skall á. Fulltrúar ríkisstjórn- arflokkanna í borgarstjórn eru í raun að gagnrýna meirihlutann þar fyrir að bregðast ekki nógu hratt við atvinnuleysisstefnu ríkisstjórnarinnar,“ segir Óskar. Í bókun meirihlutaflokkanna í borgarstjórn er áðurnefnd breyt- ingartillaga Samfylkingarinnar um auknar framkvæmdir gagn- rýnd. Samþykkt tillögunnar er sögð munu leiða af sér hallarekst- ur. Það stríði gegn sveitarstjórn- arlögum því óheimilt sé að leggja fram áætlun með hallarekstri. Mikil áhætta fælist í lántöku sem til þyrfti til að fjármagna við- bótarframkvæmdirnar. Geta til að standa vörð um lánshæfi og tryggja greiðsluhæfi yrði skert. „Leið Reykjavíkurborgar út úr kreppunni getur ekki verið sú að borgin steypi sér í skuld- ir og hækki skatta. Slíkt væri óábyrgt við þessar aðstæður og leysir engan vanda heldur dýp- kar hann og myndi rýra lífskjör framtíðarkynslóða,“ segir í bókun meirihlutans. Dagur B. Eggertsson segir hins vegar að í tillögu Samfylking- arinnar sé fjármögnun hennar útfærð. „Við mætum þessu með því að lækka handbært fé sem er 11,7 milljarðar í upphafi áætlunarinnar og endar í 12,8 milljörðum. Þannig að þar er svigrúm til að taka á því sem snýr að rekstrinum en við leynum því ekkert að fjármun- ir til framkvæmda í kreppunni verða teknir að láni,“ segir Dagur. „Ágreiningurinn snýst einfaldlega um það hvort það eigi í kreppunni að viðhalda framkvæmdastiginu hjá Reykjavíkurborg.“ ÓSKAR BERGSSON DAGUR B. EGGERTSSON REYKJAVÍKURBORG Borgin og fyrirtæki hennar framkvæma fyrir 26,4 milljarða á þessu ári en ríkið aðeins fyrir samtals 10 milljarða, segir meirihlutinn í borgarstjórn. Frá og með næsta ári dregur úr framkvæmdunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAMKVÆMDAFÉ HJÁ REYKJAVÍKURBORG 2008-2013 Ár Reykjavíkurborg Borgin og dótturfyrirtæki 2008* 10.263.940 46.918.658 2009** 5.367.000 27.055.074 2010*** 5.280.000 26.400.640 2011*** 3.175.000 18.887.518 2012*** 2.040.000 11.730.072 2013*** 1.385.000 10.235.627 *Rauntölur. **Útkomuspá. ***Áætlun. Heimild: Frumvarp til fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar 2011-2013. FRÉTTASKÝRING: Hversu miklu ver borgin til framkvæmda næstu árin? FRÉTTASKÝRING GARÐAR ÖRN ÚLFARSSON gar@frettabladid.is Deilur í borgarstjórn um fé til framkvæmda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.