Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 22
22 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Jóhann Ingi Kolbeinsson skrifar um samkeppni Þegar yfir 1.200 Íslendingar komu saman á Þjóðfundi seint á síðasta ári til að draga upp mynd af því framtíðarsamfélagi sem við viljum búa í vó eitt gildi langþyngst í huga þjóðfundargesta: Heiðarleiki. Hinn almenni Íslendingur vill búa í heiðarlegu og réttlátu samfélagi þar sem allir sitja við sama borð. Því miður virðist sem heiðar- leiki hafi verið víðsfjarri á mörgum sviðum þjóð- félagsins síðustu ár – við sjáum þess dæmi hvern einasta dag, t.d. í fréttaflutningi af aðdraganda bankahrunsins. Við breytum ekki fortíðinni en þeim mun mikil- vægara er fyrir okkur að læra af reynslunni við enduruppbyggingu íslensks atvinnulífs á grunni heiðarleika, sanngirni og réttlætis. Það er ánægju- legt að sjá ýmis dæmi þess að heiðarleika sé gert hærra undir höfði en áður og ber að hrósa fyrir það. Eitt slíkt tilvik er nýlegt útboð Reykjavíkur- borgar um móttöku á boðgreiðslum en þar er tekið sérstaklega fram að óheimilt sé að gera samning við þann sem hefur verið sakfelldur með endanleg- um dómi fyrir spillingu, sviksemi, peningaþvætti eða þátttöku í skipulögðum brotasamtökum. Slíkt ákvæði sýnir að Reykjavíkurborg leggur áherslu á að þau fyrirtæki sem skipt er við hafi stundað heiðarlega viðskiptahætti í gegnum tíðina. Ef allir legðust á eitt í þessum efnum, opinberir aðilar jafnt sem einkafyrirtæki, og settu sér reglur um að skipta ekki við þá sem hafa óhreint mjöl í poka- horninu myndi fljótlega molna undan þeim sem hafa komið sér og sínum fyrirtækjum áfram með vafasömum viðskiptaháttum. Þjóðfélagið breyt- ist ekki í einni svipan – en svona reglur eins og Reykjavíkurborg setur sér við útboð eru dæmi um skref sem við getum stigið í uppbyggingu á réttlátu og heiðarlegu þjóðfélagi. Baráttan við óheiðarleikann Fyrirtækið sem ég stýri, Kortaþjónustan, hefur ekki farið varhluta af vafasömu siðferði í íslensku viðskiptalífi síðustu ár. Fyrirtækið er eitt þriggja sem býður greiðslumiðlun fyrir greiðslukort og höfum við allt frá stofnun fyrirtækisins árið 2002 þurft að berjast við ólögmætar aðgerðir og samráð hinna fyrirtækjanna tveggja og bankanna, sem eru eigendur þeirra, sem hafa beitt sér mjög hart gegn því að samkeppni gæti myndast. Þetta er ójafn leikur, ósanngjarn og óheiðar- legur, en sem betur fer hafa samkeppnis yfirvöld fylgst með markaðnum. Árið 2008 voru hin fyrir- tækin tvö á markaðnum, Greiðslumiðlun og Kreditkort, sektuð ásamt fyrirtækinu Fjölgreiðslumiðlun um samtals 735 millj- ónir króna fyrir aðgerðir sem beindust að því að koma í veg fyrir starfsemi Korta- þjónustunnar á Íslandi. Starfsemi sem vel að merkja hafði á nokkrum árum leitt til verulegra lækkana á þóknunum frá því sem áður var, söluaðilum og neytendum til hagsbóta. Samfélagið allt hagnaðist á inn- komu Kortaþjónustunnar á markað – en það hugnaðist ekki gömlu kortafyrirtækj- unum tveimur né eigendum þeirra, bönk- unum, sem höfðu makað krókinn áður. Viðbrögð þessara aðila við innkomu Kortaþjón- ustunnar voru lýsandi dæmi um óheiðarleika þess sem vill stærri bita af kökunni en sanngjarnt er. Keppinautnum nýja skyldi bolað burt með öllum tiltækum ráðum og úr urðu stærstu viðurkenndu samkeppnislagabrot Íslandssögunnar. Sem dæmi um umfang og alvöru þessa máls má nefna að sektirnar voru þær hæstu sem ákvarðaðar hafa verið í einu máli – upphæðin nam ríflega helmingi allra stjórnvaldssekta sem Samkeppniseftirlitið ákvarðaði samanlagt á árunum 2008 og 2009. Óhrein sakaskrá Greiðslumiðlun og Kreditkort heita í dag Valitor og Borgun, en þrátt fyrir ný nöfn, dóma og háar sekt- ir virðist sem andi fákeppni, einokunar og óheiðar- legra vinnubragða sé enn alltof ríkjandi á greiðslu- miðlunarmarkaðnum. Í því samhengi má benda á að um þessar mundir eru í vinnslu hjá Samkeppnis- eftirlitinu nokkur aðskilin mál sem tengjast meint- um ólöglegum markaðsaðgerðum greiðslukorta- fyrirtækja, banka og sparisjóða á þessum markaði. Baráttan við fákeppni, viðskiptahindranir og óheið- arleika er enn alltof stór þáttur í starfsemi okkar hjá Kortaþjónustunni þegar við viljum miklu frekar beina öllum okkar kröftum í heiðarlega og eðlilega samkeppni, öllu samfélaginu til góðs. Þessu verður að linna. Við Íslendingar verðum að koma okkur upp úr farvegi óheiðarleikans sem hefur leitt okkur í þær villur sem þjóðin þarf nú að rata út úr. Þjóðfundurinn gaf okkur vegvísinn. Fyrsta skrefið er að líta í eigin barm og meta hvað við getum gert hvert fyrir sig til að auka heiðar- leika í okkar leik og starfi. Næsta skref er fylgja fordæmi Reykjavíkurborgar og skipta ekki við fyrirtæki með óhreina sakaskrá. Ef íslensk fyrir- tæki fara að tapa viðskiptum vegna óheiðarlegra vinnubragða – í stað þess að græða á slíku athæfi – þá höfum við stigið stórt skref í átt að heiðarlegra samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Í átt að heilbrigðara samfélagi JÓHANN INGI KOLBEINSSON Boðberar válegra tíðinda UMRÆÐAN Magnús Karl Magnússon, Guðmundur Þorgeirsson og Sigurður Guðmunds- son skrifa um Herbalife Hlutverk fræðimannsins í opinberri umræðu er einn af hornsteinum upplýstrar umræðu í lýðræðissamfélagi. Styrkur fræðimannsins liggur í faglegri nálgun og vísindalegri aðferða- fræði en jafnframt ber honum skylda til að kynna niðurstöð- ur sínar og leggja þær fram til skoðunar, umræðu og gagnrýni. Oft á tíðum snertir viðfangsefni fræðimanna mikilvæga hags- muni, bæði almannahagsmuni svo og fjárhagslega og viðskipta- lega hagsmuni. Innan heilbrigðis- vísinda vega almannahagsmunir oft mjög þungt enda viðfangsefn- ið heilsa og sjúkdómar einstakl- inga. Það skiptir því fræðimann- inn öllu að ályktanir séu byggðar á fyrirliggjandi gögnum og vís- indalegum túlkunum en stýr- ist ekki af beinum eða óbeinum hagsmunatengslum. Þegar fræðilegar ályktanir snúast um heilsu og sjúkdóma eru almannahagsmunir ótví- ræðir og skylda fræðimannsins vegur þar einkar þungt. Heiður fræðimannsins og óhlutdrægni er honum því mikils verð. Það er hins vegar alþekkt að öflugir hagsmunaaðilar sem telja niður- stöður fræðimanna ógna hags- munum sínum beina spjótum sínum að æru slíkra fræðimanna. Almenningur og fjölmiðlar þurfa að vera vakandi fyrir slíkum til- burðum. Við höfum orðið vitni að fjölmörgum slíkum dæmum á síðustu misserum þar sem bæði öflug fyrirtæki og valdamenn, þ.á m. stjórnmálamenn, í sam- félagi okkar hafa vegið að æru virtra fræðimanna fyrir það eitt að opinbera gögn sín eða skoðanir á opinberum vettvangi. Boðberar válegra tíðinda hafa löngum mátt gjalda fyrir hlutskipti sitt. Viðbrögð Herbalife Nýlegt dæmi er blaðagrein Jóns Óttars Ragnarssonar, talsmanns Herbalife á Íslandi, í Frétta- blaðinu, 13. mars sl. („Fæðu- bót: Böl eða blessun?“) og önnur fjölmiðlaumfjöllun, m.a. viðtal Sölva Tryggvasonar við hann á Skjá einum sama dag. Umfjöll- un Jóns Óttars eru viðbrögð við því að hópur vísindamanna birti rannsóknir á hugsanlegum lifr- arskaða tengdum notkun á Her- balife-vörum. Jón Óttar bein- ir þar stórum hluta umfjöllunar sinnar að heiðarleika og meint- um hagsmunatengslum aðal- höfundar greinarinnar, Magn- úsar Jóhannssonar, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Þetta gerir hann með rætnum aðdróttunum og ósannindum en tilgangurinn er ljós og ætti að vera öllum sýnilegur, sér í lagi ef Jón Óttar myndi skýra frá hags- munum sínum af sölu á Herba- life-vörum hér á landi. Magnús Jóhannsson er m.a. sagður vera varðgæslumaður hins alþjóð- lega lyfjaiðnaðar og hann jafn- framt sakaður um að standa að hræðsluáróðri og að ala á andúð og fáfræði í kennslu sinni um árabil við læknadeild HÍ. Stað- reynd málsins er sú að Magnús hefur aldrei haft nein hagsmuna- tengsl við lyfjaiðnaðinn. Hann hefur verið öflugur fræðimaður á sviði lyfja- og eiturefnafræði, bæði grunnrannsókna á lífeðl- isfræði hjartans svo og við að rannsaka verkanir og aukaverk- anir bæði lyfja og náttúruefna. Fræðilegur heiðarleiki Magnúsar hefur alla tíð verið eitt hans aðal- einkenni sem hefur þó á stundum bakað honum óvild meðal ýmissa hagsmunaaðila, bæði innan lyfja- iðnaðarins og meðal fylgismanna hjálækninga. Í umræddu dæmi hafa fræði- menn við Háskóla Íslands, Landspítalann og Lyfjastofn- un notað viðurkennda vísinda- lega aðferðafræði til að rannsaka hugsanleg orsakatengsl milli eitrunar lifrarbólgu og notkunar á Herbalife-vörum. Öll gögn eru lögð á borðið og vafaatriði dregin fram í umræðukafla greinarinnar. Hin fræðilega greining fór í gegn- um ritrýni áður en hún birtist sem vísindagrein í Læknablaðinu, einu af tveimur vísindaritum á Íslandi sem hlotið hafa viðurkenningu og skráningu í hinum alþjóðlega vís- indagagnagrunni ISI („Instutite for Scientific Information“). Eins og um aðrar vísindaniðurstöður viljum við hvetja til umræðu um kosti og galla þessarar vinnu og hvort ályktanir standist vísinda- lega skoðun. Höfundar umræddr- ar vísindagreinar þurfa þá að rök- styðja sínar ályktanir og er það okkar álit að þeir séu öflugir og mjög vel hæfir til að taka þátt í slíkri umræðu. Auk Magnúsar eru tveir læknar með sérmenntun á sviði lifrarsjúkdóma höfundar að greininni. Fyrirtækið sem markaðssetur vörur sínar undir vörumerkjum Herbalife er að selja fæðubótar- efni sem stuðla eiga að auknu heil- brigði. Það vekur sérstaka furðu og vonbrigði að forsvarsmenn þess sýni ekki meiri ábyrgð gagnvart almenningi en svo að talsmaður þess, Jón Óttar Ragnarsson, vilji þagga niður umræðuna með per- sónulegri aðför að forsvarsmanni rannsóknarinnar. Það eru reyndar mörg dæmi um að fyrirtæki hafa viljað þagga niður óþægilegar nið- urstöður í stað þess að taka þeim opnum örmum. Dæmi eru um að lyfjafyrirtæki hafa reynt þetta en það er þó ávallt reynsla ábyrgra lyfjafyrirtækja að það samræm- ist best langtímahagsmunum þeirra að taka slíkum upplýsing- um opnum huga og kanna frekar þar sem þær varða ljóslega öryggi neytendanna. Þöggunarárátta Almenningur verður að gjalda sérstakan varhug við því þegar talsmenn fyrirtækja eða stjórn- valda reyna að þagga niður fræðilega umræðu eða vega að persónu þeirra sem að slík- um rannsóknum standa. Slíkt er nánast aldrei gert með hags- muni almennings eða hags- muni sannleikans í huga heldur mun fremur vegna þröngra við- skiptalegra hagsmuna. Fjölmiðl- ar verða einnig að vera vakandi fyrir slíkum vinnubrögðum og það sætir mikilli furðu að í þessu tilfelli skuli slík skrif birtast án þess að almenningi sé gert ljóst hverra hagsmunir liggi að baki. Við hvetjum íslenska fjölmiðla til að hafa hagsmuni almennings og sannleikans í huga þegar um mál sem þetta er rætt. Einnig teljum við það sjálfsagða kröfu að þegar ábyrgir fjölmiðlar birta aðsendar greinar að höfundar þeirra útlisti fyrir lesendum bein hagsmuna- tengsl sem málið varða. Magnús Karl Magnússon er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og forstöðu- maður Rannsóknarstofu í Lyfja- og eiturefnafræði. Guðmund- ur Þorgeirsson er prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands og Sigurður Guðmunds- son, forseti Heilbrigðisvísinda- sviðs Háskóla Íslands. MAGNÚS KARL MAGNÚSSON GUÐMUNDUR ÞORGEIRSSON SIGURÐUR GUÐMUNDSSON EX P O · w w w .exp o .is Aust urhr aun Reyk janes braut Miðhraun Ka up tú n Mi ðh rau n IKEA MAREL Rey kja nes bra ut
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.