Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 18. mars 2010 13 KÖNNUN Rúmlega 61 prósent þátttakenda í nýrri könnun MMR er andvígt því að ríkið greiði listamannalaun. Stærstur hluti, tæp 33 prósent, segist mjög andvígur en tæp 29 prósent segjast frekar andvíg. Um 29 pró- sent segjast frekar fylgjandi og tæp tíu prósent sögðust mjög fylgjandi listamanna- launum. Könnunin var gerð símleiðis og á Netinu dagana 3. til 5. mars. Alls svöruðu 932 á aldrinum 18 til 67 ára spurningunni. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til álitaefnisins. Þannig sögðust 62,4 prósent karla og 60,3 prósent kvenna frekar eða mjög andvíg listamannalaununum. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru ívið hlynntari listamannalaunum en íbúar lands- byggðarinnar. Á höfuðborgarsvæðinu eru 42 prósent þeim frekar eða mjög fylgjandi, en 33,2 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Oddný G. Harðardóttir, formaður mennta- málanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Vísi í gær vera hlynnt listamannalaunum. Með þeim sé hagsmuna almennings gætt. Einnig gæti þess misskilnings að listamenn þurfi ekki að gera grein fyrir verkefnum sínum þegar staðreyndin sé að féð sé sótt í sjóði til skilgreindra verkefna. - sh Ný könnun MMR leiðir í ljós andstöðu við að ríkið greiði listamönnum laun: Meirihluti á móti listamannalaunum BÆKUR Margir íslenskir rithöfundar eru á listamanna- launum við skrif sín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BELGÍA, AP Mannréttindasamtök- in Amnesty International hvetja Evrópusambandið til að loka öllum lagalegum smugum sem evrópsk fyrirtæki hafa notað til að selja pyntingartól til ríkja sem líkleg þykja til að nota slíkan búnað. Í nýrri skýrslu átelja samtök- in meðal annars Austurríki og Sviss fyrir útflutning á pipar- úða, fótjárnum og búnaði til að gefa rafstuð. Samkvæmt reglum Evrópu- sambandsins er útflutningur á pyntingartólum bannaður, en hægt er að sækja um undan- tekningar fyrir sölu á búnaði til lögreglustarfa og öryggisvörslu. Amnesty International segir að evrópsk fyrirtæki hafi notfært sér þessa smugu í lögunum. - gb Amnesty International: Evrópuríki selja pyntingartól VIÐSKIPTI Eik Banki í Færeyjum hefur samið við dönsk stjórnvöld um aðgang að ríkistryggðum lánum upp á 9,1 milljarð danskra króna, jafnvirði 209 milljarða íslenskra. Lánið er hluti af stuðn- ingi danskra stjórnvalda við fjár- málafyrirtæki. Eik Banki hyggst nýta lánin til að endurfjármagna eldri lán sem eru á gjalddaga á þessu og næsta ári og bæta lausafjárstöðu sína. Eik Banki birtir uppgjör sitt á föstudag en hefur þegar lýst því yfir að hann muni þurfa að færa niður verulegan hluta af fasteigna lánum sínum sem veitt voru í Danmörku. - jab Eik banki fær stuðning Dana: Bæta í sjóðina BANKASTJÓRINN Marner Jacobsen, bankastjóri Eik Banka, hefur varað við því að bankinn gæti tapað háum fjárhæðum á dönskum fasteignalánum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Bankastjórn Seðla- banka Bandaríkjanna ákvað á þriðjudag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi hagvöxt ekki hafa tekið nægi- lega við sér sem réttlæti hækk- un vaxta. Bloomberg-fréttastofan segir aðra seðlabankastjóra sama sinnis. Þar á meðal ætli japanski seðlabankinn að tvöfalda lána- pakka sinn til að styðja við efna- hagsbatann með lánveitingum til fyrirtækja og einstaklinga. - jab Óbreyttir vextir vestanhafs: Efnahagslífið enn brothætt Fá athvarf á Skagaströnd Háskóli Íslands hefur stofnað rann- sóknarsetur í sagnfræði á Skaga- strönd. Fræðasetrið verður hýst í gamla kaupfélagshúsinu og þar munu grúskarar fá næði til að kryfja söguna. MENNTUN Safnar fjárfestum fyrir DV Reynir Traustason, ritstjóri DV, er að safna saman hópi fjárfesta til að kaupa DV, fréttavefinn DV.is og Mannlíf. Reynir sagði í gær ekki tímabært að segja til um hverjir yrðu með honum í hugsanlegum kaupum á blaðinu. FJÖLMIÐLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.