Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 16
16 18. mars 2010 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Háfjallaveiki er ekkert gamanmál, eins og félagar í FÍFL − Félagi íslenskra fjallalækna − fengu að kynnast í hlíðum fjallsins Kilimanjaro árið 2007. Þeir segja frá reynslu sinni á Hotel Nordica í kvöld, auk þess sem læknirinn og fjallageitin Michael Grocott segir frá einstökum leið- angri sem hann fór fyrir á fjallið Everest. Félag íslenskra fjallalækna, FÍFL, er óformlegur félagsskapur lækna sem hafa yndi af fjallamennsku. Þeir hafa gengið saman á fjölda tinda, meðal annars Kilimanjaro og Monte Rosa. Tómas Guðbjarts- son, prófessor og yfirlæknir á skurðdeild Landspítalans, er einn af forsprökkum FÍFL. „Félagið byrjaði sem óformleg- ur félagskapur, blanda af gamni og alvöru, og samanstendur af lækn- um sem bjuggu erlendis í sérnámi og eru virkir í háfjallamennsku. Samhliða því höfum við verið ráð- gefandi fyrir fjallaleiðangra. Árið 2007 fórum við á Kili- manjaro, hæsta tind Afríku. Við vorum tíu í hópnum, þar af sex FÍFL ásamt mökum. Þrír okkar voru í toppformi; Magnús Gott- freðsson, sem hafði nýlega hlaup- ið maraþon á vel innan við þrem- ur klukkustundum, Engilbert Sigurðsson á rúmum þremur, og sjálfur var ég í landsliðinu í skvassi. Það kom okkur því tölu- vert á óvart að þrátt fyrir góðan undirbúning urðum við töluvert veikir á fjallinu og það skrítna var að mikil þolþjálfun virtist ekki vernda okkur gegn þessu. Eiginkonur tveggja okkar fundu hins vegar nánast ekki fyrir neinu en þær höfðu haft áhyggjur af því fyrirfram að vera ekki í nógu góðu formi fyrir gönguna.“ Þrátt fyrir veikindin komust sex úr hópnum klakklaust á tindinn og aftur til baka. Flestir höfðu fengið einkenni vægrar háfjallaveiki en einn greindist þó með alvarlegan lungnabjúg og vægan heilabjúg. Eftir ferðina á Kilimanjaro fóru læknarnir að velta háfjalla- veiki fyrir sér og áhrifum súrefnisskorts á líkamann. „Við urðum hálfpartinn hel- teknir af þessu,“ segir Tómas. „Í ársbyrjun 2008 fengum við tvo sérfræðinga til að halda fyrirlest- ur fyrir lækna um háfjallaveiki. Annar þeirra var Michael Grocott, enskur læknir, fjallamaður og fyr- irlesari á heimsmælikvarða. Eftir að hafa hlustað á hann tala fyrir troðfullum sal lækna ákváðum við að reyna að endurtaka leikinn, en í þetta sinn bjóða upp á fyrirlestur fyrir almenning og koma þannig til móts við þann mikla áhuga sem hefur vaknað á fjallamennsku hér á landi.“ Háfjallaveiki stafar af súrefnis- skorti og gerir vart við sig þegar komið er yfir þrjú þúsund metra hæð. Hún setur þar af leiðandi ekki strik í reikninginn í fjalla- ferðum á Íslandi. Tómas bendir hins vegar á að á undanförnum árum hafi æ fleiri Íslendingar farið utan í háfjallaferðir, í fjall- göngur og skíðaferðir. Háfjalla- veiki er því vandamál sem læknar hér á landi verða að þekkja til. „Við lentum sjálfir í því á Kiliman- jaro að gera okkur ekki nægilega grein fyrir að við værum orðin veik, þrátt fyrir að vera læknar.“ Tómas segir að besta leiðin til að fyrirbyggja háfjallaveiki sé að gefa sér tíma til hæðaraðlögunar. „Það hefur verið okkar boðskap- ur. Við letjum engan til að fara en hvetjum fólk til að flýta sér hægt og aðlagast hæðinni. Fyrirlesturinn í kvöld er sér- staklega sniðinn fyrir almenn- ing og segir Tómas að hann ætti að höfða til allra áhugamanna um útivist og fjallgöngur sem og mannslíkamann. „Grocott er frá- bær fyrirlesari. Hann ætlar að lýsa göngunni á topp Everest og þeim vandamálum sem leiðang- ursmenn þurftu að glíma við.“ Fyrirlesturinn hefst klukkan 20 á Hotel Nordica í kvöld og er öllum opinn. bergsteinn@fretttabladid.is Hættuleg háfjallaveiki leggst ekki bara á FÍFL FJALLAMENN Tómas, Engilbert og Magnús með merki Félags íslenskra fjallalækna, FÍFL. Félagar í FÍFL hafa mikið yndi af fjallamennsku og hafa gengið á fjölda tinda, meðal annars Kilimanjaro og Monte Rosa. Á TINDI MONTE ROSA Orri Einarsson, Tómas Guðbjartsson, Engilbert Sigurðsson og Magnús Gottfreðsson læknar og fjallamenn á næsthæsta tindi Vestur-Evrópu. Þeir ætla að deila reynslu sinni af háfjallaveiki í fræðslufundi í kvöld. EINKENNI HÆÐARVEIKI Bráð háfjallaveiki, væg: Höfuðverk- ur, lystarleysi, ógleði, svefntruflanir. Bráð háfjallaveiki, meðal: Höfuð- verkur (svarar verkjalyfjum), lystar- leysi, ógleði, svefntruflanir, sundl. Bráð háfjallaveiki, alvarleg: Höfuð- verkur (svarar illa verkjalyfjum), mikil ógleði, uppköst og mikil þreyta. Háfjallaheilabjúgur: Höfuðverkur (svarar illa verkjalyfjum), uppköst, sljóleiki, sundl og syfja. Háfjallalungnabjúgur: Skert hreyfi- geta, þurr hósti, mæði í hvíld, blóð í hráka og andnauð. MICHAEL GROCOTT Michael Grocott er heimsþekktur fjallagarpur og gjörgæslulæknir frá Lund- únum. Hann hefur klifið mörg hæstu fjöll heims, þar á meðal Everest-fjall. Í maí 2007 fór hann fyrir stærsta leiðangri sinnar tegundar, Xtreme Everest, á samnefnt fjall, þar sem áhrif súrefnisskorts á mannslíkamann voru rannsök- uð. Rúmlega 200 manns tóku þátt í leiðangrinum, þar á meðal átta læknar sem náðu á tindinn og tóku sýni úr sér á leiðinni. Leiðangurinn vakti heims- athygli og voru honum gerð skil í sjónvarpsþáttum á BBC, Everest: Doctors in the Death Zone, sem sýndir voru hér á landi í fyrra. ■ Einn bókstafur getur miklu breytt. Það sannar ypsilonið. Þannig skal maður varast að reyta gróður í görðum annarra, vilji maður ekki reita neinn til reiði. Og ef maður harðneitar því að neyta alls matar síns er hugsanlegt að manni verði leyft að leifa afganginum. Selir hreyfa hreifana, en ef þeir drekka úr síki gætu þeir sýkst af einhverri óværu. Afríkufíll og fýllinn fljúgandi eru líka alls óskyldar dýrategundir. Ef styrjöld skellur á gæti einhver þurft að birgja sig upp af mat- vælum, og byrgja síðan fyrir allar dyr og glugga. Sá hinn sami gæti líka viljað gyrða sig í brók og girða umhverfis garðinn sinn. - sh TUNGUTAK: Einn bókstafur breytir öllu Hátíðardagskrá í Hátíðarsal Háskóla Íslands afmælisdaginn 18. mars 2010, kl. 13:00 – 17:30 Fundarstjóri: Örn Bjarnason yfirlæknir 13:00 – 13:30 Setningarathöfn Ávarp Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra Afmæliskveðja Margrétar Björnsdóttur, s. forstjóra Lýðheilsustöðvar 13:30 – 14:00 Fyrsti landlæknirinn og umhverfi hans Erla Doris Halldórsdóttir, hjúkrunar- og sagnfræðingur 14:00 – 14:30 Tveir landlæknar á 19. öld og ólíkar áherslur þeirra Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur 14:30 – 15:00 Georg Schierbeck, landlæknir og garðyrkjumaður Óttar Guðmundsson geðlæknir 15:00 – 15:20 Hlé Fundarstjóri: Sigurður Guðmundsson, fyrrum landlæknir 15:20 – 15:40 Landlæknisembættið og sóttvarnir Þórólfur Guðnason yfirlæknir 15:40 – 16:10 Þróun Landlæknisembættisins í 250 ár Jón Ólafur Ísberg sagnfræðingur 16:10 – 16:15 Afmæliskveðja Ólafur Ólafsson, fyrrum landlæknir 16:15 – 16:30 Lokaorð Geir Gunnlaugsson landlæknir 16:30 – 17:30 Veitingar Málþingið er haldið í samvinnu við Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar og Lækningaminjasafnið og er opið öllum. LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Directorate of Health 250 ára afmæliLandlæknisembættisins A ug l. Þó rh . 1 23 6. 70 „Það sem efst er á baugi hjá mér þessa dagana er einfaldlega að kenna golf frá morgni til kvölds. Golfáhugafólk sprettur nú fram eftir að Vetur konungur gaf eftir og ekki skemmir fyrir að dagurinn lengist jafnt og þétt,“ segir Úlfar Jónsson golfkennari. Úlfar er ekki einungis golfkenn- ari heldur gegnir hann starfi íþróttastjóra hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). „Við erum að kynna stefnumótun klúbbsins með pompi og prakt á morgun [í dag]. Þar verða skýrðar línur í afreksstefnu okkar og almennri uppbyggingu á golfklúbbnum fyrir íþróttafulltrúum bæjarfélaganna sem standa að GKG, bæjarstjórum og öðrum sem koma að mál- efnum íþróttarinnar. Við höfum unnið mikla vinnu á undanförnum mánuðum við þetta verkefni og er formlega lokið með kynningunni. Við boðum ekki neinar byltingarkenndar breytingar en við viljum skerpa áherslur.“ Úlfar segir að ekki sé horft til afreksfólks eingöngu heldur þvert á móti einnig til barna- og unglingastarfsins og eldri kylfinga. „Við kynnum einnig nýjan einkennisklæðnað GKG sem er ekki algengt hjá golfklúbbum hérlendis. Með því viljum við efla sam- stöðuna í félaginu og viljum að félagar í klúbbnum þekkist á velli.“ Úlfar segir að það fari ekki vel saman að kenna golf og æfa golf með keppni í huga. Þess vegna hefur hann einbeitt sér að því að sinna fjölskyldunni utan vinnutímans. Spurður um væntingar til næstu mánaða segir Úlfar að allt stefni í frábært golfsumar. Vellir komi vel undan vetri og áhugi á íþróttinni vaxi ár frá ári. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÚLFAR JÓNSSON, IPGA-GOLFKENNARI Glæsilegt golfsumar er fram undanEkkert að óttast „Við erum ólíkir fyrirtækjum eins og Blackwater. Starfs- menn okkar ganga ekki með byssur.“ MELVILLE TEN CATE, FORSTJÓRI E.C.A. PROGRAM, UM EINKAREKINN FLUGHER SEM BÍÐUR ÞESS AÐ FÁ STARFSLEYFI Á ÍSLANDI. Fréttablaðið, 17. mars Fast skotið „Orkuveitan er aðili að Sam- tökum atvinnulífsins og skýtur það skökku við að fram- kvæmdastjórinn skuli ræða málefni fyrirtækisins með þeim hætti sem hann gerir.“ GUÐLAUGUR G. SVERRISSON, STJÓRNARFORMAÐUR OR, UM SKÝRINGAR VILHJÁLMS EGILSSONAR Á ÞVÍ AÐ LÍFEYRISSJÓÐURINN GILDI TÓK EKKI ÞÁTT Í SKULDABRÉFA- ÚTBOÐI FYRIRTÆKISINS. Fréttablaðið, 17. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.