Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 46
26 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðs- sonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ekkja bankamanns í Nígeríu vill deila 10 milljóna arfi með okkur. Konan mín skilur mig ekki! Djíses kræst! Þá byrjar það. Það eina sem hún sér við mig er tól til að svala eigin þörfum! Ég er bara hlutur í hennar augum! Nú förum við heim Ingó min! ... leik- fang! Sykur- pabbi minn! Vá... ég er að koma! Hah- aha! Sjáumst! Ég skil ekki að þú ætlir að byrja á leslista sumarsins kvöldið áður en skólinn byrjar aftur! Ssss. Einbeiting! Ég hef heyrt um að fresta hlutun- um, en þetta... Búinn! Láttu mig hafa aðra! Á ég að trúa því að þú hafir lesið „David Copperfield“ á leiðinni frá bókabúðinni út í bíl? Eigum við að tuða um skilning á bókmenntum eða eigum við að lesa bækur? Þetta kemur fyrir alla Hannes. Láttu þetta ekki fara í taugarnar á þér, þú þarft bara að taka þér pásu og slappa af. Hugmynda- leysi í fingra- málningunni. Hvaða samfélagshópur ætli noti mynt-talningarvélar bankanna hvað mest? Hvaða samfélagshópur ætli sé hvað líkleg- astur til að vilja skipta myntinni sem hann lætur vélina telja beint í seðla? Ég hef ekki gengið úr skugga um það, en það kæmi mér ekki á óvart ef það reyndust vera krakkar með sparibauka. SONUR minn sparar. Sem er dyggð. Hann safnar klinki í rauðan bauk. Þegar baukur- inn fyllist af smámynt förum við í bank- ann, teljum klinkið og leysum það út í seðl- um. Þrátt fyrir brýningar mínar um ágæti vaxtatryggðra innlánsreikninga, treystir sonur minn ekki bankastofn- unum og kýs að geyma peninginn sinn heima. Lái honum hver sem vill. ALLAVEGA. Í vikunni fylltist baukur- inn. Með fulla vasa af klinki örkuðum við feðgar sem leið lá í bankann. Þar sturtuðum við góssinu í forframaða mynttalningarvél og skáluðum í heitu kakói meðan vélin flokkaði og lagði saman klinkið. Að lok- inni talningu prentaði vélin út kvittun. Heildarupphæðin reyndist rúmlega 3.500 krón- ur, sem er dágóð fúlga þegar maður er níu ára. Á kvitt- uninni stóð að ef pening- urinn væri lagður beint inn á reikning fengi maður alla upphæðina. Ef maður vildi fá peninginn útgreiddan þyrfti að borga sérstakt gjald fyrir talning- una, þrjú prósent, sem í þessu tilviki nam 108 krónum. SKEMMST er frá því að segja að óánægjan sem fylgir því að horfa á sparifé sitt rýrna virðir ekki kynslóðabil. Sá stutti var ekki hress. Gjaldkerinn var hins vegar svo elskulegur að benda á nokkuð sem hafði ekki hvarflað að okkur: við gætum lagt peninginn inn á reikninginn minn og tekið hann strax aftur út. Þá þyrftum við ekki að borga gjaldið fyrir mynttalninguna. Sem við þáðum auðvitað; ég þuldi upp kenni- töluna mína og reikningsnúmer, renndi debetkorti í gegnum posa, kvittaði fyrir á rafskjá og fékk útprentaða kvittun. VIÐ vorum eins og útrásarvíkingar þar sem við röltum heim; 108 krónum ríkari eftir að hafa hagnýtt okkur kerfisgloppu og stundað sýndarviðskipti til að styrkja eiginfjárstöðu okkar. Á leiðinni bað dreng- urinn mig að rifja upp hvað ég sagði þegar ég var að hvetja hann til að leggja pening- ana sem hann safnaði inn á reikning; eitt- hvað um að bankar væru sanngjarnar og skilvirkar stofnanir fyrir fólk að ávaxta fé sitt. Ég greikkaði sporið, glápti upp í loft og tautaði eitthvað um að nú væri vorið ábyggilega á næsta leiti. Klink og banki 10. HVE R VINNUR ! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL VDB Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA Á MYNDINA! FULLT AF AUKAVINNINGUM: TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR, GOS OG MARGT FLEIRA FRUMSÝND 19. MARS Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. VILTU MIÐA? BARÁTTAN MILLI MANNKYNSINS OG HINNA ÓDAUÐLEGU ER HAFIN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.