Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.03.2010, Blaðsíða 50
30 19. mars 2010 FÖSTUDAGUR Í dag kl. 17 munu Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir messósópransöngkona og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari flytja nokkrar af fegurstu perlum spænskrar ljóðatónlistar á Tíbrártónleikum í Salnum. Tónleikarnir eru tileinkað- ir minningu Rutar Magnússon, söngkonu og söngkennara, sem lést nýverið en hún var einn þeirra erlendu tónlistarmanna sem hingað komu og helgaði starfsævi sína tónlistariðk- un og tónlistarkennslu. Á efnisskránni eru söng- lög og lagaflokkar eftir Fernando Obradors, Xavier Montsalvatge, Enrique Granados og Manuel de Falla. Guðrún Jóhanna hefur undanfarin ár búið og starfað á Spáni. Í Madríd hlaut hún Joaquín Rodrigo-verðlaunin, kennd við hið þekkta tónskáld, og í söngkeppni Zamora- borgar vann hún til verð- launa sem besti ljóðasöngv- arinn. Guðrún hefur komið fram sem fulltrúi Spánar og flutt spænska tónlist á fjölmörgum tónleikum í Evrópu á vegum spænska utanríkisráðuneytisins. - pbb Tónleikar í minningu Rutar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 19. mars 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Trio Zipoli frá Finnlandi verður með tónleika í Langholtskirkju þar sem á efnisskránni verður barokktónlist tileinkuð Maríu mey. Enginn aðgangs- eyrir og allir velkomnir. 20.30 Í tilefni af 60 ára fæðingar- afmæli Karenar Carpenter verður Regína Ósk með tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi þar sem hún flytur úrval laga The Carpenters. 22.00 Hljómsveitin Dikta heldur tónleika á Græna Hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri. 22.00 Hljómsveitin Hundur í óskilum heldur afmælistónleika á Kaffi Rósen- berg við Klapparstíg. 22.00 Hljómsveitin Gæðablóð heldur tónleika á Bar gallery 46 við Hverfis- götu 46. Enginn aðgangseyrir. 22.00 Jenni og Franz flytja þekkt Peter Gabriel-lög á Prikinu við Bankastræti. Enginn aðgangseyrir. ➜ Opnanir 17.00 Í Artóteki, Borgarbókasafni við Tryggvagötu, verður opnuð sýning á verkum Önnu Sigríðar Hróðmarsdótt- ur og Guðrúnar Höddu Bjarnadóttur. Opið mán.-fim. kl. 10-19, fös. kl. 11-19 og um helgar 13-17. ➜ Sýningar Í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu hefur verið opnuð sýning á verkum Mekorku Huldudóttur. Opið alla daga kl. 11-17. Í Norræna húsinu við Sturlugötu hefur verið opnuð fatahönnunarsýning á verk- um Öglu Stefánsdóttur og Sigrúnar Höllu Unnarsdóttur. Opið þri.-sun. kl. 12-17. Í menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði hefur verið opnuð sýning á verkum bæði erlendra og innlendra listaskólanema. Opið mið.-fim kl. 13-17 og fös.-sun. kl. 12-22. ➜ Síðustu forvöð Sýning um Einar H. Kvaran rithöfund, leikstjóra og blaðamann í Þjóðarbók- hlöðunni við Arngrímsgötu lýkur á sunnudag. Opið mán.-fim. kl. 8.15-22, fös. kl. 8.15-19, lau. kl. 10-17 og sun kl. 11-17. ➜ Söngleikir 20.00 Nemendamótsnefnd Verzlun- arskólans sýnir söngleikinn Thriller í Loftkastalanum við Seljaveg. Nánari upplýsingar á www.midi.is. 20.00 Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum sýnir söngleikinn Ávaxta- körfuna, eftir Kristlaugu Maríu Sigurðar- dóttur. Sýningar fara fram í Valaskjálfi á Egilsstöðum. ➜ Dansleikir Bermuda verður á skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Fyrirlestrar 14.50 Listmálarinn Tryggvi Ólafsson flytur erindi í tengslum við sýningu sína sem opnar um helgina í Listasafni Akureyrar. Fyrirlesturinn fer fram í Ketil- húsinu við Kaupvangsstræti á Akureyri. 15.00 Nils Wiberg flytur erindi um hönnun, skapandi hugsun í hönnunar- ferlinu og árangursríkar hönnunarað- ferðir í fyrirlestri sem hann flytur í Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Spiral-dansflokkurinn frumsýndi í gær verkið óra í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi, nærri úti í Gróttu. Verkið verður næst sýnt dagana 21., 25. og 28. mars klukkan 20.00. Verkið er nýtt og framúrstefnulegt, samið af Spiral-dansflokknum í samvinnu við Svein- björgu Þórhallsdóttur, Gianluca Vincent- ini og Róbert Reynisson. Áhorfendur upp- lifa í verkinu andrúmsloft milli svefns og vöku þegar þeir ferðast í gegnum rýmið, og stíga inn í draumaveröld þar sem ævintýri hugans geta breyst í átakanlega martröð á hvaða tímapunkti sem er í hráu sýningar- rými Norðurpólsins á Seltjarnarnesi. Miðaverð er 1.500 kr. og fer miðasala fram á midi.is. Á þessu ári stefnir Spiral-dansflokkurinn á að vinna með íslenskum sem og erlendum danshöfundum, en þeir taka þátt í að móta spennandi starfsár flokksins. Markmið flokksins er að setja á svið ný dansverk sem og að vinna að dansleikhúsi með svipuðu yfirbragði og verk þeirra frá því í fyrra. - pbb Spírall með Óra DANSLIST Snögg mynd úr Spíral sem frumfluttur var í Norðurpólnum í gærkvöldi. MYND RACHEL CHERRY/SPIRALL HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Skíðavörurnar fást aðeins í Glæsibæ. Brettin fást í öllum verslunum Útilífs. TÓNLIST Guðrún Jóhanna messósópransöngkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.