Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég hugsa að tveir þriðju hlutar bókanna séu uppskriftabækur en afgangurinn bækur sem fjalla um mat eða tengjast honum á einhvern veg,“ segir Daninn Mads Holm sem hefur verið búsettur á Íslandi í rúm þrjú ár og vinnur sem verk- efnastjóri fyrir Nýnorræna matar- menningu í Norræna húsinu. Hann hefur ekki eldað upp úr nærri því öllum bókunum enda sækist hann frekar eftir innblæstri og les og skoðar þær sér til skemmtunar. „Ég er hrifnastur af bókum sem hafa að geyma sögu og fróðleik um hráefnið og uppskriftirnar en síður af mikið myndskreyttum bókum þó að þær geti auðvitað líka verið skemmtilegar.“ Mads fer gjarnan í Kolaportið eða til Braga fornbókasala til að grafa upp gamlar bækur. Hann á þegar dágott safn af íslenskum matreiðslubókum og nefnir bók Úlfars Eysteinssonar, Úlfar og fiskarnir, sem dæmi um góða bók. „Þar er að finna ýmsan fróðleik um ólíkar fisktegundir og vand- aðar og vel prófaðar uppskriftir auk þess sem þetta er ein af fáum íslenskum matreiðslubókum sem hafa verið þýddar á dönsku. Nýj- asta bókin í safninu mínu er svo Réttir úr ríki Vatnajökuls – Upp- skriftir með hornfirskt hráefni í aðalhlutverki. Bókin hefur að geyma uppskriftir að sveitamat frá svæðinu í bland við sögulegan fróðleik,“ segir Mads og bendir á að það sé hægt að fræðast mikið um land og þjóð með því að kynna sér matarmenningu hennar. Mads á einnig fjölmargar bækur sem fjalla um mat og ást, sem hann segir nátengd fyrirbæri, og nefn- ir Aphrodite – the love of food and the food of love eftir Isabel Allende og The Romance of Food eftir Bar- böru Cartland. Hann segir talsvert um að rithöfundar sem hafi skrifað fagurbókmenntir eða spennusögur gefi út matreiðslubækur og reynir yfirleitt að næla sér í þær. „Einhvern tímann las ég það að til að lifa af á Íslandi þyrfti maður annað hvort að vera mjög ástfang- inn eða eiga gott bókasafn. Allra best væri þó að hafa hvort tveggja og á það við í mínu tilfelli,“ segir Mads sem kynntist íslenskri konu á Food and fun-hátíðinni árið 2005 og hefur búið með henni síðan. Hann unir sér síðan vel í Norræna húsinu enda umkringdur mat og bókum. „Ég hugsa að Norræna húsið sé eitt fallegasta bókasafn Norðurlandanna og er ekki frá því að Dill sé besti veitingastaðurinn.“ vera@frettabladid.is Á 2.000 matreiðslubækur Mads Holm á myndarlegt matreiðslubókasafn sem hefur að geyma tvö þúsund bækur. Hann hefur ekki eld- að upp úr nærri því öllum enda sækist hann frekar eftir innblæstri og les og skoðar þær sér til skemmtunar. Mads við matreiðslubókasafnið með The Romance of Food eftir Barböru Cartland í hönd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NORDIC LIGHT kallast þessi skemmtilegi kerta- stjaki frá Design House Stockholm en hönnuðurinn er sænskur innanhússarkitekt, Jonas Grundell. Stjakarnir fást í Kisunni við Laugaveg, í svörtu og hvítu og hægt er að fá þá fjögurra eða sjö arma. framlengt til 11. apríl Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is 4ra rétta seðill frá 4.990 kr. Tilvalið fyrirárshátíðina! KRYDDLEGIN KLAUSTURSBLEIKJA með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu RJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPA með Madeira og grilluðum humarhölum FISKUR DAGSINS ferskasti hverju sinni, útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar (4.990 kr.) BEIKONVAFINN OG FYLLTUR FASANI með polentu og kóngasveppasósu (5.590 kr.) RIB EYE með kartöfluturni, Bearnaisesósu og steinseljurótarmauki (6.590 kr.) NAUTALUND með grænmetismósaík og blönduðum skógarsveppum (7.590 kr.) SÚKKULAÐIFRAUÐ með hindberjahlaupi, ferskum ávöxtum og passionís 1 2 3 4 VELDU MILLI FJÖGURRA AÐALRÉTTA Góð tækifærisgjöf !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.