Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 19. mars 2010 23 UMRÆÐAN Helga Signý Hannesdóttir skrifar um heilbrigðismál Íslenska heilbrigðiskerfið er eitt það besta í heimi. Það státar af vel menntuðu og þjálfuðu starfs- fólki, er vel tækjum búið og byggt á sterkum innviðum. Í þessum gæðum felast tækifæri sem við getum nýtt til atvinnusköpunar með miklum ávinningi fyrir íslenskt samfélag. Íslenska heilbrigðiskerfið byggir bæði á þjónustu hins opinbera og þjónustu einstaklinga og er ljóst að þjónustan er fyrir alla þótt rekstur- inn sé höndum einkaaðila og þjón- ustustofnana í eigu ríkisins. Þetta fyrirkomulag leiðir ekki til tvöfalds heilbrigðiskerf- is enda koma greiðslur í báðum tilvikum fyrir þjón- ustuna að hluta eða öllu leyti úr sameiginlegum sjóðum. Iceland Healthcare er fyrirtæki sem vill bjóða erlendum sjúklingum upp á bæklunaraðgerðir og offituaðgerðir sem bið er eftir í þeirra heimalöndum. Þetta er gert með samningum við erlend ríki. Fyrir-tækið er ekki með samninga við íslenska ríkið og mun ekki bjóða Íslendingum þjónustu sína nema ríkið óski eftir því. Það er því mikill misskilningur að Iceland Healthcare muni skapa hér tvöfalt heil- brigðiskerfi eða draga úr jöfnuði í íslenska heilbrigð- ikerfinu. Að blanda til- komu þessa fyrirtækis við umræðuna um tvöfalt heil- brigðiskerfi hlýtur að vera byggt á misskilningi. Til þess að ná árangri verða fyrirtæki eins og Iceland Healthcare að geta boðið gæðaþjónustu á hag- stæðu verði í húsnæði sem stenst alþjóðlegar kröfur. Af þeim sökum sóttist fyrirtækið eftir samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) sem státar af glæsilegum skurðstofum og framúrskarandi heilbrigðisstarfsfólki. Lengi hefur verið hefð fyrir því að einkaaðilar geri slíka samstarfssamninga við heilbrigðisstofnanir á landsbyggð- inni um skurðstofuaðstöðu, hvort sem um sé að ræða aðila sem rukka skjólstæðinga sína beint eða aðila sem þiggja greiðslur að hluta eða öllu leyti frá ríkinu. Slíkt samstarf felur í sér ávinning fyrir alla aðila þar sem stofnunin skapar sér sér- tekjur sem hún getur nýtt til þess að efla þjónustu við íbúa á svæðinu. Það vakti því undrun mína og fleiri starfsmanna Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja, þegar í ljós kom að slíkt samstarf af hálfu stjórnvalda var ekki litið jákvæð- um augum, ekki síst þegar litið er til þess að fyrir slíku samstarfi séu mörg fordæmi og að á svæðinu er atvinnuleysið mest á landsvísu. Það hlýtur að vera hagkvæmt fyrir alla aðila að leigja Iceland Healtcare og öðrum einkaaðilum aðstöðu þar sem hún hefur verið byggð upp, en er vannýtt. Nú hefur verið ákveðið að loka skurðstofum HSS á vormánuðum þessa árs sem mun hafa í för með sér stórskerta þjónustu við íbúa á svæðinu, ekki síst fæðandi konur. Ég hvet aðila til þess að endurskoða afstöðu sína og vinna saman til hagsbóta fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og íbúa á svæðinu. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sóknarfæri í heilbrigðismálum UMRÆÐAN Óskar Bergsson skrifar um hestamennsku Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að Reykjavíkurborg verði, einu sinni á ári, sérstak- ur vettvangur fyrir íslenska hest- inn, undir nafninu Hestadagar í Reykjavík. Þessi ákvörðun eru viðbrögð Reykja- víkurborgar við skýrslu sjávar- útvegs- og land- búnaðarráðu- neytisins um markaðssetn- ingu íslenska hestsins erlend- is og er framlag borgarinnar til þessa markaðsátaks. Hestadagar í Reykjavík eru ekki tengdir ákvörð- un um Landsmót hestamannafélaga árið 2012, heldur er hér um að ræða árvissan viðburð sem fyrst verður haldinn í marsmánuði 2011. Með þessum viðburði geta íbúar og gest- ir Reykjavíkur komist í nána snert- ingu við íslenska hestinn sem er ný nálgun með það að markmiði að tengja saman menningu og náttúru í borgarumhverfinu. Með Hestadögum í Reykjavík í marsmánuði er stigið skref í kynn- ingu á íslenska hestinum í vetrar- búningi, þegar hross eru á húsi og daginn farið að lengja. Marsmánuð- ur getur bæði verið harður vetrar- mánuður og ljúfur vormánuður og við það verður miðað í öllum undir- búningi. Ástæðan fyrir því að mars- mánuður er valinn er m.a annars vegna þess að á þeim tíma eru flest- ir með hross sín á húsi og í þjálfun. Skólarnir í borginni eru starfandi á þessum tíma og því góður tími til að kynna hestinn fyrir nemendum. Síðast en ekki síst má geta þess að marsmánuður er utan hefðbundins ferðamannatíma og því hagsmun- ir fyrir ferðaþjónustuna að draga til sín ferðamenn í tengslum við íslenska hestinn. Hestadagar í Reykjavík munu glæða borgina nýju lífi innan borg- armarkanna þar sem hesturinn verður í aðalhlutverki. Á Hestadög- um sjáum við fyrir okkur að hestar komi fram á stöðum sem fólk er ekki vant að sjá hross, s.s. eins og í mið- borginni, við verslunarmiðstöðvar og við skóla borgarinnar, til viðbót- ar við sýningar og keppni á félags- svæði Fáks á Víðivöllum. Eitt af einkennum Hestadag- anna á að vera léttleiki og frjáls- legt sýningarform sem á að ná til alls almennings. Keppnisgreinarn- ar verði hugsaðar þannig að léttleiki og frelsi íslenska gæðingsins njóti sín sem best og að áhorfandinn upp- lifi hughrifin af íslenskum gæðingi, teknum til kostanna í höfuðborg landsins. Reykjavíkurborg vonast til með að eiga gott samstarf við hags- munaaðila í hestamennskunni sem sjá tækifæri í því að markaðsetja starfsemi sína í höfuðborginni með tilkomu Hestadaga í Reykjavík. Höfundur er formaður borgarráðs. Hestadagar í Reykjavík Súrmjólk á tilboði! Ávaxta- og karamellusúrmjólk á tilboði í mars JARÐARBER KARA MELLA EPLI OG PERURSKÓGA RBER 0 9- 03 54 / H VÍ TA H Ú SI Ð / S ÍA ÓSKAR BERGSSON HELGA SIGNÝ HANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.