Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 50
42 18. mars 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is > SACHA Í SVÖRTUM Sacha Baron Cohen er orðaður við stórt hlutverk í þriðju myndinni um Menn í svörtum fötum. Tommy Lee Jones og Will Smith ætla að endurtaka leikinn og Josh Brolin hefur einnig verið orðaður við myndina. Eins og kemur fram á þessari síðu er The Lov- ely Bones eftir Peter Jackson frumsýnd nú um helgina. En það er meira nýtt í kvikmyndahúsum borgarinnar. Kvikmyndinni The Bounty Hunter er leikstýrt af Andy Tennant, þeim sama og gerði Hitch með Will Smith í aðalhlutverki fyrir nokkrum árum. Hann virðist hafa góð sambönd í Hollywood þrátt fyrir misjafnt gengi í leikstjórastólnum því hann leiðir saman Jennifer Aniston og Gerard Butler í sinni nýjustu mynd. Aniston er án nokkurs vafa ein stærsta kven- kynsstjarna kvikmyndaborgarinnar þótt hún hafi ekki beint verið heppin með hlutverk á hvíta tjaldinu og stjarna Butlers hefur verið að fikra sig hægt og rólega upp á stjörnuhvolfið. Butler leikur hausaveiðarann Milo sem fær það hlutverk að hafa upp á fyrrverandi eiginkonu sinni, Nicole, sem Aniston leikur, og koma henni í hendur laganna varða. En ekki er allt sem sýnist og hjónakornin fyrrverandi lenda brátt í bar- áttu upp á líf og dauða. Minnir eilítið á Mr. og Mrs. Smith sem fyrrverandi eiginmað- ur Aniston, Brad Pitt, notaði til að komast í kynni við Angelinu Jolie. Hin myndin sem er frumsýnd um helg- ina heitir Daybreaker og skartar Ethan Hawke í aðalhlutverkinu. Söguþráðurinn er kunnuglegur; plága hefur breytt mest- öllu mannkyninu í vampírur sem þrífast á blóði hinna örfáu „heilbrigðu“ einstakl- inga sem eftir eru. Vísindamenn eru því í baráttu við tímann til að reyna bjarga manninum frá glötun. Vampírur, Butler og Aniston Bandaríski Íslandsvinurinn Ryan Phillippe er nýjasti leikarinn sem er orðaður við hlutverk Captain America. Marvel-myndasöguris- inn hyggst framleiða kvikmynd um þessa miklu hetju sem klæð- ist yfirleitt spandex-galla í banda- rísku þjóðfánalitunum þegar hann berst við óvini ríkisins. Einir fimm leikarar hafa verið orðaðir við hlutverkið og því er farsinn farinn að minna óþægilega mikið á sirk- usinn sem myndast um það þegar nýr Bond er tilkynntur. Líklegt þykir að Matrix-ómenn- ið Hugo Weaving hreppi hlutverk illmennisins Red Skull en gert er ráð fyrir því að myndin verði einn af sumarsmellum næsta árs. Leik- stjóri verður Joe Johnston sem síð- ast gerði hina vinsælu úlfamynd með Benicio Del Toro. Phillippe fer í röð Síðasta æðið í Hollywood var stríðið í Írak, olíubransinn og allt sem tengdist Mið-Austurlöndum. Nú virðist nýtt æði vera að renna upp því þrjár kvikmyndir með sverð, boga og spjót í aðalhlut- verkum eru ýmist á vinnslustigi eða á leið í kvikmyndahús. Fyrst ber að nefna kvikmynd Ridley Scott um Hróa Hött þar sem sjálfur Russell Crowe leið- ir andspyrnuhópinn gegn hinum illa fógeta í Nottingham-skíri. Fyrsta stiklan úr myndinni er komin á Netið og er óhætt að full- yrða að hún lofi góðu þótt sum atriðin séu kunnugleg úr kvik- myndum á borð við Braveheart og Gladiator. Önnur mynd sem er komin ögn skemur á veg, en hefur þegar verið tilkynnt um, er Arthur. Breski leikstjórinn Guy Ritchie hyggst kvikmynda söguna um þessa frægu goðsögn. Arthúr hefur haft það fyrir sið að rata reglulega á hvíta tjaldið, síðast fyrir einum sex árum með Clive Owen, Ray Winstone og Mad Mikkelsen í helstu hlutverkum. Rithcie nútímavæddi síðast Sher- lock Holmes og verður forvitni- legt að sjá hvað hann gerir fyrir þessa miklu mýtu. Þriðja myndin er síðan náttúr- lega víkingamynd Mels Gibson með Leonardo DiCaprio í aðal- hlutverki. Þar er hugsanlegt að íslensk tunga komi mögulega við sögu. Mel Gibson lét nýlega hafa eftir sér að þetta gæti verið síðasta myndin sem hann leikstýrði en það hefði alltaf verið draumur hans í æsku að gera mynd um víkinga. Sverðin á loft SVERÐ OG BOGAR Russell Crowe leikur Hróa Hött í nýrri mynd Ridley Scott, Guy Ritchie ætlar að gera mynd um Arthúr konung og Mel Gibson hyggst leik- stýra stórri mynd um víkinga. HÖFUÐSMAÐUR Íslandsvinurinn Ryan Phillippe er orðaður við hlutverk Captain America. SAMAN Jennifer Aniston og Gerard Butler eru sögð vera saman. Þau leika að minnsta kosti saman í The Bounty Hunter. Kvikmynd Peter Jacskons, Svo fögur bein, verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Þótt engar gór- illur eða orkar séu í þessari mynd er tæpast hægt að kalla hana smámynd. Vera Júlíusdóttir var viðstödd blaðamannafund Jacksons í London. Er þetta ekki bara einhver „stelpu- mynd“? varð einum vina minna að orði um Svo fögur bein (The Lovely Bones), nýjustu mynd leik- stjórans Peters Jackson. Myndin er byggð á samnefndri metsölu- bók Alice Sebold og er því beðið með töluverðri eftirvæntingu. Svo fögur bein fjallar um 14 ára stúlk- una Susie Salmon sem er myrt á hrottafenginn hátt. Eftir dauða sinn fylgist hún með fjölskyldu sinni vinna úr sorginni úr eins konar milliheimi, sem hvorki er handanheimur né himnaríki. Hún er full reiði yfir örlögum sínum og á erfitt með að sætta sig við að lífi hennar sé lokið. Faðir hennar og systir hefja þrotlausa leit að morð- ingjanum á meðan móðir hennar reynir að finna sálarfrið og sátt. Í huga Susie togast á hefndarþorsti og von um að sár fjölskyldunnar nái að gróa. Peter Jackson hreifst mjög af bók Alice Sebold og einnig Susan Sarandon, sem leikur stórt hlut- verk í myndinni. Jackson segist hafa viljað gera mynd sem væri tiltölulega smá í sniðum eftir þrí- leikinn Hringadróttinssögu og stórmyndina King Kong. Svo fögur bein er þó tæplega hægt að kalla „litla“ mynd. Mikið er í hana lagt og hún skartar leikurum eins og Susan Sarandon, Rachel Weisz og Stanley Tucci. Stúlkan Susie er leikin af Saoirse Ronan sem var afar eftirminnileg í myndinni Friðþæging (Atonement). Aðlögunin að kvikmyndaform- inu var krefjandi að sögn leikstjór- ans og þurfti bæði að sleppa ýmsu úr bókinni og jafnframt bæta við. Í kvikmyndinni er til dæmis sýnt mun meira af Susie á meðan hún er á lífi heldur en í bókinni. Minna er gert úr hugleiðingum hennar í handanheiminum, og meira gert úr atburðarásinni fyrir og eftir dauða hennar. Jackson bjó til sína eigin útgáfu af draumkenndum milliheiminum sem Susie dvelur í eftir að hún deyr. Með flókn- um tæknibrellum og tilfinninga- þrungnu myndmáli leitaðist hann við að skapa heim sem væri líkt og hann sprytti úr undirmeðvitund Susiar, brothættan og síbreytileg- an, stundum ógnandi en stundum fallegan. Jackson er sjálfur ekki viss um hvort hann trúir á líf eftir dauðann en viðurkennir þó að hafa séð draug einu sinni á Nýja- Sjálandi. Fyrstu myndir Jacksons voru grínhrollvekjur og fantasíur og innihéldu bæði vofur og upp- vakninga. Himneskar verur (Hea- venly Creatures) sem út kom 1994 festi Jackson í sessi sem alvöru leikstjóra. Hún var byggð á sönn- um atburðum og fjallar um tvær stúlkur sem myrtu móður annarr- ar þeirra. Jackson segir Svo fögur bein „ekki vera morðsögu“. Myndin sé upplífgandi og boðskapur henn- ar í grundvallaratriðum jákvæð- ur þrátt fyrir þann hræðilega glæp sem er þungamiðja hennar. Aðspurður hvort honum þyki erfitt að standa undir væntingum eftir velgengni síðustu mynda sinna segir Jackson: „Þegar allt kemur til alls verður leikstjóri að gera myndir sem hann langar sjálfan til að horfa á.“ Litla myndin hans Jacksons HELSTU VERK JACKSONS Bad Taste (1987) Braindead (1992) Heavenly Creatures (1994) The Frighteners (1996) Hringadrottinssaga I-III (2001- 2003) King Kong (2005) RÍSANDI STJARNA OG KÓNGURINN Peter Jackson var nánast tekinn í guðatölu eftir þríleikinn um Hringadróttinssögu. Hér er hann ásamt aðalleikkonu myndarinnar, Saoirse Ronan. NORDICPHOTOS/GETTY Útsölumarkaður Verðlistans opnar í dag í Ármúla 44 (áður HP húsgögn) Opið mánudag-föstudags 12-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.