Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 18. mars 2010 5 Á nýliðinni tískuviku í París staðfestist það sem hefur sést að undan-förnu, að tískuheimur- inn er að færast nær nothæfari og einfaldri tískuhönnun sem er ætlað að seljast sem víðast. Frumleikinn víkur því hjá mörg- um fyrir svokölluðum einfald- leika, sem kannski ætti frekar að kallast markaðshyggja. Á erfið- um tímum er markmiðið að lifa af meðan á kreppunni stendur með von um bjartari tíð með blóm í haga eða öllu heldur þykk- ari seðlaveskjum. Flest tísku- húsin eru hætt að leggja mikla fjármuni í stórsýningar ef frá er talin sýning Chanel í Grand Pala- is þar sem það frumlegasta var líklega ísjakinn sem fluttur var sérstaklega frá Stokkhólmi fyrir sýninguna og loðdýrabúningarnir úr gerviloðfeldum. Ekki spurt um umhverfisáhrif þar. Hvort það skýrist af sviplegum dauða Alexanders McQueen, að tískuritstjórarnir héldu vart vatni yfir síðustu sýningunni hans sem hann hafði mikið til lokið við, skal ósagt látið, en víst er þó að mikill listamaður er horfinn úr heimi tískunnar. Sýn- ingin fór fram í salarkynnum eiganda tískuhússins PPR-sam- steypunnar, sem meðal annars er eigandi Gucci og YSL og boðs- gestirnir voru örfáir. McQueen var undir áhrifum frá óperusöng- konunni Simone Kermes sem hann hlustaði á út í eitt á meðan hann hannaði, en hann var einnig undir áhrifum frá endurreisnar- málurum. Á sýningunni mátti sjá stórkostlegan frakka skreytt- an gylltum fjöðrum, á sumum flíkum lífsbrot úr lífi engla og dýrlinga en einnig kjóll með áprentuðu baki með vængjum. Trúarleg tákn eru því áberandi og líklegt að tískulínan seljist vel til smásöluaðila. Með óvæntum hætti barst stjórnmálaumræðan í Frakklandi inn á sýningarpallana. Jean-Paul Gaultier dró upp sína mynd af frönsku þjóðerni sem hefur verið til umræðu hér síðan í haust að ósk forsetans. Spurningin um hvað það er að vera Frakki og hver staða Frakka af erlendum uppruna sé í landinu. Meira að segja var boðskortið á sýninguna pólitísk skilaboð, franskt landa- kort, gert úr héruðum landsins sem höfðu verið skírð Alsír, Kína, Tíbet eða Rússland, svo eitthvað sé nefnt. Sýningin hófst undir tónum þjóðsöngsins í umdeildri útgáfu Serge Gainsbourg. Gault- ier telur tískuna vera eins og mannlífið, blöndu af ýmsum upp- runa og að það sé auðlegð sam- félagsins. Eins konar menning- arsuða sem einkennir flestar stórborgir í dag. Marianne er tákn franska lýðveldisins í kven- mynd og í gegnum tíðina hafa ekki ómerkari konur en til dæmis Brigitte Bardot verið fyrirmynd þessarar styttu. Á tískusýningu Gaultiers voru þessar Maríönnur úr ýmsum áttum eins og rúss- neskar babúskur, aðrar íklædd- ar kínverskum útsaumi eða með stórgerðar afrískar hálsfestar. Svona er Frakkland í dag. bergb75@free.fr Þjóðernispólitík á tískuviku ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París SÓLGLERAUGU EFTIR MADONNU KOMA Á MARKAÐ Í MAÍ. Madonna hefur gengið til liðs við ítalska tískuhúsið Dolce & Gabb- ana og setur á markað nýja sól- gleraugnalínu undir nafninu MDG. Ráðgert er að fyrstu sex gerðirnar komi á markað í maí. Madonna hann- aði línuna í sam- vinnu við fræg- asta hönnunar- tvíeyki Ítalíu, þá Domenico Dolce og Stefano Gabb- ana, en hún mun auk þess verða andlit auglýsinga- herferðar sem er ætlað að fylgja gleraugunum eftir. Söngkonan er ekki ókunnug tískuiðnaðinum en hún setti á markað eigin fatalínu í samstarfi við Hennes & Mauritz árið 2007. - ve Hannar fyrir D&G Fyrstu sex týpurnar eru væntanlegar innan skamms. Lúka Art & Design tekur virkan þátt í HönnunarMarsi og verð- ur á flestum stöðum þar sem fatahönnun kemur við sögu. „Við tökum þátt í PopUp-mark- aðnum í Hugmyndahúsi háskól- anna frá 11-18 á laugardag og í tískusýningu í O’Johnson & Kaaber húsinu klukkan átta. Þá verðum við í Showroom Reykja- vík í Listasafni Reykjavíkur frá 11-17 á sunnudag og tökum þátt í sýningu Fatahönnunarfélags Íslands og Íslenska dansflokks- ins, Formið flýgur, í Portinu í Hafnarhúsinu klukkan átta,“ segja hönnuðirnir og systurn- ar Brynhildur og Gunnhildur Þórðardætur. Lúka Art & Design mun kynna fatalínuna Lúka coll- ection 2010/11 en í þeirri línu er unnið með vörumerki fyrir- tækisins sem er hönd og auga. „Nafnið Lúka kemur þaðan en það þýðir höndin sem skapar og augað sem sér.“ Þær systur vinna með íslenska ull og end- urspegla nýju munstrin vöru- merkið, lífsgleði og þægindi með rokkuðu ívafi en auk fata- línunnar mun þær kynna skart- gripalínu sem þær hafa hannað í samstarfi við fatahönnuðinn Ingu Björk Andrésdóttur. - ve Rokkuð ull og skart Hönnuðir Lúka Art & Design hafa þægindi og lífsgleði með rokkuðu ívafi í fyrirrúmi. Kúluhatturinn var kynntur til sögunnar undir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar en átti sín gullaldarár á þriðja áratugnum. Tíska aldanna NÝ KJÓLA SENDING Í Tösku- og hanskabúðinni má finna mikið úrval af handtöskum, tölvu- og skjalatöskum, seðla-og leðurveskjum, ferðatöskum, leðurhönskum og vönduðum göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt. Þú getur litið við í verslun okkar eða einfaldlega farið á slóðina www.th.is þar sem hægt er á aðgengilegan hátt að skoða úrvalið og gera góð kaup! 18.–20. MARS TAXFREE HELGI Í FLASH Taxfree af öllum vörum. Ný sending Ótrúlegt úrval.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.