Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 48
28 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af Gagarín í samstarfi við Þjóð- minjasafnið býður upp á fyrir- lestur um hönnunaraðferðir á HönnunarMars. Fyrirlesturinn verður haldinn í Þjóðminja- safninu í dag kl. 15. Þar mun Nils Wiberg, hugmyndahönn- uður hjá Gagarín, fjalla um hönnun, skapandi hugsun í hönnunarferlinu og árangurs- ríkar hönnunaraðferðir. Nils útskrifaðist með MSc-gráðu í gagnvirkri hönnun (Interact- ion Design) frá háskólanum í Umeå í Svíþjóð árið 2009 og hefur starfað hjá Gagarín síðan. Einn elsti og virðulegasti klúbburinn á höfuðborg- arsvæðinu, Kammermúsíkklúbburinn, hefur um árabil haldið úti merkilegri dagskrá í Bústaða- kirkju. Þar hafa áhugamenn um kammertónlist komið saman og hlýtt á fjölbreytilega tónlist fyrir smærri hópa. En jafnvel föstum liðum verður stundum að hnika: á morgun ber svo við að tónleikar klúbbsins verða á laugardegi og hefjast kl. 20 í Bústaðakirkju. Þar hittir Vovka Ashkenazy fyrir gamla félaga sína, Blásarakvintett Reykjavíkur, og sexmenningarnir takast á við ópusa eftir ekki minni menn en Hindemith, Danzi, Þorkel okkar Sigurbjörnsson, Ibert, Mozart og Poulenc. Vovka leikur ekki oft á Íslandi en er ávallt vel- kominn og að þessu sinni er hann í góðum hóp: Blásarakvintett Reykjavíkur skipa þau Hallfríður Ólafsdóttir, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Joseph Ognibene og Hafsteinn Guðmundsson. Verkin sem þessi grúppa spilar spanna langt skeið í kammertónlist, elsta verkið var samið 1785, en það yngsta eftir Þorkel er samið 1992. Kammermúsík á laugardagskvöldi TÓNLIST Vovka Ashkenazy leikur með Blásarakvint- ett Reykjavíkur á laugardagskvöld. Söngleikurinn Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar verður frum- sýndur á Stóra sviði Borgar- leikhússins í kvöld. Nokkur eftirvænting hefur ríkt um frumsýninguna en uppselt er á tuttugu sýningar og fyrirsjáanlegt að sýningin muni sópa að sér áhorfend- um næstu mánuði enda öllu til tjaldað. Leikhússtjórinn sjálfur, Magnús Geir Þórðar son, setur söngleik- inn á svið og hefur ekki unnið á stóra sviðinu síðan hann stóð fyrir sviðsetn- ingu Stone Free þar fyrir mörgum árum. Gauragangur byggir á skáldsögu Ólafs Hauks sem kom fyrst út 1988 og hefur verið gefin út í þrígang. Verkinu var snúið í söngleiksform 1994 og það naut mikilla vinsælda í sviðsetningu Þjóðleikhússins og gat af sér bæði framhald á bók og síðan sviði, Meiri Gauragang. Hefur sagan verið afar vinsæl meðal ungra lesenda og leikverkið farið víða á svið í framhaldsskólum og hjá áhugafélögum. Verkið fjallar um töffarann og erkitýpuna Orm Óðinsson. Það fellur þematískt við ýmis verk Ólafs, bæði staka söngtexta hans, ljóðabækur, endurminningar og endurómar lífssýn hans og upp- vaxtarsögu. Við kynnumst þessum höfuðsnillingi íslenskrar unglinga- menningar; vinum hans, óvinum, hugsjónum, hugmyndum, orðsnilli, fjölskyldu, ljóðunum, skólanum og ástinni sem óneitanlega flækir líf ungra manna. Við fylgjumst með óborganlegum tilraunum Orms til þess að búa til gull, fara á stefnu- mót, láta reka sig úr skóla og sofa hjá! Gauragangur er þroskasaga einnar skemmtilegustu andhetju Íslandssögunnar. Ekki má gleyma stórgóðri tón- list Nýdanskrar sem gerir verkið að lifandi söngleik en hljómsveit- in snýr nú aftur og leikur undir á sýningunni. Diskur með tónlist- inni er þegar kominn í verslanir. Nýdönsk bætti við lagi fyrir þessa uppfærslu Gauragangs, Vertu með, sem samið var sérstaklega í tilefni hennar og hefur slegið rækilega í gegn á öldum ljósvakans. Þetta leikstjórnarverkefni er það fyrsta sem Magnús Geir Þórð- arson glímir við í Borgarleikhús- inu eftir að hann tók við sem leik- hússtjóri árið 2008. Með honum er fríður hópur fólks sem stend- ur að baki sýningunni. Ríflega tuttugu leikarar taka þátt í henni auk hljómsveitar og er þarna á ferðinni úrvalsfólk á öllum póst- um. Guðjón Davíð Karlsson leikur aðalhlutverkið og er til alls líkleg- ur í túlkun sinni á Ormi Óðinssyni. Besta vin Orms leikur Hallgrímur Ólafsson og þriðja hjólið í þríeyk- inu Ormur, Ranúr og Halla leikur Birgitta Birgisdóttir. Aðrir leikar- ar sem koma fram í sýningunni eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Kristín Þóra Har- aldsdóttir, Þröstur Leó Gunnars- son, Rúnar Freyr Gíslason, Sveppi (Sverrir Þór Sverrisson), Valgerð- ur Guðnadóttir, Walter Grímsson, Ellert A. Ingimundarson, Vigdís Gunnarsdóttir, Þorsteinn Gunn- arsson, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Jóhanna Vigdís Arnardótt- ir, Bergur Þór Ingólfsson, Jóhann Sigurðarson, Örn Árnason, Pétur Einarsson, Hanna María Karlsdótt- ir, Viktor Már Bjarnason og Dóra Jóhannsdóttir. Leikmynd gerir Snorri Freyr Hilmarsson, búninga annast Filippía Elísdóttir, Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir, hljóðmynd býr Thorbjørn Knud- sen til, myndband er eftir Henrik Linnet, hreyfingar/danshöfundur er Margrét Bjarnadóttir, leikgervi gerir Elín S. Gísladóttir. Mikil læti og gauragangur LEIKLIST Hanna María Karlsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson og Pétur Einarsson: kyn- slóðir rekast á – en sitja saman. MYND LR/GRÍMUR BJARNASON Dagskrá á HönnunarMars í dag. Fyrirlestrar í Hafnarhúsinu – Listasafni Reykjavíkur kl. 10: David Gensler, The Keystone Design Union, developing a global talent army. Kl. 11: Katrín Ólína Um sköpunarferli. Kl. 12: Hlín Helga Guðlaugsdóttir, Upplifunarhönnun. Kl. 17: Landslagsarkitektar opna formlega sína hátíð á hönnunarmarsi með húllum- hæi á Lækjartorgi, Þar verður lúðrasveit, mikið fyrir augað. METSÖLULISTI FÉLAGS BÓKAÚTGEFENDA Bóksölulistinn er birtur á tveggja vikna fresti og mælir sölu íslenskra bóka. Listinn er byggður á upplýsingum frá flestum bóksölum landsins, dagvöru verslunum og öðrum verslunum sem selja bækur. Rannsóknar- setur verslunarinnnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Eftirfarandi verslanir taka þátt í gerð listans: Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðin Eskja, Bókabúðin Hamraborg, Bókabúðin Iða, Bókabúðin við höfnina (Stykkishólmi), Bóksala stúdenta, Bónus, Hagkaup, Kaupás, N1, Office 1, Penninn - Eymundsson, Samkaup Metsölulisti 01.03.10 - 14.03.10 1. Póstkortamorðin Liza Marklund/James Patterson JPV útgáfa 2. Risasyrpa – Í grænum sjó Walt Disney Edda 3. Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Bjartur 4. Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Veröld 5. Bankster Guðmundur J. Óskarsson Ormstunga 6. Stúlkan sem lék sér að eldinum Stieg Larsson Bjartur 7. Harmur englanna Jón Kalman Stefánsson Bjartur 8. Sálmabók þjóðkirkjunnar Ýmsir Skálholtsútgáfan 9. Týnda táknið Dan Brown Bjartur 10. Skemmtilegu smábarnabækurnar Ýmsir Björk Uppsafnaður metsölulisti tímabilið 01.01.10 - 14.03.10 1. Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Bjartur 2. Póstkortamorðin Liza Marklund/James Patterson JPV útgáfa 3. Stúlkan sem lék sér að eldinum Stieg Larsson Bjartur 4. Svörtuloft Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 5. Skemmtilegu smábarnabækurnar Ýmsir Björk 6. Þegar kóngur kom Helgi Ingólfsson Ormstunga 7. Almanak Háskóla Íslands 2010 Háskóli Íslands 8. Matur og drykkur Helga Sigurðardóttir Opna 9. Bankster Guðmundur J. Óskarsson Ormstunga 10. Horfðu á mig Yrsa Sigurðardóttir Veröld Næfismi hefur á undanförnum áratugum öðlast sterka stöðu í íslensku menningarlífi. Verk frumherja eru eftirsótt á eftirmarkaði, sumir listamenn sem eru gengnir eru í miklum metum, en margir starfandi virkir listamenn eru flestum óþekktir og verkum þeirra lítið flíkað. Á morgun verður opnuð samsýning í Gerðubergi sem ber yfirskriftina Ástríðulist. Hún er samsýning fjölmargra lærðra og leikinna lista- manna sem eiga það sameiginlegt að nálgast listina af einlægni og ástríðu. Á sýningunni er lögð er áhersla á fjölbreytni, sköpunargleði, frelsi og frumlega sýn á lífið og listina. Mikil litadýrð og gleði einkennir ástríðulist en verkin á sýningunni mætti skilgreina sem alþýðulist (folk art), utangarðslist (outsiders art), bernska list (naive art) og samtímalist (contempor- ary art). Í bræðslupotti samtímamenningar ægir saman alls konar myndmáli sem rekja má til listasögunnar og hefðarinnar, en einnig til alþýðulistarinnar; svo sem hannyrða, útskurðar og dægurmenningar; svo sem kvikmynda, myndasagna, graffití eða götulista- manna. Ungir listamenn sem hafa lokið formlegu list- námi sækja óhikað í þennan sjóð og sífellt verður erf- iðara að sundurgreina hina fjölmörgu stíla og stefnur. Við val á verkum á sýninguna hafa sýningarstjór- arnir Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir haft að leiðarljósi að verkin endurspegli umfram allt sköpunarþörf, kraft, gleði og persónu- lega nálgun á viðfangsefninu. Verkin eru fjölbreytt; veggverk, skúlptúrar, textílverk og innsetningar. Þau koma víða að, svo sem frá Safnasafninu á Svalbarðs- strönd, Listasafni Akureyrar, Listasafni Reykjavíkur, Hafnarborg og Sólheimum, úr einkaeigu og frá lista- mönnunum sjálfum sem sumir hverjir vinna ný verk eða innsetningar fyrir sýninguna. Upplýsingar um sýnendur má nálgast á heimasíðunni gerduberg.is. - pbb Utangarðs í Gerðubergi MYNDLIST Bjartir litir að fornu og nýju mætast. FRETTABLAÐIÐ/VALLI Kór Bústaðakirkju í Kristskirkju, Landakoti, fimmtudaginn 25. mars kl. 20 Fluttar verða Ave Maríur og tónlist tengd boðunardegi Maríu Orgelleikari og kórstjóri : Jónas Þórir Kirkjukórinn syngur ásamt einsöngvurum úr kórnum Forsala miða í Bústaðakirkju og við inngang á tónleikakvöldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.