Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 22
22 18. mars 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ég lýsti því á þessum stað fyrir tæpu ári, þá var liðið hálft ári frá hruni, að Íslending- ar hefðu á liðnum árum leyft sér ýmsan munað. Ég tók landbúnað- inn sem dæmi. Í bráðum sjötíu ár hafa margir gagnrýnt búverndar- stefnuna og talið hana leggja of þungar byrðar á neytendur og skattgreiðendur. Stjórnvöld hafa þó alla tíð daufheyrzt við gagnrýninni á tveim forsendum. Önnur forsendan hvíldi á kaldri pólitískri staðreynd: bændur höfðu meiri þingstyrk en neyt- endur, þótt neytendur séu marg- falt fleiri en bændur. Hagur neytenda er dreifður öndvert þjöppuðum hag bænda. Ójafnt vægi atkvæða eftir búsetu reið baggamuninn. Hin forsendan var hagræn og kom síðar til sög- unnar: mörgum sýndist, að eitt ríkasta land heims hlyti að geta leyft sér dýra búvernd innan um alla jeppana og annan lúxus. Hvað munaði um einn blóðmörs- kepp í sláturtíðinni? Kýrnar halda hópinn Nú er síðari forsendan brost- in í bili. Jeppunum hefur fækk- að, meira um það að neðan. Búverndin hefur verið heilög kýr. Jafnvel Alþýðusamband- ið hefur ekki enn fengizt til að beita sér gegn búverndar- stefnunni, ekki einu sinni eftir hrun, þótt hún komi verst niður á þeim, sem lægst hafa launin. Alþingi hefur sótt um aðild Íslands að ESB. Tilskilin áskrift að landbúnaðarstefnu ESB mun kosta neytendur og skattgreið- endur um helmingi minna fé en núgildandi skipan, og leggur landbúnaðarstefna ESB þó þung- ar byrðar á almenning í álfunni og einnig á bændur utan álfunn- ar. Aukin skuldabyrði almenn- ings og minni kaupmáttur eftir hrun kallar á fordómalausa endurskoðun fyrri lifnaðarhátta og hugmynda. Heilögu kýrnar eru margar og halda hópinn. Ein þeirra er skipu- lag Reykjavíkur og nágrennis. Dreifbýlishugsjónin að baki borg- arskipulaginu hefur reynzt Reyk- víkingum og landsmönnum öllum dýr á heildina litið, en henni hefur verið haldið til streitu á sömu forsendum og búverndar- stefnunni. Pólitíska forsendan er, að landsbyggðarþingmönnum þykir heppilegt að hafa Reykja- víkurflugvöll í hjarta borgar- landsins hvað sem það kostar, og þeir hafa þingstyrk til að standa vörð um þá skipan. Hagræna for- sendan – hvað er einn flugvöll- ur milli vina? – er á hinn bóginn brostin eins og í landbúnaðar- dæminu. Dreifð borg Reykjavík er miklu dreifbýlli en hún þyrfti að vera. Í evrópsk- um borgum búa að jafnaði 7.500 manns á hverjum ferkílómetra byggðs lands, en rösklega 2.500 manns á hverjum ferkílómetra í Reykjavík (og 1.500 á hverjum ferkílómetra á höfuðborgarsvæð- inu). Þessi munur stafar einkum af því, að borgin hefur með tím- anum breiðzt út yfir stórt svæði. Hjarta borgarlandsins var frátek- ið fyrir herflugvöllinn, sem Bret- ar reistu í stríðinu og samgöngu- yfirvöld gerðu að borgaralegum flugvelli 1946 gegn hagsmunum og andmælum Reykvíkinga. Dreifbýlisstefnan leggur þungar byrðar á borgarbúa. Hví skyldum við halda áfram að bera þær eins og ekkert hafi í skorizt? Markaðsvirði landsins, sem borgin og ríkið eiga undir flug- vellinum, fer eftir því, hversu mörgum heimilum og fyrirtækj- um er ætlað húsrými á svæðinu. Með svipaðri nýtingu og í gamla miðbænum er virði landsins nú talið vera rösklega 100 milljarðar króna. Sparnaðurinn, sem fylgja myndi minni bílaeign í þéttbýlli borg, vegur þó til langs tíma litið þyngra en markaðsvirði Vatns- mýrarlandsins. Skoðum tölurnar. Fjöldi skráðra fólksbíla á hverja þús- und íbúa í árslok 2008 var 660 á Íslandi á móti 350 og 460 í Dan- mörku og Svíþjóð. Bílaeign á þúsund íbúa er minni í Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi en hún er á landsvísu í Danmörku og Svíþjóð, þar eð þéttbýlið í borg- unum dregur úr þörfinni fyrir bíla eins og Gísli Marteinn Bald- ursson borgarfulltrúi hefur bent á. Hér heima er þessu öfugt farið. Bílaeign á þúsund íbúa er meiri í Reykjavík en á Íslandi öllu, þar eð borgin er svo dreifð. Væri bíla- flotinn dreginn saman til jafns við Danmörku og Svíþjóð, myndi fólksbílum fækka um 200 til 300 á hverja þúsund íbúa eða um allt að 95 þúsund bíla. Hver fólks- bíll kostar að jafnaði eina millj- ón króna á ári í rekstri, og er þá kaupverð bílsins ekki talið með og ekki heldur tafirnar og annar kraðakskostnaður, sem of marg- ir bílar leggja á umhverfið. Það munar um minna en 95 milljarða króna á ári. Þessi fjárhæð dygði ein sér fyrir obbanum af vaxta- greiðslum ríkisins af innlendum og erlendum skuldum mörg næstu ár, með IceSave og öllu saman. Skjögrandi á háum hælum Heilagar kýr UMRÆÐAN Árni Einarsson skrifar um forvarnir Talsverð umræða hefur orðið um þá ákvörðun Tækniskólans að láta sér- þjálfaða fíkniefnaleitarhunda fara um hús- næði skólans. Þessi aðgerð Tækniskólans er síður en svo einsdæmi. Margir fram- haldsskólar hafa á undanförnum árum kallað reglulega til fíkniefnaleitarhunda og látið þá fara um skólahúsnæði og/eða vistarverur nemenda. Framhaldsskólum ber samkvæmt lögum að hvetja nemendur til heilbrigðs lífernis og heilsu- ræktar. Sérhver framhaldsskóli skal setja sér stefnu um forvarnir og gera grein fyrir henni. Það gera skólarnir með ýmsum hætti, s.s. á fundum með foreldrum og á heimasíðum sínum. Margir skólanna eru með heimsóknir fíkniefnaleitarhunda á forvarnadagskrá sinni og þær ættu því ekki að koma starfsfólki, foreldrum og nemendum í opna skjöldu. Að sjálfsögðu er tímasetning slíkra heim- sókna ekki auglýst fyrirfram. Þá væri aðgerðin til lítils. Ekki verður annað séð en að foreldrar og nemendur séu almennt sáttir við heimsóknir fíkni- efnaleitarhundanna og skilji tilganginn með þeim. Seljendur og dreifendur fíkniefna eru ágengir og ekki vandir að meðulum. Ungt fólk er helsti markhópur þeirra. Það er því eðlilegt og mikilvægt að framhaldsskól- arnir geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að sporna við neyslu og sölu fíkni- efna innan veggja þeirra. Með heimsókn- um fíkniefnaleitarhunda senda skólarn- ir skýr skilaboð um að fíkniefni eigi ekki heima innan veggja þeirra. Með því eru skólarnir að rækja það hlutverk sitt að vernda nemendur sína og standa vörð um hag þeirra og velferð. Ég hef um árabil verið í samstarfi við forvarna- fulltrúa framhaldsskólanna og það er ljóst að skól- arnir leggja sig almennt fram um að gera vel í forvarnastarfi sínu. Það má áreiðanlega endalaust deila um bæði stefnu og framkvæmd framhalds- skólanna í forvörnum, þar á meðal heimsóknir fíkniefnaleitarhunda. Skólarnir þurfa vissulega aðhald og leikreglur í því starfi, en líka hvatningu, stuðning og skilning á því sem þeir eru að gera. Það er stjórnvalda, foreldra og fjölmiðla að veita þann stuðning. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna. Fíkniefnahundar í skólum ÁRNI EINARSSON Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON NÝJAR VÖRUR Útsalan heldur áfram, enn meiri lækkun Stuttkápur Gallajakkar • Bolir En samt krafa Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, ritaði nýverið grein í það blað. Varar hann við banvænni blöndu viðskiptalífs og stjórnmála sem brugguð hafi verið á síðustu árum. Óhætt er að taka undir þetta, en sérstaka athygli hljóta að vekja orð Styrmis um Sjálfstæðisflokkinn og peninga fyrr á tíðum. Eldri kynslóðir kaupsýslu- manna sem gáfu fé til flokksins „kunnu sig að því leyti til að þeir sýndu hófsemd í kröfum, sem þeir gerðu í krafti fjárframlaga til flokkanna“. Hófsemd kannski, en af þessu má augljóst vera að kröfurnar voru til. Árás í nafnleysi Mörgum hefur orðið tíðrætt um að víða á Netinu megi finna fólk sem skáki í skjóli nafnleysis í árásum sínum. Á það skal ekki lagt mat hér, en tímaritið Þjóðmál hefur nú tekið upp þennan sið með langri grein um skítlegt eðli ýmissa, aðallega sagnfræðings, embættismanns og forsetans. Vonandi er þetta ekki það sem koma skal. Þjóðaratkvæðagreiðsla? Mikið hefur verið rætt og ritað um Alex Jurshevski, sem titlar sig sérfræðing í skuldum þjóða. Alex var í viðtali í Silfri Egils og fleiri fjölmiðlum, en síðan hafa þær raddir heyrst að hann sé einn þeirra manna sem flakki um heiminn og græði á bágstöddum þjóðum. Egill skrifaði á blogg sitt í gær um málið og lesendur voru ekki lengi að taka við sér, frekar en fyrri daginn. Einn þeirra taldi málið liggja ljóst fyrir; þjóðin væri sammála Jurshevski um að taka ekki fleiri lán. Það sýndi skoðanakönnun á Útvarpi Sögu þar sem 90 prósent hlustenda hefðu lýst því yfir. Ætli forsetinn boði brátt til þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið? kolbeinn@frettabladid.isÞ ótt lífeyrissjóðir landsmanna hafi orðið fyrir miklu áfalli í hruninu og tapað stórlega á fjárfestingum í hlutabréfum og skuldabréfum, situr að mestu leyti sama fólkið í stjórnum þeirra og fyrir hrun. Í frétta- skýringu hér í blaðinu í gær kom fram að þrír af hverj- um fjórum stjórnarmönnum í sex stærstu lífeyrissjóðunum hafa setið þar frá því fyrir hrun. Í Fréttablaðinu var jafnframt fjallað um kröfur, sem heyrzt hafa í verkalýðshreyfingunni undanfarin ár og áratugi, um að vali í stjórnir sjóðanna verði breytt og sjóðfélögunum sjálfum leyft að kjósa þær á aðalfundum. Það á reyndar við í örfáum, litlum sjóðum. Almenna reglan er hins vegar sú að verkalýðs- foringjar og fulltrúar atvinnurekenda skipta stjórnarsætum í lífeyrissjóðunum á milli sín í huggulegheitum. Kröfur um breytingar hafa ekki fengið neinn hljómgrunn hjá forystu aðila vinnumarkaðarins, hvorki hjá vinnuveitendum né verkalýðs- forystunni. Samt liggur það alveg ljóst fyrir hverjir eiga lífeyrissjóðina. Það er fólkið, sem hefur lagt hluta af launum sínum í þá. Þótt talað sé um mótframlag vinnuveitenda í sjóðina, er það auðvitað aðeins hluti af starfskjörum og eign launþegans eins og önnur laun. Atvinnurekendur og verkalýðsforysta þurfa ekki að hafa vit fyrir fólki um hvernig það fer með þessa peninga. Við þurf- um ekki að hafa forystusveit aðila vinnumarkaðarins með okkur í bankann eða búðina til að hafa eftirlit með því hvernig við verzlum eða ráðstöfum sparifénu okkar. Hún þarf ekki heldur að hafa vit fyrir okkur á vettvangi lífeyrissjóðanna. Líklegasta skýringin á tregðu verkalýðs- og vinnuveitendafor- ystunnar til að verða við kröfum um lýðræði í lífeyrissjóðunum er að stjórnarsetan þar hefur tryggt þessum hópi bæði völd og hlunnindi. Í krafti peninga sjóðfélaganna hafa fulltrúar hans setið í stjórnum fyrirtækja og átt ýmis önnur ítök í viðskipta- lífinu. Þátttaka þeirra í ákvörðunum þar hefur samt ekki verið tóm snilld, eins og dæmin sanna. Nú hafa þingmenn úr þremur flokkum lagt fram frumvarp á þingi, þar sem lagt er til að tekið verði upp lýðræði í lífeyris- sjóðunum. Stjórnir þeirra verði kosnar á ársfundi af sjóðfélög- unum. Atvinnurekendum yrði samkvæmt frumvarpinu heimilt að bjóða sig fram til stjórnarsetu, en þeir mættu þó ekki vera í meirihluta í stjórninni, eðli málsins samkvæmt. Full ástæða er til að þetta frumvarp fái umræðu og skoðun. Krafan um aukið lýðræði er sterk í samfélaginu og það er eðlilegt að hún komi fram á vettvangi lífeyrissjóðanna eins og annars staðar. Ef sjóðfélagar velja sjálfir fólkið, sem tekur ákvarðanir um hvernig fé þeirra er ávaxtað, má gera ráð fyrir að meiri endurnýjun verði í stjórnum lífeyrissjóðanna. Það gæti jafn- vel hugsazt að kynjahlutföllin í stjórnunum jöfnuðust, en nú er aðeins um þriðjungur stjórnarmanna í stóru sjóðunum konur. Kjarni málsins er þessi: Sjóðfélagar lífeyrissjóðanna eiga þá og eiga að ráða því hvernig þeim er stjórnað. Af hverju fær fólkið sem á lífeyrissjóðina ekki að ráða því hverjir stjórna þeim? Lýðræðissjóðir? ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN SKRIFAR Stjórnarseta í lífeyrissjóðunum hefur tryggt verkalýðs- forkólfum og atvinnurekendum bæði völd og hlunn- indi, í krafti peninga sjóðfélaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.