Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 18.03.2010, Blaðsíða 54
46 18. mars 2010 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 18. mars 2010 ➜ Tónleikar 20.30 Í tilefni af 60 ára fæðingarafmæli Karen- ar Carpenter heldur Regína Ósk tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi þar sem hún flytur úrval laga The Carpenters. 21.00 Leikararnir úr sýningu LA, Rocky Horror, taka fyrir lög að eigin vali ásamt hljómsveit á Græna Hattinum við Hafnarstræti 96 á Akureyri. Meðal þeirra sem koma fram eru Andrea Gylfa, Atli Þór, Bryndís Ásmunds, Hjalti Rúnar, Maggi Jóns og Matti Matt. 21.00 Inner Urge kvartettinn heldur tónleika í jazzkjallara Café Cultura við Hverfisgötu 18. Á efnisskránni verða verk eftir Joe Henderson. ➜ Opnanir 17.30 Hjá Alliance Française við Tryggvagötu 8, verður opnuð ljós- myndasýning Öldu Lóu Leifsdóttur „Myndir af konum í Togo”. Samhliða ljósmyndasýningunni, verða sýndar heimildarmyndir um stöðu kvenna í Afríku. Nánari upplýsingar á www. af.is. 0pið virka daga kl. 14-18 og lau. kl. 14-18. Fríða Kristín Gísladóttir opnar sýningu sína „Björt sýn” í Gallerí BHM við Borg- artún 6. Opið virka daga kl. 9-17. Saga Sigurðardóttir og Hildur Yeoman opna sýninguna „Álagafjötrar” í Kling & Bang gallerí við Hverfisgötu 42. Opið alla daga kl. 14-18. ➜ Leikrit 20.00 Leikfélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýnir verkið „Frumskógar- lögmálið” sem byggt er handriti eftir Tinu Fey. Sýningar fara fram í sal skól- ans við Austurberg 5. 20.00 Verðandi, leikfélag Fjölbrauta- skólans í Garðabæ sýnir verkið Déjà Vu eftir Bjarna Snæbjörnsson. Sýningar fara fram í Urðabrunni, hátíðarsal FG við Skólabraut í Garðabæ. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Ingibjörg Haraldsdóttir þýð- andi og ljóðskáld flytur erindi í fyrir- lestraröðinni „Hvernig verður bók til”. Fyrirlesturinn fer fram á Háskólatorgi við Sæmundargötu 4 (st. 105). 17.15 Bjarni E. Sigurðsson flytur erindi um Hallgerði Langbrók, ástir hennar og örlög í Njálu. Erindið verð- ur flutt hjá Bókasafni Kópavogs við Hamraborg 6. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir og enginn aðgangseyrir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Nú detta inn Eurovision-lögin í ár. Anna Bergendahl fer fyrir Svíþjóð með lag sem heitir það sama og lag Eurobandsins 2008, This Is My Life. Þetta er ballaða eftir Bobby Ljunggren sem síðast samdi sænska framlagið „Hero“ 2008. Í Englandi kepptu sex flytj- endur um það hver gæti best flutt lag gömlu poppjálkanna Mikes Stock og Petes Waterman. Hinn nítján ára Josh Dubovie stóð uppi sem sigurvegari. Hann, eins og hin sænska Anna, hafði áður getið sér orð í hæfileikakeppnum í sjónvarpi. This Is My Life aftur í Eurovision Kylfingurinn Tiger Woods vinnur nú að því að púsla saman lífi sínu á ný. Hann til- kynnti í vikunni að hann ætli að snúa aftur á golfvöllinn í apríl, en nú bíður hans erfið- ara verkefni; að vinna aftur traust Elínar, eigin konu sinnar. Hún reynir að gefa honum annað tækifæri, en neitar samt að setja upp giftingarhringinn strax. Elín er enn þá að vinna að því að fyrir- gefa honum samkvæmt fréttamiðlum vest- anhafs. Þau hittast aðeins í nokkrar mínútur á dag, stundum í nokkra klukkutíma, en það fer eftir hvernig þeim semur. Elín ku fara sér hægt í að vinna að lík- amlegu sambandi þeirra, enda var hún illa svikin þegar það kom í ljós að hann hafði haldið framhjá henni með á annan tug kvenna. Einnig á hún erfitt með að komast yfir að klámstjarna hafi verið í hópnum. Elín ber ekki hringinn REYNA AFTUR Tiger og Elín vinna nú að því að bjarga hjónabandi sínu. Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir fer í vinnubúðir til Borgarfjarðar í lok mánaðarins til að semja lög á sína þriðju plötu. Upptökur hefjast svo strax eftir páska og er platan væntanleg í búðir um mánaðamót- in maí/júní. „Við fáum lánað hús sem félagi okkar hefur aðgang að. Þetta verður mjög hressandi, örugg- lega þrír til fjórir sólarhringar,“ segir Oddur Bjarni Þorkelsson. Síðasta haust fóru Ljótu hálfvit- arnir í svipaðar vinnubúðir til Hríseyjar. Sú nýbreytni fór vel í mannskapinn og fæddust nokkur bráðskemmtileg lög þar. „Við erum að prufa þetta í fyrsta sinn fyrir þessa plötu. Við höfum alltaf unnið hver í sínu horni en núna ákváðum við að prófa að neyða menn til að vinna saman.“ Upptökustjóri nýju plötunnar verður Alex „Flex“ Árnason sem þeir félagar hafa ekki unnið með áður. Oddur Bjarni býst við að plat- an verði ekki alveg eins poppuð og þær tvær síðustu þó svo að í grunn- inn verði þeir á kunnuglegum slóðum. Síðasta plata Ljótu hálfvitanna hafði að geyma lagið Lukkutröll- ið sem naut mikilla vinsælda og hver veit nema andrúmsloftið í Borgarfirði geti af sér annan eins smell sem fái að hljóma ótt og títt á öldum ljósvakans. - fb Í vinnubúðir til Borgarfjarðar LJÓTU HÁLFVITARNIR Hljómsveitin er á leiðinni í vinnubúðir til Borgarfjarðar í lok mánaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.